Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Litarefni plantna gefa vernd

carotenoidsFlavonoids

Andoxunarefni gefa vörn gegn virkni sindurefna. Karoten efni gefa vörn í fituleysanlega hluta líkamans. Þau eru litarefni grænmetis eins og t.d. í paprikum og tómötum. Flavóníðar gefa vörn í vatnsleysanlega hluta líkamans. Þeir finnast í ávöxtum eins og berjum, kíví, appelsínum.

Læknar hafa hinsvegar iðulega mætt umræðunni um áhrif andoxunarefna af mikilli tortryggni. Þess má geta að stór faraldsfræðileg rannsókn sýndi fyrir nokkru að þunglyndislyf hefðu lítil áhrif í langtímarannsókn. Þegar litið var til þess hluta sem náði sér án lyfja bættu lyfin litlu við.

Það er sannfæring mín að litarefni plantna gefa vernd gegn hvarfgjörnum efnum, sem herja á vefi líkamans. Þannig væri auðveld að bera saman ferli öldrunar hjá hópi einstaklinga sem hafa reykt í tuttugu ár og hópi sem að hefur verið grænmetisætur í tuttugu ár.

Gott að fá sér appelsínusafa með beikoninu, grænmeti með hamborgarahryggnum og eina gulrót eftir að menn eru búnir að reykja. Það er eitthvað í þessari rannsókn sem að er vitlaust og hún afskrifar ekki hollustu andoxunarefna.

Ef til vill verða efnin að vera í samverkun við önnur efni í fersku formi plantna eða ef til vill hefði verið gott að hafa ekki svona einsleitan hóp með hugsanlega neikvæða afstöðu.


mbl.is Bætiefnin hindruðu ekki krabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Jóhanna! Hún lengi lifi!

Ogmundur JonassonSumir stjórnmálamenn lifa utan og ofan við hversdagslegar áhyggjur fólksins í landinu. Sumir stjórnmálamenn eyða orku sinni í að magna ófriðarbál frekar en að hugsa í lausnum. Félagi Ögmundur Jónasson var í pontu í síðustu viku og sagði í tilfinningaæsingi  "hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir einstæðu móðurina sem er að missa húsnæðið sitt". En hvað vill hann gera í stöðunni? Hann er ofurlaunamaður sem forystumaður stéttarfélags og alþingismaður. Ef að hann hagræddi í heimilisrekstri þá gæti hann örugglega framfleytt 3-5 einstæðum mæðrum. En er honum í raun eins annt um hag þeirra og hann lætur. Vonast hann hugsanlega eftir aukinni neyð heimilana til að fiska í gruggugu vatni?

johanna sigurdardottirJóhanna Sigurðardóttir ber höfuð og herðar yfir aðra ráðamenn og alþingismenn. Hún er með púlsinn á vanda þjóðarinnar og leitar lausna. Ég er einn af mörgum sem að hef verulegar áhyggjur af því að ég sé að missa tökin á fjármálastöðu heimilisins. Forsíða Fréttablaðsins færir mér frétt af mögulegri lausn. "Séreignasparnaður verði greiddur strax". Þar á ég eina og hálfa milljón og gæti sú fjárhæð liðkað verulega til í stöðunni. Ég er búin að borga mikið í lífeyrissjóði og treysti á það síðar, en verð að nota séreignasparnaðinn við þessar aðstæður. Því skora ég á mótmælendur á Austurvelli að skrifa á spjöld sín allir sem einn; Áfram Jóhanna! Hún lengi lifi!

Hægt er að byrja ferð á Austurvöll og fara klukkan eitt í Iðnó og hlusta á Jonna frænda (Jón Ólafsson heimspeking) vera með erindið; Hugsjónamiðað raunsæi: Sjö dyggðir fyrir stjórnmál framtíðarinnar. Fara svo og hlusta á Andra Snæ á Austurvelli en hann er alltaf með frumlegar og skapandi hugmyndir. Síðan að fara um kvöldið á gleðitónleika Bubba Morthens og fleiri. Þannig er hægt að fá hollt og gott nesti fyrir sálartetrið. Reiði er ekki vænlegasti tónn tilfinningalífsins og hjálpar lítið í stöðunni.


mbl.is Tveir mótmælafundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Como tu - Helgarlagið

Lagið Como tu í flutningi Alabina frá Frakklandi og Gipsy Kings frá Spáni er dæmi um skemmtilegan bræðing ólíkra strauma og getur því kallast heimstónlist. Söngkonan Ishtar er bæði af Egypskum og Ísraelskum uppruna. Syngur jafnt á frönsku, spænsku, arabísku eða hebresku. Skilin milli magadans og flamenkó verða óljós.

 

 Fyrir þá sem vilja syngja með                             Þýðing á ensku

DE GRANADA A CASABLANCA
ENTRE RITMO MI FANTACIA
UNA GUITARRA UNA GITANO CANTA
CANTA MI ANDALUCIA
DE GRANADA A CASABLANCA
TU ME BAILA EN LA PLAYA
CON TUS OJOS NEGROS CHIQUITA
Y TU BOCA ENAMORADA

(CHORUS)
ENAMORADA COMO TU, (COMO TU)
ENAMORADA COMO TU, (COMO TU)
ENAMORADA COMO TU, (COMO TU)
ENAMORADA COMO TU
COMO TU, COMO TU, COMO TU
NO HAY NADIE COMO TU

DE LA NOCHE A LA MANANA
ES MI VIDA UNA FANTACIA
CON ESTA RUMBA TAN GITANA
DE LA TIERRA DE ESPANA

DE LA NOCHE A LA MANANA
EN MI CUERPO LA ALEGRIA
TU ME CANTAS SEVILLANA
QUE YO SIGO ENAMORADA

(CHORUS)

DE GRANADA A CASABLANCA
ENTRE RITMO MI FANTACIA
UNA GUITARRA UNA GITANA CANTA
CANTA MI ANDALUCIA
DE GRANADA A CASABLANCA
ENTERRE MI FANTACIA
UNA GUITARRA UNA GITANA CANTA
CANTA MI ANDALUCIA

TU QUE ME AMAS
TIERRA DE ESPANA
SIENTO MI ALMA, ENAMORADA
ASI VIVO, YO CONTIGO, COMO UN FUEGO
A TU LADO ENAMORADA

 
FROM GRANADA TO CASA BLANCA
THE RHYTHM OF MY FANTASY
A GUITAR, A [MALE] GYPSY SINGS
SINGS MY ANDALUSIA
FROM GRANADA TO CASABLANCA
YOU DANCE WITH ME ON THE BEACH
WITH YOUR DARK EYES
AND YOUR MOUTH IN LOVE

(CHORUS)
IN LOVE LIKE YOU, (LIKE YOU)
IN LOVE LIKE YOU, (LIKE YOU)
IN LOVE LIKE YOU, (LIKE YOU)
IN LOVE LIKE YOU
LIKE YOU, LIKE YOU, LIKE YOU
THERE IS NO ONE LIKE YOU

FROM THE NIGHT TO THE DAY
IS MY LIFE A FANTASY
WITH THE GYPSY RUMBA
FROM THE LAND OF SPAIN

FROM THE NIGHT TO THE DAY
THE JOY IN MY BODY
YOU SING SEVILLANA
I CONTINUE TOLOVE

(CHORUS)

FROM GRANADA TO CASABLANCA
THE RHYTHM OF MY FANTASY
A GUITAR, A GYPSY SINGS
SINGS MY ANDALUSIA
FROM GRANADA TO CASABLANCA
I BURIED MY FANTASY
A GUITAR, A [FEMALE] GYPSY SINGS
SINGS MY ANDALUSIA

YOU THAT LOVES ME
LAND OF SPAIN
I FEEL MY SOUL IN LOVE
THAT IS HOW I LIVE, ME WITH YOU, LIKE A FIRE
BY YOUR SIDE IN LOVE

Einangruð og vinalaus þjóð

Við höfum lifað um efni fram á annara kostnað. Forystumenn landsins höfðu lýst því yfir að sparífjáreignir Landsbankans nytu ábyrgðar eftir þjóðerni. Við ætluðum bara að hugsa um eigin hag, en ekki axla ábyrgð samkvæmt alþjóðlegum samningum.

Það eru ekki bara Bretar og Hollendingar sem vilja að við borgum tryggingarfé samkvæmt EES vegna hins íslenska banka. 27 þjóðir eru á einu máli að virða beri samninginn. Ef við hugsum eingöngu sjálfhverft er það líklegasta leiðin til að verða einangruð og vinalaus.


mbl.is Þokast í átt að lausn á IceSave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvímynt - króna og evra

EvruskálNú eru taldar líkur á því að fiskútflytjendur séu byrjaðir að leggja greiðslur inn á reikninga erlendis, frekar en koma með féð heim og skipta því yfir á ótrygga krónu. Því er það spurning hvort að eitthvað mæli lagalega gegn því að þeir komi með skipsfarmana af evrum til Íslands frekar en verðmæti og fólk tapist úr landi.

Auðvelda þarf umsýslu banka, einstaklinga og fyrirtækja með evrur. Ferðaþjónusta og verslun í landinu á að sameinast um að taka jöfnum höndum við krónum og evrum sem greiðslumáta. Útvíkkum sprotahugmyndir enn frekar og finnum farveg fyrir dugnað Íslendinga að búa til vörur sem að hægt er að fá greitt fyrir í traustri mynt. 

Við búum við Seðlabanka þar sem yfirmaðurinn sagði okkur í sjónvarpi um daginn að krónan færi að styrkjast eftir nokkrar vikur. En það hefur enginn trú á því. Ekki vegna þess að íslenskir lýðskrumarar séu að tala niður krónuna heldur vegna stefnu stjórnvalda síðustu áratuga að viðhalda hávaxtastefnu sem leiddi af sér ofmetna krónu, þenslu og skuldsetningu erlendis.

Allur sá fjöldi erlendra þjóða sem nú hafa brennt sig á því að lána út á þessa vafasömu mynt munu ekki næstu misserin taka slíka áhættu að nýju. Við getum ekki beðið lengur eftir aðgerðaáætlun stjórnvalda. Frumkvæði í landinu verður að hafa einhvern farveg. Þó það sé ef til vill ekki leyfilegt að stjórnvöld taki upp evru einhliða, þá er ekkert því til fyrirstöðu að fólk og fyrirtæki noti evru sem gjaldmiðil. 

Þeir fiska sem róa - Sveltur sitjandi kráka


Jólaljós í myrkrinu

Jólaljós net

Senn nálgast hátíð ljóss og friðar. Merki þess eru farin að skjóta upp kollinum. Í dag voru settar upp stjörnur á ljósastaura miðbæjarins í Mosfellsbæ. Síðustu árin þá hefði slík skreyting í fyrri hluta nóvember trúlega vakið hjá manni nettan hroll. Nú væri jólabrjálæðið að byrja, ætíð að færast framar. Að komandi vikur yrðu uppfullar af auglýsingum og kaupæði. Nú voru stjörnurnar hinsvegar kærkomið ljós í myrkrinu.

Í dag kom líka bæklingur um jólaseríur frá BYKO. Þeir virðast ætla að vera á undan samkeppnisaðilum. En ég mun ekki fjárfesta í fleiri seríum. Á þokkalegar birgðir frá síðustu árum. Fyrst var byrjað með eina með mislitum perum á einu grenitré og eina með ljósum perum út í glugga. Síðan sá ég að "allir" í hverfinu voru komnir með hangandi grýlukertaskreytingar. Auðvitað var ekki hægt að vera eins og einhver fátæklingur og keypti nokkur þúsund smáperur raðað í hangandi kertastemmingu.

Í fyrra fannst mér að í stóra garðinn vantaði örlítið meiri fyllingu á jólaljósaskreytingarnar. Það væru stór svæði í garðinum alveg ljóslaus á meðan "flestir" nágrannar mínir virtust vera komnir með seríur hér og þar. Upplýstur jólasveinn í stiga eða að fara ofan í strompinn. Geislandi hreindýr í garðinum og litskrúðugt ljósaspil upp eftir fánastönginni. En auk þess voru vel snyrt limgerðin "yfirleitt" vafin neti með litlum jólaperum, oft á tíðum blikkandi fyrir mismunandi liti í seríunni.

Við þessu varð að bregðast og keypti ég tvær langar seríur til að setja á háu grenitrén tvö sem eru næst götunni í garðinum. Það tók nokkra klukkutíma í álstiga að vefja seríurnar um grenitrén. Ég gat sætt mig við að ástandið hafi skánað og ég væri ekki algjörlega til skammar í hverfinu. Þetta væru að verða þó nokkrar seríur og þó ég væri ekki með hreindýr eða jólasvein í stiga þá lét ég þetta duga.

Nú verður nægjusemin og hin góðu mannlegu gildi í hávegum höfð um hátíðirnar. Hlakka til jólana og að sjá ljósunum fjölga í myrkrinu. Ef skortshugsun neysluhyggjunnar nær tökum á mér er ég búin að ákveða að gefa ekki eftir og fara í BYKO og kaupa fleiri seríur. Frekar kem ég upp langeldum. Hef aðgang að selspiki sem hugsanlegt væri að nota sem ódýrt eldsneyti.

Það jákvæða við ástand síðustu vikna er að við sjáum gildi jafnvægis og kærleika. 


Gull og gersemi

Bjarni Harðarson er með skemmtilegustu mönnum sem að Ísland hefur alið. Slíka skapandi og hugmyndaríka karaktera þarf að hafa í fremstu víglínu þjóðarinnar, jafnt fyrir og eftir fulla aðild að samvinnu ríkja í Evrópu.

Fáir taka virkari þátt í mannlífinu. Um það vitna áhrif hans í safnamálum, blaðaútgáfu og kaffihúsarekstri á Suðurlandi. Þó að honum hafi orðið á alvarleg mistök í þessu máli, á hann almennt hrós skilið fyrir að vera blátt áfram og heiðarlegur í framgöngu.

Út frá sínum mannkostum og grósku held ég að hann njóti persónuhylli og hlýleika fólks. Hann fær nú víða hrós fyrir ákvörðun um afsögn og pólitískt hugrekki. Það er því viðeigandi fyrir Bjarna að minnast annars Íslendings, sem gat verið mistækur en vinamargur.

Ég er gull og gersemi
gimsteinn elskuríkur
Ég er djásn og dýrmæti
Drottni sjálfum líkur

 Sölvi Helgason


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andi Reykjavíkur

Hótel Reykjavík CentrumHjörleifur Stefánsson arkitekt var frummælandi og aðalgestur á öðrum málfundi Varmársamtakanna í vetur. Þar kynnti hann inntak nýútkominnar bókar sinnar sem nefnist "Andi Reykjavíkur". Hann hefur um langt skeið verið einn helsti málsvari viðhalds og uppbyggingar gömlu húsana í miðbænum. Bókin er framlag hans til að vekja  umræðu um skipulagsmál og að uppbygging fái merkingu byggða á sögu og andblæ liðins tíma. Það er ekki blind verndarstefna heldur að halda í götumyndir og stíl. Vel heppnuð útfærsla er í þeim anda í Aðalstræti þar sem nýbygging er aðlöguð og tengd húsi sem fyrir er í götunni.

Í framhaldi spunnust frjóar umræður um hlutverk verktaka, stjórnmálamanna, arkitekta (skipulagsfræðinga) og íbúa í stefnumótun. Tónn fundarins var að áherslur ættu að færast frá hinu algenga mynstri að verktakar og stjórnmálamenn séu aðalgerendur í átt að því að fagmennsku, heildarsýn og umræðum í samfélaginu. Vonandi verða slíkar breytingar í skipulagskúltúr hluti af því endurmati sem nú á sér stað eftir gjaldþrot peningahyggjunnar.

Setjið bók Hjörleifs á óskalistann fyrir jólin.


Pennsylvanía skapar sigurvegara

Útgönguspár í Pennsylvaníu eru það afgerandi að ljóst má vera að 44. forseti Bandaríkjanna verður Barack Obama. Jafnframt er ljóst að demókratar ná afgerandi meirihluta í þinginu.

PennsylvaniaVið bjuggum um skeið í Pittsburgh, Pennsylvanía og frá þeim tíma hef ég haft áhuga á bandarískum stjórnmálum. Í Philadelphia borg og Pittsburgh eru vígi demókrata, en republíkanar eiga mikið fylgi í miðhlutanum.

McCain/Palin framboðið bjóst við sóknarfærum í fylkinu enda hafði Sarah Palin komið þangað ellefu sinnum á síðustu dögum.

Farin að sofa -- sáttur.


Að vera krati

Í roki og rigningu á krepputímum eru kjöraðstæður fyrir naflaskoðun, uppgjör og endurmat. Bjarni Harðarson þingmaður og Laugvetningur, vinur og félagi, skrifaði í sumar að ég væri "krati af guðs náð". Þó við fyrstu sýn gæti þetta verið hrós og ekki síst að benda á að slíkir séu guðlegir. En í uppsveitum Árnessýslu og Skaftafellssýslum austanverðum var það ekki hrós að teljast af því sauðahúsi. Því hef ég hann grunaðan um að hafa með húmor og öfugmælum verið að segja að skaparinn hafi þarna verið nískur á pólitískar innréttingar.

"Að vera í sambandi við annað fólk, það er lífsnauðsyn. Ég er félagshyggjumaður eins og hann afi minn." segir í Stuðmannabrag. Á mínu æskuheimili var öll fjölskyldan samstíga í trú á sauðkindina og Framsóknarflokkinn. "Nei, hún er frjálslyndur félagshyggjuflokkur eins og Framsóknarflokkurinn var" sagði Steingrímur Hermannsson spurður um Samfylkingu sonar hans og hvort uppeldið hafi mislukkast. Sennilega var Framsóknarflokkurinn á vissan hátt hið skynsamlega stef á síðustu öld, milli stefnu kommúnista um einn allsherjar ríkisbúskap og íhaldsins um að láta taumana í hendur kaupmanna og heildsala.

Vanskaplingar eða rýrir hrútar voru nefndir Gylfi (Gíslason) eða Jón Baldvin í sveitum lands. Bændur hossuðu sér af kátínu yfir gríninu. Jón sagði mér að hann hafi þó farið keikur á bændafundi og predikað um nauðsynlegar umbætur á landbúnaðarkerfinu. Blómlegri byggð gæti nú verið í sveitunum ef að stuðningur ríkisins hefði verið í formi búsetustyrkja frekar en framleiðslustyrkir á kjöti eða mjólk, sem að iðulega seldist ekki. Jón sagðist eitt sinn hafa verið á fundi í Skagafirðinum og eftir ræðu hans, þá komu bændahöfðingjarnir ævareiðir í pontu og formæltu "krataforingjanum", en þó var þar reiðust kona sem kom á eftir körlunum og talaði til bænda og sagði; "Hvurslags liðleskjur eruð þið, afhverju drekkið þið ekki manninum!".

Meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum og víðar um Evrópu hafa þróast þjóðfélög með hvað mestum lífsgæðum í veröldinni. Góð blanda af félagslegu öryggi og frelsi einstaklings til athafna. Hinn lýðræðislegi farvegur hefur skapað hina sósíaldemókratísku áherslur sem þriðju leiðina. Mótleik við kommúnisma og kapítalisma. Eftir hrun kommúnismans og Sovétríkjanna elfdist trú á frjálshyggju, markaðshyggu og efnishyggju. Þar gengu Íslendingar lengra og ákafar fram en aðrar þjóðir. Afleiðingar þess ójafnvægis, pólitískrar stefnu Hannesar Hólmsteins og Davíðs Oddssonar, munum við glíma við næstu áratugina.

ObamaÞað er ef til vill bara allt í lagi að vera krati, ef það merkir að vilja opnar og lýðræðislegar áherslur í pólitík. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum þá varð ég demókrati og mikill aðdáandi Bill Clinton forseta. Man að hann var svefnlaus í fimm daga við að vinna að samningum um frið á Norður - Írlandi, en svo kom George Bush með vanhugsaðan byssu- og bófaleik sem stórskaðað hefur ímynd Bandaríkjanna. Því binda margir vonir við kjör Barack Obama nú í dag. Það væri mikill sigur fyrir manngildi og nýjar áherslur í veröldinni.

 

Kröftugt krataknús þegar Obama hefur sigrað!!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband