Óskir um áramót

Í Peningagjá á Þingvöllum var vatnið spegilslétt í dag. Daginn fer smátt og smátt að lengja. Sólin fer hækkandi og áður en varir verður komið vor. Nýtt ár og hækkandi sól beina athyglinni að framtíðinni. Eftir argaþras og leiðindi leitar hin taugaveiklaða íslenska þjóðarsál að friði. Eftir skemmtilega útivist og göngu færði kvöldsólin roða yfir hinn mikla helgidóm sögu og náttúru sem við eigum hér rétt utan við borgarmörkin.

Fátt er mér kærara en virðingin fyrir lýðræði. Fátt er mikilvægara en að þróa leiðir til að tryggja það að fólkið í landinu geti verið mótandi um eigið samfélag og umhverfi. Að geta verið þátttakendur í mikilvægum ákvörðunum. En mál þurfa að vera lögð fram í þjóðaratkvæði með þeim hætti að við vitum hvert við erum að fara. Hver er hinn valkosturinn ef að við segjum okkur frá þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem við höfum gengist undir. Erum við tilbúin í áframhaldandi óvissu um þetta mál.

Veit Sturla Jónsson, sem kotroskin birtist á skjánum í gær undir merkjum ICESLAVE með blóðið lekandi af stöfunum, hver er annar og betri kostur í stöðunni? Erum við bara sjálfstæð og engum háð um nokkurn hlut? Hann er maðurinn sem barðist gegn því að íslenskir atvinnubílstjórar þyrftu að virða lögbundin hvíldartíma, samkvæmt EES samningnum. Við áttum að vera eina þjóðin í álfunni þar sem að ekki var þörf á að huga að sameiginlegum stöðlum er settir höfðu verið til að tryggja öryggi í umferðinni.

Margt bendir til þess að sama hvatvísin, skammsýnin og sjálflæga hagsmunamatið sé ráðandi nú hjá þeim sem að leggja hart að forsetanum um að hafna undirskrift laga um að ríkið beri ábyrgð á greiðslu til Hollendinga og Breta vegna útgjalda þeirra vegna tryggingasjóðs innistæðueigenda við fall íslensks banka. Við erum víst sjálfstæð og engum háð. Þurfum ekki að virða umferðarreglur eða öryggisviðmið. Þessi íslenski banki var ekki á okkar vegum.

Verið er að undirbúa löggjöf um þjóðaratkvæði. Það er brýnt og þarft verkefni. Það er ánægjulegt að höfundar hrunsins og flokkarnir sem kokgleyptu það að einn eða tveir menn gætu vélað þjóðina í það hlutskipti að teljast aðilar að stríði, hafi skyndilega fengið áhuga á beinu lýðræði. Vonandi nýtist þessi áhugi þeirra til að löggjöfin fái verðskuldaða athygli allra flokka. Enginn formaður flokkana taldi í Kryddsíld á Stöð 2 að æskilegt væri að senda fjárlög ríkisins í þjóðaratkvæði.

Þannig er það ljóst að sum mál henta ekki til meðferðar og leitar að niðurstöðu með þjóðaratkvæði. Þar er rétt að horfa til reynslu annarra þjóða sem að hafa betri lýðræðisvitund en hefur ríkt á Íslandi. Í raun er ég viss um að 100% þjóðarinnar eru á móti því að borga ICESAVE skuldbindingarnar.Gjarnan vildi ég fá slembiúrtak úr símaskránni til að ákvarða hvort mér beri að borga reikningana mína eða ekki.  En enginn stjórnmálaflokkur neitar því að það þurfi að ná sátt við alþjóðasamfélagið í þessu máli. InDefence viðurkennir skuldbindinguna en ekki fyrirliggjandi lagasetningu.

Frá miðjum nóvember í fyrra, með undirskriftum Árna, Geirs og Davíðs, hafa íslensk stjórnvöld gengist við því að þau ætli að endurgreiða Hollendingum og Bretum tilbaka lágmarkstryggingu innistæðna vegna hins fallna íslenska banka. Í tæpt ár höfum við eytt ómældri orku, samningaumleitan og gagnavinnslu í að fá niðurstöðu varðandi greiðslutilhögun lánsins. Þar hafa náðst miklar umbætur frá fyrstu samningsdrögum. Á einhverjum tímapunkti þarf að kveða upp úr um niðurstöðuna og hún liggur fyrir. Það er síðan alltaf auðvelt að gerast bestur riddara og segjast geta náð betri samningi.

Sonur sæll bað um krónu við Peningagjánna á Þingvöllum í dag. Hann óskaði sér um leið og hann kastaði henni ofan á spegilsléttan vatnsflötinn. Peningurinn tók snúninga, sveiflur og dívur. þar til hann lenti á botninum. Ég veit að óskin hans var jákvæð og uppbyggjandi. Veit að hann á það skilið að sú kyrrð og fegurð sem ríktu í þjóðgarðinum í dag verði sterkari einkenni íslensks mannlífis á komandi misserum. Að við látum ekki sundurlyndi og sjálfseyðingarhvöt gefa af sér óþarfa áframhald á óvissu í málefni sem búið er að ná samningum um á alþjóðlegum vettvangi og búið er að samþykkja með lagasetningu frá Alþingi.

ÓSKA ÖLLUM GÆFU, FRIÐAR OG ÁNÆGJU Á NÝJU ÁRI

 

Tvíklikkið á myndirnar til að stækka þær

Þingvellir 2Þingvellir 3

 

 

 

 

 

 

Þingvellir 4Þingvellir 5

 

 

 

 

 

 

Þingvellir 6Þingvellir 7

 

 

 

 

 

 

Þingvellir 9Þingvellir 12


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hólmfríður Bjarnadóttir: Sæll Gunnlaugur og takk fyrir góðan pistil. Þú talar þarna um kjarna málsins að mínu áliti. Það fólk sem hrópar hæst og mótmælir, er yfirleitt ekki með neinar lausnir. Það er á móti af því bara og veit kannski tæpleg um hvað málið snýst. ICESAVE málið hefur orðið að slíkum óskapnaði að fólk veit ekki lengur hvað snýr upp eða niður í öllu staglinu. Þvílíkt og annað eins. Er að lesa núna bókina Sofandi að feygðarósi og það er vægast sagt ömurlegur lestur. Hvernig Davíð Oddsson hefur teymt þjóðina á asnaeyrunum í gegnum árin og hvað skapofsi hans og þráhyggja hefur kostað fólkið í landinu.

2. jan. 2010 01:45 | Höfundur er skráður á blog.is
fridabjarna.blog.is

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2010 kl. 01:47

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Gleðilegt nýtt ár Gunnlaugur.

Flottur pistill hjá þér.

hilmar jónsson, 2.1.2010 kl. 02:17

3 identicon

Gleðilegt ár Gunnlaugur,vonandi hefur strákurinn þin óskað sér að þurfa ekki að vera þræll fjármagnseigenda næstu 20 ,30 ,árin ,það er ekki góð ella að skrifa uppá víxil fyrir einhvern sem maður veit að getur ekki borgað maður bara sleppir því.

Mér finnst þessi pistil hjá þér vera liðskrum , þú talar um að við viljum ekki borga ,það er rangt , við viljum borga það sem okkur ber og ekkert þar framyfir .

Þeir samningamenn sem hafa verið að reina að semja við Hollendinga og Breta hafa bara ekki verið starfi sínu vaxnir og klúðrað þessum samningi algjörlega ,þess vegna vonumst við til þess að forsetinn skrifi ekki undir þennan landráðagjörning því það er hann svo sannanlega .

Mér fynnst það hámark eigingirninnar að ætlast til þess að fólk taki á sig þessar skuldbindingar, þar sem verið er að auki, að pína fólk til að borga lán sem það tók í góðri trú fyrir hrun, sem hafa hækkað um 130% eftir hrun,og hafa stjórnvöld ekkert gert til að leiðrétta það ,en aftur á móti hafa stjórnvöld og spilltir embættis menn afskrifað miljarða skuldir af fjármagnseigendum ,fjárglæframönnum ,að þeirra sögn til að bjarga fyrirtækjum.

En hvað með heimilin ?,eru þau ekki fyrirtæki líka? ég hefði haldið það.

Af hverju heldur sumt fólk að almenningur sé fávitar,hvaða andskotans hroki er það ,sumt fólk sem skuldar ekki neitt "sem betur fer" þarf að hugsa meira en bara um sjálft sig ,við verðum öll að standa saman,og Gunnlaugur reiði er ekki sama og taugaveiklun ,eða þorsti eftir réttlæti 

Það sem krataklíkan "sem virðist búin að ná yfirhöndinni í samfilkinguni "er að gera er einfaldlega að reina að troða okkur inn í Evrópusambandið með valdi,sagði ekki Jóhanna að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði ekki bindandi ,til hvers þá að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu ef ekki á að taka mark á henni .kratar vilja vera þar sem spillingin er mest

Nei Gunnlaugur,það verður að hafna þessum gjörningi og byrja upp á nítt ,og vonandi fer þessi stjórn frá sem fyrst ,því þar þrífst spillingin óhindruð ,samanber níustu mannaráðningar í sambandi við bankana ,þetta er allt rotið í gegn.

Mætu eins og siðaðir menn að Bessastöðum kl 10/30 í fyrramálið og sýnum samstöðu.

MbkDON PETRO

H Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 03:35

4 identicon

Egill Helga gerði smá könnun og tók út hundrað nöfn og 19 þeirra reyndust einstaklingar fæddir á árunum 2004-2008. ,,Í þessum hópi er talsvert af unglingum sem vantar ekki mikið upp á að verða kjörgengir, en líka börn – þeir yngstu á listanum eru fæddir 2004, 2005, 2007 og tveir sem eru fæddir 2008, og strax komnir í tölvuna".

Valsól (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:30

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mikið rétt Hólmfríður. Það var fátt lýðræðislegt við tímabil Davíðs Oddssonar. Ekki fáum við að greiða atkvæði um þá 300 milljarða sem velt er yfir á þjóðina vegna gjaldþrots seðlabankans.

Gleðilegt ár sömuleiðis Hilmar.

Gleðilegt ár H Pétur. ICESAVE er ekki nema lítið brot af því sem að uppgjör hruns og græðgisvæðingar munu kosta þjóðina. Varðandi þá staðreynd að við erum að borga fyrir ákveðna stjórnmálastefnu þá gæti verið gott fyrir þig að horfa á þetta myndskeið um íslenska efnahagsundrið http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Hér er svo saga ice save málsins http://gbo.blog.is/blog/gbo/entry/958312/ Sýnir okkur að eftir að Árni, Geir og Davíð viðurkenndu að ríkinu bæri að borga lámarksupphæð tryggingasjóðs, þá varð málið ekki lengur pólitískt. Einungis eftir að ræða greiðslutilhögun. Tekist hefur að ná mun geðfeldari samningi en Sjálfstæðisflokkurinn var búin að landa um miðjan nóvember á síðasta ári. Svo kemur yfirlýðskrumarinn Bjarni Benediktsson í útvarp allra landsmanna og segir að það sé ekki hægt að samþykkja fyrirliggjandi samning um greiðslutilhögu af því að hann sé svo vondur! Heldur því fram að við eigum að borga en að hann hefði getað náð betri samningi. Hann var búin að gefa grænt ljós á verri samning. Það gengur ekki að hafa fólk að fíflum og skipta algjörlega um afstöðu í lykilmálum eftir því hvernig vindar blása í skoðanakönnunum. Það eru hagsmunana himpigimpi sem skipta um forrit eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu http://gbo.blog.is/blog/gbo/entry/967063/

Það er örugglega rétt Valsól að það eru 20-30% nafnana á þessum lista rugl, engu að síður hefur safnast þarna mikill fjöldi. Eins og ég bendi á þá er það borðleggjandi að 100% landsmanna vill ekki borga Icesave, vill ekki borga fyrir gjaldþrot seðlabankans, vill ekki borga fyrir eitt mesta sóunarskeið Íslandssögunnar. En mikilvægast er að finna leið út úr vandanum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2010 kl. 12:23

6 identicon

Ekki snúa út úr Gunnlaugur þetta mál kemur Bjarna ekki við hann ætti að hafa vit á því að þegja ,við vitiborið fólk þurfum ekki einhverja klíkukrata til að segja okkur hvað er rétt eða rangt í þessu icsave máli ,og við skulum muna það að að það er ekki bara icsave sem við komum til með að mótmæla ,við skulum sjá hvað kemur í ljós í febrúar þegar skírslan kemur um hrunið ,annars held ég að á meðan krataklíkan er við völd verði allt falið sem skiptir máli og ástæðan er einfaldlega sú að spillingin er mest hjá krötunum.

Hættu svo að benda alltaf á einhverja aðra það leysir engann vanda við verðum að standa saman ,ert þú ekki í framboði í Mosó í vor ,þá er ástæða til að þú endurskoðir þína afstöðu til málana.

Þú mættir vonandi á Bessastaði í morgunn Gunnlaugur ef ekki þá ert þú litil maður í flokki lítilla manna sem sjá ekki hlutina í stóra samhenginu.

Mbk DON PETRO

H Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 14:06

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það myndi hvaða ríkisstjórn sem væri við völd ganga frá þessu máli með samningum. Í gildi eru lög um ríkisábyrgð, en fyrirvarar um að greiða eftir hagvexti og að eftirstöðvar verði afskrifsaðar að tilteknum tíma liðnum dugar ekki.

Gættu þess að láta ekki einhverja drauga ná tökum á hugsunum þínum, þannig að þú verðir orðljótur. Útskýrðu heldur á jákvæðan og uppbyggjandi hátt hvernig við komumst frá þeim skuldbindingum sem við höfum undirgengist.

Hefur þú ekkert áhyggjur af leiðara Financial Time í dag um að ef Íslendingar ganga ekki frá samkomulagi um þetta mál að þá stefni þeir á að einangrast frekar frá alþjóðasamfélaginu?

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2010 kl. 19:26

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

...fyrirvararnir um hagvöxt og tímalengd ábyrgðar duttu út úr nýja samkomulaginu, en málið hefur þó tekið miklum framförum frá samningsdrögum fyrri ríkisstjórnar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2010 kl. 19:29

9 identicon

Sæll Gunnlaugur,Það skiptir mig engu hvað stendur í Financial Time og ég held líka að það skipti engu máli hvað þar stendur .

Ég get sagt þér hvað við getum samið um það hefur  aldrei staðið til að borga ekki,en við semjum ekki með einhverjum samningamönnum sem hafa ekki einu sinni verið hér heima til að fá tilfinningu fyrir málinu og eru orðnir allt of Breskir til að geta samið um eitthvað sem kemur okkur vel.

Númer eitt þá þurfum við að koma því þannig fyrir að við greiðum þessa skuld með okkar eigin gjaldeyri sem er króna sem sömu menn og stálu af okkur öllum erlendum gjaldeyri tóku stöðu gegn til að græða sem mest.

Númer tvö þá borgum við ekki 5,5% vexti af þessum peningum sem þessar tvær stórþjóðir ætla að lána okkur í einhver 20 ár það einfaldlega er glæpur ,vextir í þessum löndum eru næstum 0% í dag af hverju ættum við þá að greiða hærri vexti en aðrir ?er það kannski af því að almenningur á að borga brúsann ekki fjármagnseigendur og fjárglæpamenn ,og af því að almenningur er svo vanur að borga himin háa vexti í gegnum tíðina ? kannski.

Númer þrjú þá fáum við að borga þessa skuld á 50 árum og mis mikið eftir þróun hagvaxtar það ætti að vera hægt að semja um það .

Nr fjögur þá getum við bara fellt krónuna nógu mikið þar til skuldin verður orðin lítils virði og þá bara keypt hana til baka og tekið upp annan gjaldmiðil, þetta gerðu Þjóðverjar á milli stríða með góðum árangri ,Íslendingar gerðu þetta líka í senna stríði,gáfu út ríkisskuldabréf og keyptu þau síðan á slikk eftir stríð

Númer fimm þá er prinsippið í þessu máli að borga ,ekki hvað mikið eða hvernig ,þessar þjóðir eins og Bretar og Hollendingar, þeim er skít sama ,þeir eru hvort sem er búnir að borga sínu fólki , og hafa mikið meir en efn á því , ,enda er þetta bara harður bisnes og við eigum að spila með ekki bara leggjast í duftið og gefast upp það hefur ekkert reint á þessa samninga við höfum bara jánkað öllu og párað undi þegjandi.

varðandi alþjóðasamfélagið er það að segja að það tekur ekki einu sinni eftir þessum erjum okkar ,tökum við eitthvað eftir því hvað aðrar þjóðir eru að gera í sínu málum og vitum við yfir höfuð hvernig þær eru staddar? nei ,hættum þessari minnimáttarkennd og förum að standa í lappirnar.

Varðandi drauga þá þekki ég bara einn og það er 'Írafellsmóri og okkur semur ágætlega ,ef eingin væri orðljótari en ég,þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur.

Læt þig samt hafa eina orðljóta:

Krötum hold við láð var laust ,

lagúldnir í framan ,

til helvítis líkt og skruggur skutust,

meðskítogöllusaman

 mbk      DON PETRO

H Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:30

10 identicon

Það er margt skrítið í kýrhausnum- af því að þú talar um Þingvallavatn þá var ég stödd þar í dag með manninum mínum, hann fór út úr bílnum við fallega vík þar voru fyrir hjón með hund, hann beygir sig niður og klappar hundinum þeirra og þá segir maðurinn að hann sé með átroðning að vera þarna svo hann spyr í hvers nafni hann sé að mæla þetta þá segir maðurinn ".Eg er lögfræðingur" spurningin er  - Hafa lögfræðingar forréttindi á náttúru landsins?

Anna (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:51

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hann hlítur að hafa verið úr Lögfræðingaflokknum. Þair hafa nú í gegnum tíðina haft meiri rétt en aðrir. Sumir þeirra eru það vissir um eigin mátt að þeir vilja reyna að fara í málarekstur gegn öllum ríkjum Evrópu ef ekki allri veröldinni. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.1.2010 kl. 02:18

12 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gleðilegt ár nafni.

Oft skrifarðu nú viskulega, en ekki erum við oft sammála.

Málið afhverju þjóðin er svona sundruð og sundurþykk á þessum erfiðu tímum þegar hún þyrfti einmitt mest á því að halda að standa saman að uppbyggingu og samheldni er sú hryllilega stefna Samfylkingarinnar að keyra hér á ESB aðild gegn mikilum meirihluta þjóðarinnar og með hreinni kúgun á samstarfsflokki sínum.

Ofan á þetta bætist ICESAVE sem er enn til að auka á sundrunguna en Samfylkingunni er mikið kappsmál að koma því í gegn til þess að brautin sé bein og breið í faðm ESB Yfirrráðanna.

Auðvitað er vandinn mikill og fyrri ríkisstjórnir eiga þar stóra og mikla sök, en í dag er þetta vandi þjóðarinnar í hnotskurn !

Sundrung þjóðarinnar er aðal vandinn og þar ber Samfylkingin nú lang stærstu sökina ! 

Gunnlaugur I., 3.1.2010 kl. 20:52

13 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú eyðir dýrmætum tíma mínum með fegurð. Gleðilegt nýtt ár. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 4.1.2010 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband