Kemur þú Evrópa?

Nú reynir á hvort stefnt er á að vera í siðaðra manna samfélagi með frændþjóðum og öðrum lýðræðisríkjum Evrópu. Flestir eru til í slaginn ef samningar nást um varanleg ákvæði í sjávarútvegsmálum. Sumir íslenskir beturvitrungar segja það mögulegt og aðrir segja það ekki mögulegt, sumir fulltrúar ESB segja að hægt sé að taka tillit til sérstöðu Íslands aðrir segja að sjávarútvegurinn verði að fylgja með í fiskveiðistefnu sambandsins.

Úr þessu verður ekki skorið nema með aðildarviðræðum!!! Látum ekki hræða okkur frá lýðræðislegu uppgjöri í þessu máli. Hjörleifur Guttormsson og Jón Baldvin Hannibalsson áttu báðir ágætar greinar í helgarblöðunum. Báðar byggðar á þekkingu og yfirsýn. En á endanum snýst málið fyrst og fremst um að gera upp við sig hverjum við viljum tilheyra. Þar erum við landfræðilega og menningarlega í mestum tengslum við frændþjóðir og önnur lýðræðisríki í álfunni.

Valdið er lagskipt. Við höfum sveitarstjórnina, landstjórnina, Norðurlandaráð og Sameinuðu Þjóðirnar, en vantar að vera fullgild í ákvarðanatöku um sameiginleg málefni álfunnar. Slíkt eykur sóknarfæri og sjálfstæði okkar sem þjóðar.


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handboltinn og hesturinn

OrriPotÉg fór í útreiðatúr upp í Mosfellsdal með vinafólki í fagurri kvöldsól. Sonur sæll bað um far á leikinn. Hann var í stuðningmannaliðinu Rothoggið sem studdi hraustlega við bakið á liðinu. Um 200 manns klæddir rauðu voru berjandi potta, sveiflandi treflum í miðhluta stúkunnar.

Stemmingin var líka góð í Mosfellsdalnum. Mikið af fólki í útreiðum en þó var ekkert sem truflaði kvöldkyrrð og fagurt sólarlag. Fór á tveimur fimm vetra trippum, Sælu og Vilja, sem eru að verða fulltaminn eftir veturinn upp undir Laxnes og hring i dalnum.

Kom heim um miðnættið og skömmu síðar mætir "rotarinn" ánægður með árangurinn. Smellti einni mynd af karlinum. Þar sem að hann var mættur í rauða jakkanum og búin að rústa pottinum í látunum. Það bíður morguns að vita hvort það vekur lukku hjá móðurinni.

OrriBoardStrákurinn er í frjálsum og er mikill áhugamaður um bretti. Nú er klukkan nýorðin miðnætti og þá er komin maí. Kennslan búin hjá mér og prófin fram undan. Í þessum mánuði verður hann sextán ára. Þá eru menn orðnir alvöru .... !

Hin myndin er af gaurnum þ.s. hann er í brettagallanum nýkomin úr skiðareisu frá Akureyri nú rétt fyrir páskana. Ánægður með þennan strák og ég vona að þeir fjölmenni í Garðabæinn.


mbl.is Afturelding burstaði Stjörnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinnustjórn - S V O B

Skýrustu skilaboð kjósenda voru þau að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera utan landstjórnar næstu fjögur árin. Verkefnin framundan eru gríðarleg og reyna á að leita eftir sátt og samlyndi innan þings og meðal þjóðar. Það er áhugi meðal almennings á eflingu lýðræðis og bent er á þörfina á þjóðstjórn við þessar aðstæður sem ríkja í landinu.

samstarfÞað var sameiginlegur tónn meðal S, V, O, og B lista að vonast eftir samstarfi til vinstri. Þörfin fyrir að áherslur nýrra valdhafa verði á heilbrigði og heildarsýn. Efla atvinnuástand og skapa grunn fyrir heimilin og fyrirtækin að lifa af þrengingarnar. S og V hafa meirihluta og það er eðlilegt að út frá félagslegum áherslum vinni þessir flokkar að enduruppbyggingu í landinu.

En gleymum ekki kröfunni um lýðræði, skilvirkni, gegnsæi og árangur. Þó að vinstri flokkarnir hafi meirihluta þá endurspeglar hann ekki þann meirihluta sem er í þinginu að óska eftir aðildarviðræðum að ESB og taka á þeim mikla vanda sem að krónan skapar efnahagslífinu, allri áætlanagerð í ferðaþjónustu og útflutningsgreinum.

Vonandi leiðir Jóhanna Sigurðardóttir stjórnarmyndun inn á samvinnu S V O B. Við megum ekki eyða mikilli orku í innnanbúðarátök og flokkaríg. Með því að mynda slíka breidd í bakland ríkisstjórnarinnar næst að endurheimta virðingu fyrir Alþingi. Leyfum okkur að hugsa út fyrir flokkslínur og meirihluta. Finnum samnefnara.

Slík stjórn væri með Samfylkingu og Vinstri græna sem burðarás undir vagninum, en með samstarfi við hina flokkana tvo yrði farið í átt að kröfunni um þjóðstjórn, en þó þannig að einnig er tekið tillit til þeirrar meginniðurstöðu kosningana að Sjálfstæðisflokkurinn verði í orlofi næstu misserin.


mbl.is Margir leita til kirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður gærdagsins

Það er í heildina mjög lítil eftirspurn eftir söguskýringum Kjartans Gunnarssonar fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins varðandi "skrílslætin" á Austurvelli eða að hann sé nothæfur í að túlka niðurstöður kosningana.

Þó ég sé ekki haldin persónulegri óvild gagnvart honum eða öðrum þá verður það að viðurkennast að það gefur ónotahroll að hlusta á hann og skynja fyrir hvaða pólitík og gildi hann stendur. Það er eitthvað ekki alveg í lagi þarna!!

Nú þegar bakland fyrirtækjanna færir sig í meira mæli yfir á Samfylkinguna, sem vill tryggja hlutdeild okkar í heilbrigðu alþjóðlegu rekstrarumhverfi til framtíðar, þá verður Sjálfstæðisflokkurinn einangrað fyribæri sem einungis hentar forpokuðum íhaldsmönnum.

Flokkurinn verður á næstu árum hvorki gerandi aðili í mótun velferðarsamfélags né með tromp á hendi fyrir fjárhagslegan stöðugleika. Þar gæti fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks verið rétti aðilinn til að festa flokkinn í hugmyndalegri stöðnun.

Hans tími er liðinn nema hjá sönnum afturhaldsöflum. Ekki kom hann heldur vel út úr stóra styrkjamálinu sem að hann nefnir nú "dapurleg tíðindi". Sagðist fyrst hafa verið hættur í starfi fyrir flokkinn en reyndist svo hafa verið að setja nýjan framkvæmdastjóra inn í starfið.

Á endanum kvað nýr formaður upp úr um að Kjartani Gunnarssyni hefði átt að vera fullkunnugt um stóru styrkina út frá vinnu sinni innan flokksins og trúlega einnig út frá stöðu sinni sem formaður bankaráðs Landsbankans.

Það er merkilegt hvað þessir menn geta endalaust haldið áfram að bera sig digurbarkalega í stað þess að skammast sín, setja skottið á milli lappana og byrja að fikra sig áfram við smásagnagerð eða eitthvað sem færist þeim betur úr hendi.


mbl.is Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi ákveði viðræður við ESB

Vinstri grænir geta komið standandi frá Evrópumálinu með því að lýsa yfir að það sé enn þeirra afstaða að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið utan sambandsins. Þeir feti hinsvegar þá lýðræðislegu leið að Alþingi greiði atkvæði um hvort farið verði í aðildarviðræður og að síðan verði samkomulag sett í þjóðaratkvæði.

Nokkuð ljóst er að 20 þingmenn Samfylkingar eru hlynntir aðildarviðræðum, 9 þingmenn Framsóknarflokksins, 4 þingmenn Borgarahreyfingarinnar, allavega 3 þingmenn VG og um helmingur eða 8 þingmenn Sjálfstæðisflokks. Þannig má búast við að um 44 þingmenn vilji fara í viðræður, láta reyna á samninga og bera útkomuna undir þjóðaratkvæði.


mbl.is Þjóðin verður að ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjölfesta lýðræðis og réttlætis

1. Með því að kjósa Samfylkinguna eru aðildarviðræður að ESB á dagskrá. Þannig fá komandi kynslóðir tækifæri og sjálfstæði til fullrar þátttöku í samstarfi frændþjóða og lýðræðisríkja.

2. Með því að kjósa Samfylkinguna eru tvinnaðar saman á heilbrigðan hátt áherslur á frumkvæði og sköpun einstaklingsins og samfélagslega ábyrgð og réttlæti.

3. Með því að kjósa Samfylkinguna verður efld lýðræðisvitund í landinu og haldið vakandi kröfunni um nauðsynlegar úrbætur á stjórnarskrá.

4. Með því að kjósa Samfylkinguna verður losað um þau bönd sem að kvótakerfi til lands og sjávar halda frumatvinnugreinunum.

Rauðar rósir

EUflag

 


Gljúfrasteinn-Grótta á sumardaginn fyrsta

ATORKA -mannrækt & útivist skipuleggur í fjórða skipti  hjóla- og línuskautaferð frá Gljúfrasteini að Gróttu á sumardaginn fyrsta. Farið er eftir göngustígum meðfram ströndinni norðan megin og í gegnum Eliðaárdalinn og áfram með ströndinni sunnan megin.

 

Mæting er við Gljúfrastein upp úr kl. 9:30. Lagt er af stað kl. 10 að morgni úr Mosfellsdalnum. Leiðin er í heildina tæpir 40 kílómetrar. Gert er ráð fyrir að vera kl. 10:30 við Íþróttamiðstöðina að Varmá, kl. 11:00 við bensínstöð gegnt Gufunesbænum og 11:30 við rafstöðvarhúsið í Elliðaárdalnum. Hvílt er og borðað nesti í dalnum í hálftíma. Lagt af stað aftur kl. 12:00, komið í Nauthólsvík kl. 12:30 og komið út í Gróttu kl. 13:00. Endað er á að skoða vitann. Hægt er að vera með hluta leiðarinnar og bætast í hópinn á áðurnefndum stöðum.

 

Í Elliðaárdalnum verður ávarp frá Hagsmunasamtökum heimilana. Sumarið er komið, fuglarnir syngja, gróðurinn að lifna og við þurfum að hrista af okkur slen veturs og kreppumánuða. Það væri gaman að sjá sem flesta. Veðurspáin gerir ráð fyrir hlýju veðri, hugsanlega smá golu og skúrum. Ekkert sem að er ekki hægt að lifa við og klæða af sér.

Ekkert þátttökugjald, en hægt að kaupa orkudrykk og fleira í Elliðaárdalnum.

Atvinna, heimilin, Evrópa

Á tímabili leit ekki út fyrir að Evrópumálin yrðu áberandi í kosningabaráttunni. Félagi Bjarni Harðar pakkaði saman í sínum herbúðum. Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn höfðu ályktað gegn aðildarumsókn og reynt enn og aftur að gera þetta að hliðarmáli.

Eftir stóð hið hrópandi tómarúm um trúverðuga stefnu í peningamálum og við því er Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast með útspilinu um einhliða upptöku evru. Vinstri grænir virðast ætla að komast upp með að tefla fram sinni krónu og þjóðgarðasósialisma.

Margt bendir til að atvinnumálin, hagsmunir heimilanna og framtíðarstaða okkar innan Evrópu verði helstu kosningamálin.

 


mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarið er tíminn

Andstæðingar þess að leita samninga og bera afurðina undir þjóðina eru yfirleitt á því að það sé aldrei rétti tíminn til að hefja aðildarviðræður. Það er ekkert í samþykkt landsfundar VG sem útilokar aðildarviðræður. Þar er heldur ekkert minnst á tvöfalt þjóðaratkvæði.

Eðlilegt er að fylgja því sem Guðfríður Lilja hefur útskýrt prýðilega að þetta mál fari í dóm þjóðarinnar. VG sé lýðræðislegur flokkur þar sem að dugi að 15% þjóðar óski eftir atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál til að þau verði sett á vogarskálar. Tökum framtíðinni fagnandi.


mbl.is VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er CCP á leið úr landi?

eveFréttir af því að CCP og fleiri útflutningsfyrirtæki sem byggja á sköpun og hugviti íhugi að flytja úr landi er sérstakt áhyggjuefni. Að Ísland festist á komandi árum í frumatvinnugreinum sjávarútvegs og landbúnaðar, að viðbættum áliðnaði er afturhvarf um rúman áratug. Vinstri grænir segja; "Það eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu". Staðreyndin er sú að þetta er ekki fast í hendi og ef vel árar í heimsbúskapnum þá eyðum við líka miklu í ferðalög. Sjálfstæðismenn segja; "Byggjum upp álver í Helguvík og sköpum störf". Staðreyndin er sú að tími smáskammtalækninga er liðinn og ekkert vit í að setja fleiri álegg í hreiðrið meðan að álverð er jafn lágt og það er um þessar mundir.

Eini flokkurinn sem að hefur plan sem að dugar atvinnulífinu í landinu, ásamt því að tryggja gengisumhverfi heimilanna er Samfylkingin. Aðildarviðræður við ESB og upptaka evru er forgangsmál. Það skapar sjálfstæði og frelsi fyrir Íslendinga. Það væri líka svo gott fyrir hina taugaveikluðu þjóðarsál sem er svo undirlögð af öfgum og andstæðum. Þjóð sem einn daginn er full af sjálfsöryggi og ríkidæmi sem dugar til að kaupa upp heiminn og næsta orðin að smáríki á leið í þjóðagjaldþrot. Þjóð sem að einn daginn er hamingjusamasta og langlífasta þjóð í heimi og næsta er hún skráð með mestu neyslu þunglyndis- og taugalyfja í heiminum.

Það er eins og ein eldri kona sagði við mig í fyrradag, kankvís á svip og óttalaus gagnvart Evrópu; "Við hefðum svo gott af því að vera í meiri tengslum við eðlilegt fólk!".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband