Leiðrétting húsnæðislána strax og tekjutengd aðstoð í framhaldi!

Í prófkjöri Samfylkingar fyrir síðustu kosningar vildi ég kanna farveg lýðræðis og málefnalegrar umræðu, með þátttöku. Mikilvægasta réttlætismálið sem ég tók endurtekið upp var rýrnun eignahlutar fólks í húsnæði vegna verðtryggingar og gengisbreytinga lána.

Árni Páll Árnason var þá í félagsmálanefnd. Mér fannst hann þá í þessari prófkjörsumræðu, aðdraganda kosninga og sem félagsmálaráðherra ekki skynja nægjanlega vel alvarleika málsins. Mér fannst þingmaðurinn tala þannig að þetta væru bara skuldir sem fólk hafi stofnað til og bæri ábyrgð á, en ekki að það hafi orðið algjör forsendubrestur hjá fólki við að skipuleggja heimili og fjölskyldulíf. 

Ég lagði áherslu á mikilvægi þess að fólk gæti komist út úr þessum vanda með sæmd, en ekki að fólk þurfi að koma á hnjánum inn í eitthvað umsóknarferli greiðsluaðlögunar. Hugsanlega fá einhverjar afskriftir, en vera þá úthlutað tilsjónarmanni með fjármálum. Þetta er almennur vandi, sem þarf að bregðast við með almennum hætti.

Árni Páll Árnason núverandi félagsmálaráðherra lagði áherslu á það í sinni prófkjörsbaráttu að Samfylkingin væri opin og lýðræðislegur flokkur. Flokkur sem að hlustaði á viðhorf og væntingar fólks. Af þeim sökum hafi verið brugðist við Búsáhaldabyltingunni. Hún væri flokkur sem væri í takt við vilja fólksins í landinu.

Nýlega varð nokkur kúvending á afstöðu félagsmálaráðherra, þegar hann byrjaði að tala fyrir því að leið afskrifta yrði farin. Reyndar fannst mér hann vera með afskaplega óskýrar hugmyndir um hvernig staðið yrði að slíkri leiðréttingu. Útfærslan virtist enn ganga út á einhverja "aumingjavæðingu" og koma fólki á hnén, en ekki að fólk geti komist frá málum sínum með reisn og stolti.

Stærsta hrósíð í þessum málaflokki fær Guðmundur Andri Skúlason rekstrarfræðingur sem að í síðustu viku byrjaði að mynda hóp skuldara sem tekið hafa lán hjá Frjálsa fjárfestingabankanum. Þessi hópur semji við kröfuhafa bankans. Þannig er möguleiki að losna við milliliði sem vilja fá skuldirnar til innheimtu á verulegum afföllum frá kröfuhöfum, en myndu reyna að innheimta þær að fullu af viðskiptavinum.


mbl.is Saka ráðherra um hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Gunnlaugur. Tek undir með þér varðandi þörfina fyrir lýðræðislega og málefnalega umræðu. Hún á að fjalla um lánamál einstaklinga og fyrirtækja, en hún er líka mikilvæg um önnur málefni. Ég saknaði lýðræðislegrar umræðu frá þingmönnum og félögum úr Samfylkingunni um Icesave. Á þingi kom fram að allir þingmenn Samfylkingarinnar vildu samþykkja Icesave samningana eins og þeir komu fyrir þingið. Þegar gengið var á þingmenn varðandi þetta, kom svarið að auðvitað væru menn alls ekki allir sáttir við þennan samning, en þann ágreining ræddum enn bara innan þingflokksins. Ef Icesve var ekki mál sem þoldi umræðu í þjóðfélaginu, hvaða mál þá? Þingmenn VG komu mun  betur út úr þessu.

Þegar rætt er um lánamál heimildanna er eins og einhver stefna sem rædd hefur verið í lokuðum bakherbergjum hafi verið mótuð og henni fylgt. Í stað þess að vera ávallt tilbúin til þess að ræða hugmyndir hvaðan sem þær koma,er ,,skoðunin" komin og henni fylgt. Framsóknarflokkurinn kom með 20% afskriftarleið, en það var eins og Samfylkingin hafi myndað sér ,,skoðunina" og þá voru allar slíkar hugmyndir afskrifaðar. Það að taka málinu illa í byrjun og síðan að koma inn í umræðuna síðar með skottið á milli fótanna, virkar illa.

