Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Is Bill helping Hill?

FílaAsnaÁ morgun er "super tuesday". Kannanir benda til að McCain sé nokkuð öruggur að verða forsetaefni republikana. Hver og einn getur metið hvort hann sé sigurstranglegur gegn þeim krafti sem að er í herbúðum demókrata þessa dagana. Spennan er mikil í baráttu H. Clinton og B. Obama. Það hefur verið jafn og mikill stígandi í fylgi Obama og þó að Clinton hafi fleiri kjörmenn heldur en Obama og að hún virðist enn hafa naumt forskot, þá getur allt gerst. Hann er tákn nýrra tíma og það mun skila honum langt.

Síðustu dagana hef ég verið að velta því fyrir mér hvort að virk þátttaka Bill Clinton í málefnaumræðu á kosningafundum muni spilla fyrir henni, frekar en að styrkja stöðu hennar. Trúi því að Bandaríkjamenn séu tilbúnir í að stíga það skref að velja konu sem forseta. Almenningur virðist hafa meiri trú á henni til að kljást við erfiðleika í efnahagsmálum heldur en Obama. Hinsvegar er sterk krafa um breytingar í loftinu og eftir því sem Bill er meira áberandi við hljóðnemann, þá upplifir fólk að það sé að kjósa hann í þriðja sinn og það er bara ekki nógu fersk vara til að seljast.


Stækkandi Samfylking

SamfóTvær skoðanakannanir um fylgi flokka voru birtar í vikunni. Könnun Fréttablaðsins sýndi ómarktækan mun á fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Capacent Gallup könnun sýndi Sjálfstæðisflokk töluvert stærri en Samfylkingu þó hún hafi bætt fylgið lítillega frá kosningum.

Staksteinar tóku þeim tíðindum illa að Samfylking væri á slíkri uppsveiflu eins og fyrri könnunin sýndi. Þar var Þorgerður Katrín gerð ábyrg fyrir því að gefa flokknum líf með ríkisstjórnarsamstarfi. Spurt er hvernig hún myndi bregðast við ef Samfylkingin verður stærri en Sjálfstæðisflokkur.

Þegar seinni könnunin kom fram, þá má telja líklegt að örlítil ró hafi færst yfir sali í Valhöll. Þetta gæti þó verið tímabundið logn. Ég hef þá trú að það séu ákveðnir kraftar í gangi í samfélaginu sem að eru frekar að styrkja vinstra fylgi og jafnaðarmenn. Endurreisa þarf innviðina eftir tímabil þenslu og gróðahyggju.

Flestir telja að tími Framsóknarflokksins sé liðin og það sem eftir lifir af honum einkennist af sundurlyndi og deilum. Vinstri grænir eru ekki búnir að hreinsa af sér ímyndina um að þeir séu óstjárntækir og finnst að óherslur þeirra séu á einhvern hátt utan og ofan við þau mál sem brenna á almenningi. Held að fáir vilji sjá frekari vöxt frjálslyndra eða annarra smáflokka sem rekið geta fleyg í lýðræðið.

Hef bent á það áður að það er óvenjulegt að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn fari stækkandi. Skaði Sjálfstæðisfloks af framgöngu í borgarmálum mun hafa áhrif á heildarfylgið. Það eru stóru nýju tíðindin að Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur gott heilbrigðisvottorð þessa dagana. Tilbúin að vinna klisjulaust að hagsmunum þjóðarinnar. 


Sakna selhreifa en hákarl er óætur

Á þessum tíma árs hámar landinn í sig úldin eða misjafnlega geðfelldan mat. Líkt og við skötuátið á Þorláksmessu telst það til hetjudáðar að koma ofan í sig vel rotnuðum líkamsleifum hákarls. Það hlítur að vera eitthvað að skynfærum fólks sem finnst hákarl eða skata vera góður matur. Innarlega á tungunni nemum við beiskt bragð og líka einkenni úldinnna eða eitraðra matvælia. Flestum er það eiginlegt að snúa af leið þegar slíkur matur er kominn innarlega í munnholið og skirpa leifunum út úr sér.

000097dtEn á Íslandi er sá siður að bíta á jaxlinn og rembast við að koma þessu ofan í sig og verða meiri maður á eftir. En í raun er þetta jafn vitlaust og að halda hendinni á heitri eldavélarhellunni eða að leika sér að því að snerta strenginn á rafmagnsgirðingu. Einhver þrá eftir kvalalosta. Það er nú þó hitt og þetta sem mér þykir ágætt af þorramat og í heildina er þetta hinn besti siður. Til dæmis næ ég að upplifa kikkið úr því að fá skot af ísköldu brenivíni. Finna uppvakningu og upptendrun alls búksins, þegar óþverrinn hríslast um mann. Fékk meðfylgjandi mynd lánaða af vefnum.

En eitt er það sem ég sakna sérstaklega úr hinu dýrslega hlaðborði. Það eru súrsaðir selhreifar. Þeir eru sérstakt lostæti. Ólst upp við að drjúgan hluta úr árinu væri til tunna af því góðmeti. Þar var langbestur dindillinn af selnum. Hann er svo feitur og góður súrsaður. Skítt með staðsetninguna og hlutverk hans á skepnunni. Svo minna hreyfarnir á hendur og putta. Þessu smjattaði maður á sem barn líkt og ungviðið nú á kjúklingaleggjum og brauðstöngum. 

Annaðkvöld stendur til að fara með og hitta á vinafólk í Hlégarði. Þar verður haldið Þorrablót dalbúa. Fyrir utan að treysta á að þar verði skemmtilegt samsafn af frumlegu og furðulegu fólki að þá má gera ráð fyrir að í kjölfarið verði þriggja til fjögurra skyrtna ball. Því þar verða Sigtryggur Bogomil Font ásamt Flís.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband