28.12.2009 | 16:03
Skuldsettu og svefnlausu litlu börnin okkar
Helstu höfundar hrunsins vilja ekki axla neina siðferðilega eða fjárhagslega ábyrgð á því að hópur manna fóru með orðspor Íslands sem vörumerki út um alla Evrópu og skildi eftir sig sviðna jörð. Í stað þess að eyða orkunni í að ná lögum yfir sökudólgana og ránsfenginn er öllu snúið upp á björgunarsveitina og reynt að spilla störfum hennar. Jafnvel þó að allir viðurkenni að núverandi björgunaráætlun se´mun betri heldur en sú sem var tilbúin af fyrrverandi fjármálaráðherra, forsætisráðherra og seðlabankastjóra.
Þeir sem að eltust mest við gullkálfinn og trúðu á að hér væri hægt að láta smjör drjúpa af hverju strái með verðbréfaprangi, viðskiptahalla og erlendum lántökum stíga nú á stokk og strngja fögur heit. Þeir skuli berjast gegn því að komandi kynslóðir, synir þeirra og dætur verði bundin í skuldafjötra til framtíðar. Blessuð börnin. Þeir sem að hafa fylgt vaktaplani málþófsins mánuðum saman, spillt fyrir ímynd og störfum Alþingis koma nú fram fullir af móðurlegri umhyggju og segja að það sé ekki boðlegt Alþingi sem vinnustað að börn þingmanna verði svefnlaus vegna vinnutíma foreldra. Blessuð börnin.
Það virðist vera mikil barnaumhyggja sem streymir frá Valhöll þessa dagana. Menn verða að prófa ný hljóðfæri til að spila á þegar helstu tónar og strengir íhaldsins á liðnum árum hafa reynst svikulir eða falskir.
Lokaumræða um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins von Íslands, er að við viðurkennum fyrir sjálfum okkur, að við erum gjaldþrota.
Þ.e. einfaldlega ábyrgðalaust, að taka að sér skuldir sem ekki er nokkur von til, að við komum til að ráða við að borga, í ljósi annarrar skuldsstöðu okkar.
Í reynd er ekkert svigrúm, til að greiða af frekari skuldum.
Eins og sést af eftirfarandi, er finna má í ofannefndri skýrslu er ríkisstjórnin lét vinna. Er í raun halli af utanríkisverslun Íslendinga, þegar vaxtagjöld landsmanna eru reiknuð inn.
Eins og allir ættu að vita, þarf afgang.
Á þessu ári, þ.e. 2009 er halli, og hafa ber í huga, að á þessu ári eru ekki komin inn vaxtagjöld fyrir Icesave, né fyrir lánum frá Póllandi eða Norðurlöndunum.
Það bendir til, að Hagstofa Íslands reikni með, að eftir 2009 komi inn í púkkið verulegar upphæðir. En, af lestri skýrslunnar sést, að þeir reikna með álverum fyrir Norðan og hér fyrir Sunnan.
Það segir manni, að þó við fáum þessi álver, þá takist ekki að umbreyta halla yfir í afgang.
Þessi hallarekstru þíðir einfaldlega að þjóðarbúið er enn að safna skuldum yfir viðmiðunartímabilið.
Ekkert bendir til annars, en að það sama muni eiga við árin þar á eftir.
Það þíðir einfaldlega, að gjaldþrot er óumflýjanlegt.
-----------------------------------
Mín persónulega skoðun, er að okkar eina von, sé að stefna að undirbúa greiðsluþrot. Að eina leiðin til að forða því, sé að óska eftir nauðasamningum við kröfuhafa Íslands. Þ.e. að við köllum saman kröfuhafafund, bjóðum þeim að greiða tiltekið hlutfall okkar skulda, - annars verði landið lýst greiðsluþrota.
Ákveðinn frestur verði gefinn, t.d. 12 mánuðir. Meðan fresturinn varir, greiðum við af öllu.
Láninu frá Færeyjum verði skilað.
-------------------------------------------------
Það er "IMMATERIAL" að einhverjar aðrar þjóðir skuldi einnig mikið.
Ég vísa til áætlunar AGS sem ríkisstjórnin hefur skrifað upp á, sem augljóslega er fullkomelga ómögulegt, að ná fram.
Þetta er einfaldlega fullkomlega ómögulegt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.12.2009 kl. 19:34
Það er eitt að viðurkenna ábyrgð og annað að vera borgunarmaður. Eitt helsta hlutverk AGS er að setja skrúfur á stjórnvöld varðandi niðurskurð og aðgerðir í fjármálum.
Það er ekki trúverðugt að halda því fram að við hefðum náð betri samningum ef og ef og ef. Niðurstaðan er mun betri en það sem stefnt var að í fyrra. Það er löngu kominn tími á að ganga til atkvæða um málið. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 28.12.2009 kl. 19:58
Gunnlaugur - sannarlega er niðurstaðan skárri, en sá fáránlegi samningur sem Sjálfstæðismenn virtust til í að gleypa við þarna um árið og þið í Samfylkingu bendið réttilega á að þeir séu ekki endilega fyllilega samkvæmir sjálfum sér.
Það breytir þó engu um, að þó skárri sé - er hann samt sem áður mjög slæmur; og eins og ég útskýrði að ofan, erum við einfaldlega ekki borgunarmenn fyrir honum.
Ég sé ekki það sem heiðarlegt, að taka á sig skuldbindingu, sem maður veit að maður getur ekki borgað; í veikri von um að málið reddist með einhverjum óúskýrðum hætti seinna.
Maður á að sjálfsögðu, aldrei að takast á við skuldbindingu, nema að klárt sé, að maður geti staðið við hana. Það eru eðlilegir viðskiptahætti.
Auðvitað eru Hollendingar og Bretar fúlír, og réttilega svo. Ég ætla ekki að halda því fram, að við höfum ekki brotið af okkur gagnvart þeim. Að þeir hafi ekki fullréttnæmann "grievance".
Á hinn bóginn, er það mín skoðun, að það tjón sem við erum að verða fyrir, vegna hrunsins; þ.e. nær óumflýjanlegt greiðsluþrot, síðan vöruskortur og annað slíkt vesen, fjöldaatvinnuleysi upp á e-h nálægt 20% eða jafnvel þar yfir, síðan áratugur af kreppu eða þar um kring, þar til hlutir fara að rétta við sér; sé alveg kappnæg refsing okkur, fyrir að hafa farið svo ílla að ráði okkar.
Það, að bæta þar ofan á, Icesave og þar með að veðsetja helstu eigur ríkisins þannig að þær komist mjög sennilega í eigu erlendra aðila; er að mínu mati, einum of.
Það að vinna okkur úr þeim skuldum, sem við erum þegar komin með á bakið; sé öll sú refsing sem nokkur sanngyrnisástæða geti krafist, að við tökum á okkur. Við hljótum að læra e-h af svo erfiðri raun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.12.2009 kl. 20:20
Trúir þú því virkilega, að hægt sé að ná fram eftirfarandi?
Miðað við hagsögu Íslands fram að þessu, er einungis stór afgangur af utanríkisverslun á kreppuárum. Kreppa hefst alltaf með stórri gengisfellingu.
Nýtt hagvaxtartímabil hefst þannig alltaf, í ástandi þ.s. raungengi er lágt, og afgangur er af vöruskiftum.
Síðan, eftir því sem hagkerfinu vex ásmeginn, hækkar raungengi alltaf þ.s. eftirspurn vex eftir launafólki, og þar veldur launahækkunum og öðrum kostnaðarhækkunum. Meiri eftirspurn í hagkerfinu framkallar jafnt og þétt, aukinn innflutning.
Það gerist alltaf, á einhverjum tímapunkti hagsveiflu, að vöruskiftajöfnuður verður neikvæður. Hann er það alltaf á seinni hluta hagsveiflu.
------------------------------
Fulltrúi AGS hér á landi, viðurkenndi þesar staðreyndir, en aðspurður sagði hann að þetta hefði einnig átt við mörg önnur lönd, sem síðan hefðu þaðan í frá alltaf haft afgang.
Hann, athugaður, útskýrði ekki, hvernig þau hefðu farið af því, að framkalla það ástand.
Þetta er því raunverulegt vandamál.
-------------------------------------------------
Ég sé bara 2. fræðilega möguleika:
A)Viðhalda mjög lágum og helst lækkandi lífskjörum, þ.e. ástandið viðvarandi kreppa.
B)Segja okkur úr EES og VTO, svo hægt sé að setja upp verndartolla.
C)Ef þú hefur einhverjar aðrar hugmyndir, endilega komdu með þær.
En, ég bendi á, að fyrir hrun þegar Íslendingar, höfðu tekjur af bönkunum sem voru orðnir 10falt stærri en ríkið, tókst okkur samt að hafa viðskipta halla og það stórann.
Þannig, að einfaldlega að auka tekjur og útflutnings, er ekki neitt augljóslega lækning á þessu vandamáli, þ.s. eftir allt saman, Íslendingar sönnuðu á gróðærinu að þeir hafa mjög mikla hæfileika til að eyða.
Ég á við, að þó tekjur séu auknar, geti eyðslan einfaldlega aukist á móti.
--------------------------------------
Síðan er það 50 milljarða árleg tekjuaukning ríkissjóðs. Best væri að ná því fram með veltusköttum, bíst ég við. Þá á ég við hagvöxt.
En, ég bendi á að forsendur fyrir hagvexti eru ekki sérlega góðar:
Ég bendi á aðvaranir AGS til iðnríkjanna, og vísa til að þær eiga einnig við okkur.
Allt þetta er hemill á okkar hagvöxt.
Að auki erum við ekki að:
Ábendingin er sú, að með alla þessa hemla, getur hagvöxtur hér vart annað en verið lakari á næstu árum en í nágrannalöndum okkar, beggja megin ála.
Ergo, planið gengur ekki upp, getur ekki gengið upp.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.12.2009 kl. 20:57
Þér færi betur, Gunnlaugur, að hugsa eins og Íslendingur en ekki eins og nýlenduþegn. Ef einhver spillir fyrir ímynd og störfum Alþingis er það fólkið sem nú leggur nótt við dag að koma okkur undir erlent vald. Félagsmálafulltrúarnir, flugfreyjurnar og fréttamannastóðið sem kann engin ráð önnur en að leggjast á hliðina eins og gullfiskar með stefnuna á klósettskálina. Þitt fólk.
EES samningurinn segir ekkert um ábyrgð ríkis á skuldum einstaklinga. Jafnvel fyrrverandi formaður þinn gerir sér grein fyrir því.
Ragnhildur Kolka, 28.12.2009 kl. 23:24
Það er lofsvert Einar Björn hvað þú byggir svartsýni þína á ítarlegum pælingum og viðurkenni ég að mig skortir slíkar þjóðhagslegar forsendur til að halda því fram að við séum ekki borgunarmenn. Til dæmis hlítur að verða að gera ráð fyrir að verðmæti liggi í eignum Landsbankans og það þarf að fara í öfluga vinnu við að leita uppi ránsfenginn.
Ragnhildur þú mátt ekki vera mjög hortug við mig þá birti ég ekki athugasemdina :) Til að draga úr persónulegum ívingum þá setti ég upp þannig stillingu að ég samþykki það sem birtist. En það er bara ánægjulegt að þú sért sæl í trú þinni á Bjarna Ben og vaktaplan málþófsins. Það var niðurstaða viðamikilla viðræðna við ESB að Árni, Geir og Davíð féllust á þá túlkun að ríkið bæri ábyrgð á tryggingasjóð innistæðueigenda.
Að það þyrfti að taka lán til að geta staðið við skuldbingar sjóðsins. En gleymst hafði að tryggja honum fé á tímum græðgisvæðingarinnar. Þegar við vorum mest og best í heimi samkvæmt forskrift íhaldsins. Þyrftum ekkert að sækja í smiðju til Norðurlandanna eða nokkurra annara. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 29.12.2009 kl. 00:22
Þakka þér fyrir hólið, eins langt og það nær.
Eins og þú veittir athygli, er skoðun mín ítarlega rökstudd.
Ég kalla hana því ekki svartsýni, heldur raunsægi. En, raunsæ sýn getur sannarlega með rétti verið dökk, ef ástandið býður upp á það.
----------------------------------------
Þ.e. alveg hárrétt hjá þér að eignir Landsbanka verða einhvers virði, sem í dag enginn veit. Vonandi verður það umtalsvert.
Það er einnig ekki algerlega útilokað, að eitthvað fé innheimtist frá sakamönnum - en ég reikna þó ekki með háum upphæðum, þ.e. að þeir kjósi frekar að sytja af sér dóm en að skila stórum upphæðum. En, einfaldlega ísl. refsilöggjöd er ekki nægilega grimm, til að ekki borgi sig að sytja inni ef milljónir eru í spilum.
---------------------------------------
En, eins og Gylfi Magnússon hefur sjálfur sagt, er Icesave ekki versta skuldin.
Við erum í miklum skuldaerfiðleikum hvort sem Icesave er bætt á það eða ekki.
Ég vek athygli á því, ef þú veittir því ekki athygli, að ég tel okkur gjaldþrota hvort sem við bætum Icesave á okkur eða ekki.
Stóra ástæða þess, að ég vil ekki bæta Icesave við, þrátt fyrir að ég telji það ekki skifta verulegu máli upp á hvort við verðum gjaldþrota eða ekki; eru einmitt ákvæðin sem veita Bretum og Hollendingum veð í öllum þeim eigum ríkisins sem skv. breskum lögum má ganga að.
Þ.e. töluvert víðari skilgreining, en er skv. íslenskum lögum því skv. breskum lögum eru hita og rafmagnsveitur ekki undanskildar.
Vegna þess, að ég tel gjaldþrot meira en 50% líklegt án þess að Icesave sé bætt á, þá tel ég mjög líklegt einnig að ákvæði um gjaldfellingu verði beitt innan 7 ára; og síðan komi Hollendingar og Bretar, og gangi að veðum.
Ég sé fyrir mér, helstu hita- og rafmagnsveitur komast í eigu breskra og hollenskra aðila, síðan í einkaeigu verði krafa um arð aukin; sem leiði til stórfelldra hækkana reikninga til almennings, fyrir hvort tvegga.
Fyrir mér, er þetta aðalástæða þess, að hafna Icesave. Þ.e. að verja kjör almennings, fyrir þessari vá.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.12.2009 kl. 01:52
Gunnlaugur mér fynnst það svolítið í takt við flokkinn þinn að þú villt bara velja jábræður sem þú hleypir í gegn. Það eru engin hortugheit í skrifum Ragnhildar, og mér fynnst menn vera orðnir ýkt hörundssárir ef þú þolir ekki þetta. Þín skrif eru mun grófari oft á tíðum, þar sem þú telur þig þess umkominn að tala niður til fólks og flokka. Ég minni þig á að Samfylkingingin er búin að sitja í þrem síðustu ríkisstjórnum. Samfylkingin var með Bankamálaráðuneytið þegar allt hrundi, hún var líka með Utanríkisráðuneytið og það var Ingibjörg Sólrún sem samdi um Brusselviðmiðin sem Samspillingingin vill ekki kannast við í dag. Auðvitað á að gefa fólki kost á að kjósa um ICE SAFE þinn flokkur hefur í orði viljað vísa sem flestum málum til þjóðarinnar, og ef ekki nú þá hvenær?
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 02:26
Takk fyrir þetta Einar Björn. Ég man eftir því að fyrir alllöngu var ég á reiðnámskeiði með Ögmundi Jónassyni. Hann var eins og aðrir mjög skemmtilegur. En var þó nokkuð svartsýnn á framtíð lands og þjóðar. Við fórum í útreiðatúr síðasta daginn frá Mosfellbæ. Þar sem að hann kastaði af sér vatni, eftir nokkra öldrykkju okkar samnemendanna, við útiskemmu á sveitabæ verður hann fyrir mikilli vitrun.
Hann horfir yfir fagurt sólarlag Kollafjarðar og segir; "Innan nokkurra ára verður allt þetta land komið í eigu útlendinga". Þetta var lageng fullyrðing um afleiðingar af fjórfrelsi EES samningsins. Vissulega hafa einhverjir útlendingar keypt jarðir á Íslandi, en við höfum líka keypt mikið af fasteignum á Spáni og víðar. Punkturinn hjá mér með þessari frásögn er sá að framtíðin birtist sem betur fer ekki alltaf á versta veg þó að jafnvel okkar rökföstustu menn haldi því fram að þangað stefni þjóðarskútan.
Gunnlaugur B Ólafsson, 29.12.2009 kl. 02:32
Sæll Ómar -Ég tala við hvern sem er og tek þátt í umræðum við hvern sem er. Satt best að segja finnst mér oft gott að heyra viðhorf og sjá sem að eru ekki í takt við mín eigin. Þá þarf ég að leggja eitthvað á mig til að skilja viðkomandi. Það getur stundum leitt til þroska og aukinnar víðsýni.
Vona að þú takir eftir broskarlinum á eftir setningunni um að Ragnhildur megi ekki vera of hortug við mig. Hún hefur stundum komið nokkuð bratt inn í umræðuna og verið skömmótt. Því miður er bara reynsla mín að það er alltof stórt hlutfall sem að dreifir ljótleika í athugasemdakerfinu. Það sýnir okkur hversu lítil lýðræðisvitund er í landinu.
Ég get verið gagnrýnin á pólitísk partý og þar með talið Samfylkinguna en ég held að það sé langur vegur frá að mig langi að fara inn á síður annarra og vera með persónuleg leiðindi. Til að forðast slíkt og til að halda ákveðnum hreinleika, þá hef ég ákveðið þetta að birta ekki athugasemdirnar nema að hafa lesið þær yfir með tilliti til þessa. Það er mín ákvörðun á minni síðu, en hefur ekkert með neinn flokk að gera.
Persónulega finnst mér ekki að það eigi að hafa þjóðaratkvæði um ICESAVE sem að er einfalt innheimtumál, þar sem við erum reyndar búin að fá mikið svigrúm til að móta greiðslutilhögun. Eftir að Árni, Geir og Davíð lofuðu að greiða ábyrgð okkar á tryggingasjóði innistæðueigenda um miðjan nóvember þá hætti það mál að vera pólitískt. Vaktaplan málþófsins er bara skrípaleikur.
Gunnlaugur B Ólafsson, 29.12.2009 kl. 02:55
Gunnlaugur - þarna varstu að bera saman epli og appelsínur.
Bretar og Hollendingar, munu ganga að veðum, sem er allt annað fyrirbæri. Síðan, eins og telst eðlilegt hjá þeim, eru eignir teknar veðböndum seldar hæstbjóðanda, sem líklega verða einka-aðilar.
Það að einka-aðilar, krefjist hærri arðs en gengur og gerist hjá veitum í eigu almennings, er helsta skýring þess að einkavæðing veitna hefur yfirleitt leitt til hærra verðs, til almennings.
Þú getur ekki, með góðum rökum, afgreitt þessa með svona ódýrum hætti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.12.2009 kl. 03:46
Það virðist nú skína ansi mikið í gegn ástin á stjórninni þegar menn eru farnir að apa upp þau rök sem þeir hafa reynt að henda í umræðuna til að forðast þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave.
Ég studdi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma um fjölmiðlalögin og geri það á ný nú þar sem þetta mál er enn brýnna í þjóðaratkvæðagreiðslu en nokkurn tímann fjölmiðlalögin.
Einfalt innheimtumál segirðu. Einfaldir þverpólitískir fyrirvarar er það sem kosið verður um.
Skal hafna nýju lögunum um Icesave eða láta fyrri lög sem eru í gildi standa ásamt sínum þverpólitísku fyrirvörum?
Carl Jóhann Granz, 29.12.2009 kl. 08:39
Vöktunarkerfi þitt bendir til að þú viljir sitja einn að blammeringum á aðra. Það heitir á okkar ylhýra að skjóta úr launsátri, þ.e. að óttast skoðanaskipti.
En það er rangt sem þú segir að "Það var niðurstaða viðamikilla viðræðna við ESB að Árni, Geir og Davíð féllust á þá túlkun að ríkið bæri ábyrgð á tryggingasjóð innistæðueigenda". Það gerðu þeir ekki. Þeir undirgengust að vinna að lausn málsins á grundvelli EES samkomulagsins og þar er hvergi getið um að ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum einkafyrirtækja. Ef þú trúir mér ekki ættir þú að lesa grein Magnúsar Inga Erlingssonar lögfræðings í Seðlabanka Íslands í Morgunblaðinu í dag. Greinin heitir Ríkisábyrgð á rakalausum skuldbindingum og ætti hún að opna augu þín fyrir sannleikanum í málinu.
Það er að segja ef þú villt vita sannleikann.
Ragnhildur Kolka, 29.12.2009 kl. 10:08
Þú mátt alveg spara svona létt taugaveiklaðar yfirlýsingar Ragnhildur. Það er einmitt svona framkoma sem gefur bara leiðindi. Þetta er mín síða og ekkert óeðlilegt að ég vilji sortera frá persónulegar dylgjur. Ég vil feta hér leið að halda uppi umræðu en vinsa frá ávirðingar. En þú gætir hnippt í félaga þína Björn og Hannes ef þú vilt opna umræðu.
Það er ekki rétt hjá þér að málið hafi verið allt opið og til skoðunar hjá Árna, Geir og Davíð. Það átti sér langan aðdraganda og var meira að segja búið að festa niður vaxtakjör og greiðslutíma. Ef þú vilt rifja upp sögu þessa Icesave máls Sjálfstæðisflokksins þá hef ég gert hér samantekt á sögu málsins. Vonandi lestu þetta með opnum augum og huga. Allt fyrir sannleikann.
Gunnlaugur B Ólafsson, 29.12.2009 kl. 13:53
Sæll Gunnlaugur.
Þú virðist vægast sagt undirgenginn flokksræðinu í þínum flokki hvað varðar skoðanir á málum þar sem þér er ómögulegt að viðra gagnrýni á eigin flokk, sem alla jafna heitir að sjá skóginn ekki fyrir trjánum.
Það er sérkennilegt sökum þess að þú virðist vera að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn þar sem svipað viðhorf hefur að hluta til ríkt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.12.2009 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.