Víða í Evrópu eru jafnaðarmenn í forystu fyrir lýðræðislegri umræðu og rökræðu. Samfylkingin hefur ekki valið sér þetta hlutverk, og er það miður. Hér á blogginu koma yfirlýstir Samfylkingarmenn oft fram eins og trúarflokkur. Það væri mjög gott fyirr íslenskt þjóðfélag ef breyting yrði hér á.

Sigurður Þorsteinsson, 3.9.2009 kl. 09:17

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll líka Sigurður. Þetta er örugglega rétt hjá þér. Hinsvegar máttu ekki gleyma hlut Samfylkingar og Guðbjarts Hannessonar í að tryggja að málið fengi ítarlega skoðun og lýðræðislega meðferð í fjárlaganefndinni og þinginu. Þar komu Framsóknarmenn illa út, sem flokkur sem að var bara móti. Óvirkur í hugmyndavinnunni.

Það er auðvitað erfitt fyrir flokka að skoðanaágreiningur sé áberandi milli flokksmanna. Þetta á sérstaklega við um litla flokka. Þannig sundraðist Frjálslyndi flokkurinn og leystist upp í ágreiningi. Svipað virðist að gerast í Borgarahreyfingunni.

Hinsvegar held ég að flokkur sem að hefur um 30% fylgi eigi að leita eftir ólíkum sjónarmiðum og draga þau fram frekar en að þagga þau niður. En ég er sammála þér að VG og þá sérlega Ögmundur komu ágætlega frá málinu. Fóru í gegnum ágreininginn í átt til sameiginlegrar niðurstöðu. Þetta á líka við um Þór Saari.

 Á vissan hátt held ég að yfirboð Framsóknar hafi verið okkar ógæfa varðandi umræðu um almenna leiðréttingu húsnæðislána. Flokkur sem hafði í síðustu kosningum lofað 90-100% húsnæðislánum er ekki trúverðugur í að boða fyrir næstu kosningar 20% niðurfellingu á öll lán. Jafnt til húsnæðis og neyslu. Mbk, G

Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.9.2009 kl. 09:34

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnlaugur. Er ekki ráð að gera nýtt greiðslumat? Það hlýtur að vera nothæf leið til að mæta neyð fólks sem var svikið. Greiðslumat bankanna var bara fals og lygar.

Bankarnir hljóta að vera ábyrgir fyrir að greiðslumat sé til einhvers gagns fyrir þann sem fær lán, Eða hvað? Annars er þetta svo mikil þvæla og rugl að hlýtur að taka tím að greiða úr þessu. það verður alla vega að bjarga fólki frá þessu neyðarástandi með bráðabirgða aðgerðum í það minsta.

Ég mæli ekki með að hætta að borga en því miður eru svo gríðarlega margir sem ekki hafa neitt val ef þeir ætla að láta sig dreyma um að vera vinnandi skattborgarar á Íslandi.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.9.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Anna, ég er heldur ekki sannfærður um slíkt greiðsluverkfall, en þó er ekki hægt að bíða lengur eftir skýru plani um aðgerðir.

Ég held að því miður fari sú tilfinning vaxandi að fólk sé að tapa trú á að það sé til réttlæti eða skynsemi í fjármálakerfinu.

Ef til vill voru stærstu mistökin að bæta íslenskum sparífjáreigendum meira en sem nam tryggingasjóðsupphæðinni. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.9.2009 kl. 18:42

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Gunnlaugur það sem er hættulegt við að afkomu tengja greiðslur af lánum er að þá getum við búið til aðstæður sem gera það að verkum að það borgi sig ekki að vinna því að hækkun tekna fari að stórum hluta í greiðslur á lánum þetta kemur til með að búi til svarta vinnu í stórum stíl.

Það þarf að leiðrétta þessa verðbóta vísitölu þannig að hluti lendi á lánveitendunum og hluti á skuldaranum.

Leiðarljósið verður að vera verðbólguspár og það má hugsa sér að bæta við hana 3 til 4 % og restin fari á lánveitenda hver sem hann er Síðan þarf að taka þá sem ekki geta greitt þrátt fyrir þessa leiðréttingu  gera við þá samninga um að  lengja lánin þannig að þeir geti verið í skilum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.9.2009 kl. 13:19

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sammála þér Jón að slókt kerfi má ekki vera vinnuletjandi.

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.9.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband