Blóm vikunnar Einir

nullEinir er reyndar ekki blóm. Fræplöntum er skipt í berfrævinga, sem eru einkum barrtré og dulfrævinga sem einnig nefnast blómplöntur. Einir er eina barrtréð sem vex á Íslandi, en það er oftast sem runni, lágvaxinn og greinar skríða meðfram jörðu. Þar sem hin dæmigerðu grenitré sem nýtt eru til jólahalds voru ekki til hér á landi fyrr á tíð, voru heimagerð tré skreytt með eini og lyngi. Þar liggur merkingin í "göngum við í kring um einiberjarunn". Eitt slíkt gamalt heimagert tré er til á Stafafelli en þó var fyrir löngu hætt að skreyta það á gamla vísu, þegar ég er að alast upp. En það hefur verið í fullum skrúða í Gamla bænum á sínum tíma.

Þessi einiviður á myndinni var í Leiðartungum, Kollumúla þann 6. ágúst 2003 umlukin krækiberja- og bláberjalyngi. Hann er með mikla berköngla, sem eru kvenkyns, en karlkönglar eru minni. Einiberin eru mjög gott krydd á villibráð og lambakjöt. Þau þurfa þó að vera orðin þroskuð, en það er ekki fyrr en þau eru tveggja ára og bláleit á litinn. Þegar ég er með gönguhópa til fjalla þá er algengt að grillað sé síðasta kvöldið og kryddað með einiberjum, söxuðu birkilaufi og blóðbergi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

um   finn alveg ilminn

Hólmdís Hjartardóttir, 21.12.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vel við hæfi að hafa Eini í jólavikunni!

Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 09:58

3 identicon

En gaman væri að vita hvaðan nafnið kemur.Spyr ég vegna þess að ég hitti Walesbúa sem á dóttur sem ber nafnið Einir sama stafsetning og borið eins fram.

Margrét (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 20:29

4 Smámynd: Starri Heiðmarsson

Langar bara að benda á mikilvægi tíðar! Einir VAR eina barrtréð sem óx á Íslandi! Núorðið vaxa hér ýmsar tegundir bæði grenis og furu (þallar) og sömuleiðis lerki.

Starri Heiðmarsson, 21.12.2007 kl. 22:40

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Starri, meiningin í "vex" var að vísa til þeirra plantna sem fjölga sér og hafa útbreiðslu í flóru Íslands. Síðan er auðvitað nú orðið hundruðum tegunda sem hefur verið plantað. Sumar frjóvgast og fjölga sér, en aðrar ekki.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.12.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband