Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
3.11.2008 | 01:51
Hagsmunir á manna máli
Það er skondið að sjá hvernig hin ýmsu innmúruðu íhöld bregðast við áhuga Þorgerðar Katrínar á að flokkurinn endurmeti afstöðu til Evrópusambandsins. Þar koma ásakanir um svik og meldingar um að í æðum hennar renni kratablóð! Hún sé að svíkja hin borgaralegu öfl og vörn um sjálfstæði landsins.
Sömu Sjálfstæðismenn virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því þó allt atvinnulífið sé orðið viðskila við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Sömu aðilar virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist ekkki nema 10% í aldurshópnum 18-24 ára. Þeir virðast vilja breyta flokknum í huggulegan lítinn frjálshyggjuklúbb undir forystu Hannesar Hólmsteins.
Þorgerður! Vertu velkomin í hóp rómantískra jafnaðarmanna sem tryggja vilja sjálfstæði og tækifæri Íslendinga í samstarfi þjóða innan álfunnar.
Tilbúin að endurskoða afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.11.2008 | 13:02
Ósmekklegur Schwarzenegger og kjánaleg Palin
Mikið var gert úr því í gær að Schwarzenegger hefði lýst yfir stuðningi við McCain. Gert var út á ofurmennis ímynd ríkisstjórans og haft var eftir honum að Obama þyrfti að fara að mæta í ræktina til að þjálfa "spóaleggina" sem væru á honum. Trúlegt er að svona ósmekkleg athugasemd hitti hann sjálfan. Sá sem að hann var að lýsa yfir stuðningi við er ekkert unglamb. Schwarzenegger sjálfur er nú ekki heldur í neinu formi og hefur átt við hjartavandamál að stríða.
Það er því fátt sem að frískar upp á framboð McCain á síðustu metunum. Sarah Palin sem að átti að vera hinn kvennlegi ungómskraftur við hlið hans hefur höfðað til hörðustu íhaldsmanna, en í heildina komið illa út og verið bæði illa upplýst og kjánaleg. Ekki bætti ímynd hennar hrekkur sem gerður var í gær af kanadiskum útvarpsmönnum sem þóttust vera Nicolas Sarkozy frakklandsforseti.
Obama enn með forskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.11.2008 kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2008 | 22:20
Krónulaus Norðurlönd?
Samkvæmt kvöldfréttum Sjónvarps kostar það meðalfjölskyldu í Danmörku um 22 þús. íslenskar krónur á mánuði að hafa ekki tekið upp evru. Óróleiki í litlu hagkerfi hefur kallað á hærri vexti heldur en í evrulöndum.
Getur einhver reiknað ávinning íslenskra fjölskyldna, ef landinu hefði ekki verið stjórnað af þjóðrembum síðustu áratugi? Hvernig staðan væri nú á Íslandi, ef við hefðum verið meðal þeirra þjóða sem tóku upp hina sameiginlegu mynt í byrjun árs 1999.
Sjálfsagt hefðum við ekki farið í gegnum eins mikla þenslu og sýndarhagvöxt og ekki heldur farið í þennan djúpa dal. Við hefðum búið við stöðugleika, sem hefði hjálpað iðnaði og fyrirtækjum að byggja sig upp í takt við raunhæfar áætlanir.
Ræddur hefur verið sá möguleiki að taka upp norska krónu hér á landi. En hún hefur sveiflast verulega með breytingum á olíuverði. Þannig að það gæti verið að fara úr öskunni í eldinn að hætta með gjaldmiðil sem oft hefur sveiflast með fiskverði í sveiflur eftir olíuverði.
Það gæti því verið full ástæða fyrir Norðurlöndin að sigla sameiginlega inn í myntbandalag Evrópu. Ásamt því að koma fram sem öflug eining innan samstarfsins í álfunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.11.2008 | 14:17
Nýsir hættir rekstri sundlaugar í Mosfellsbæ
Í dag tekur Mosfellsbær yfir allann rekstur Íþróttamiðstöðvar Lágafells af fyrirtækinu Nýsi. Gerður hafði verið samningur milli Mosfellsbæjar og fyrirtækisins um uppbyggingu og rekstur. Þarna var bærinn að þróa sig í nýjungum sem voru á nótum einkavæðingar. Að slíkur rekstur væri betur kominn í höndum einkafyrirtækja heldur en bæjarins.
Þessi þróun hlítur því að vera pólitísk vonbrigði fyrir einkavæðingar og verktakastefnu Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ. Eitt af því sem að langtímasamningurinn við rekstraraðila gerði að verkum var að með honum færðust nokkur hundruð milljóna kostnaður við uppbyggingu íþrótta-miðstöðvar yfir á hlutafélag.
Nú hefur í hinn einkavæddi rekstur víða snúið heim í faðm mömmu, ríkis eða bæja, sem tekur við öllum jakkafatadrengjunum sínum. En líkt og í tilfelli ríkisbankana þá mun almenningur í Mosfellsbæ væntanlega þurfa að bera ábyrgð á vanefndum og skuldum sem tengjast þessu verkefni. Því geta fylgt kostir að virkja sköpun einstaklinga en of langt virðist gengið þegar einka-fyrirtækjum er falin ábyrgð á eign, uppbyggingu eða rekstri innviða bæjarfélags.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)