Kyrrðin í ferðalaginu

rólegur ferdamati
Líklegt er að margir upplifi tilveruna í öðru samhengi en fyrir ári síðan. Þó að kjörin séu þrengri og ýmislegt í minna magni en áður var, þá gæti hér einmitt verið gott tækifæri að breyta áherslum hversdagsleikans. Að beina athyglinni frá skortinum í veraldlegum og efnislegum lystisemdum að ilminum af birkinu og lynginu, söng fuglanna og lækjarniðnum, finna regndropana falla og sólina skína. Að vera og njóta tengsla við náttúruna á virkan hátt með öllum skilningarvitum. Verndun rolegur ferdamati2umhverfis og heilsuefling byggir á sameiginlegum þræði sem liggur í heilnæmi mannsins ganvart eigin tilvist og náttúrunni.
Vakning hefur orðið víða heim undir kjörorðinu Slow Travel eða rólegur ferðamáti. Hann felur það í sér að dvelja lengur á áhugaverðu svæði frekar en að krossa við alla áhugaverðu staðina í bílsætinu á hraðferð um landið. Stafafell í Lóni hefur verið skipulagt sem náttúrugarður (natural park) sem spannar um 400 rolegur ferdamati3ferkílómetra svæði og liggur frá fjöru til fjalla, um 40 kílómetra leið upp með Jökulsá í Lóni að vatnaskilum við Fljótsdal. Þetta er eitt af fáum svæðum landsins þar sem hægt er að skilja bílinn eftir við hringveginn og leggja af stað í viku ferðalag með nesti og nýja skó. Vera á hverjum degi að komast í kynni við ný ævintýralönd. Upplifa fjölbreytileika íslenskrar náttúru eins og hann verður hvað mestur.
Á síðustu árum hafa göngubrýr, skálar rolegur ferdamati4og tjaldstæði gert aðstöðu til gönguferða ákjósanlega. Þetta er svæði þar sem að er tiltölulega lítið af ferðamönnum. Víðáttan er það mikil að svæðið mun seint verða of fjölsótt. Helstu þjónustusvæði með skálagistingu og tjaldstæðum eru í byggð, Eskifelli og Kollumúla. Göngufólki er keyrt til fjalla eða sótt að morgni dags og á kvöldin. Daglegar ferðir eru í Austurskóga og farið af stað klukkan 11 að morgni. Áning með hádegishressingu er í "Friðrikslundi". En þar er grenjakofi Friðriks rolegur ferdamati5Jónssonar frá Hraunkoti en hann var sannkallað náttúrubarn. Var veiðimaður á hreindýr, nytjafugla s.s. endur og gæs, silung og ál, ásamt því að vera minka- og refaskytta. Í anda hans verður leitast við að efla tengslin við náttúruna og fjölbreytilegar afurðir hennar.
Á síðasta sumri hitti ég tvenn íslensk hjón sem dvöldu í sínum braggatjöldum í fjórar nætur á fjallatjaldstæði í Smiðjunesi Stafafelli. Þau gátu í eina fimm daga búið sér til ný ævintýri. Skoða sig um, ganga á tinda, vera í leti. rolegur ferdamati6Kynnast umhverfinu og nýta tækifærin. Þetta voru Íslendingar og kunnu svo sannarlega að ferðast og skapa eftirminnilega reisu á ódýran hátt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnlaugur,

skemmtilegar mýndir að austan! En hvernig væri orð rólyndisferð?

 Kv.

Bernd sem er Evrópabúi þó ekki nýbúi

bernd (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Myndirnar eru ekki endilega að austan en í anda SLOW TRAVEL, sem það má þýða sem hægfara, rólyndisferð eða að vísa til kyrrðar. Eins og við ræddum þá er erfitt að ná akkúrat sömu stemmingu. Fast food - slow food. Við gætum ekki talað um skyndifæðu og hægfæðu? Aðalmálið er að losna út úr spennunni sem einkennir okkar tíma og gefa sér tíma til að næra sig á margvíslegan máta. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.5.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband