Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
31.1.2009 | 10:22
Skynvilla og hrun
Stærsta meinsemd Sjálfstæðisflokks er að geta aldrei sýnt auðmýkt og vilja til að hlusta á fólk. Að láta allt sitt starf ganga út á að upphefja mikilfengleika flokksins. Þessir eiginleikar eru helstu ástæður lítillar lýðræðishefðar í landinu. Nú er að ljúka 18 ára setu flokksins og ekki er farið frá björgulegu búi.
Flokkurinn sem ætíð var sagður kjölfestan í efnahagsmálum skilur eftir sig hrun. Hin blinda flokkshollusta gat ekki tekið á smákóngaveldinu og spillingunni sem fann hentug vaxtarskilyrði undir væng íhaldsins. Ráðuneytisstjórar, sýslumenn, dómarar, forstöðumenn stofnana og fleiri hafa iðulega fengið embættin út á flokksskírteinin.
Rakst á nokkra gullmola við lestur Fréttablaðsins áðan;
"Flokkurinn er búinn að vera við völd í átján ár og Ísland er hrunið". Gunnar Helgi Kristinsson
"Ég minnist þess ekki að skynvillan sem Sjálfstæðismenn kalla pólitík hafi nokkurn tímann verið dregin eins skýrum dráttum". Davíð Þór Jónsson
"Aldrei aftur eins flokks land". Hallgrímur Helgason
Geir: Stjórnuðust af hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2009 kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.1.2009 | 00:43
Þjóðremba er ekki vinstrimennska
Við þurfum menn eins og Barack Obama sem að hugsa í hnattrænum lausnum, að fá stjórnmálamenn sem tala í gildum og raunverulegum verðmætum, tala fyrir nauðsynlegri endurskoðun á lífstíl mannsins bæði út frá persónulegri velferð og umhverfi, lífríki og auðlindum.
Tölum fyrir stórefldu samstarfi Norðurlanda, sem finnur sér farveg innan Evrópu. Við erum ekki eyland!
Nær Evrópu með Vinstri grænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 11:12
Kosningadagurinn
Það er nok skondið að það verði að meginmáli að kjósa sem fyrst. Sigurður Hreinn efast um að krafa VG um að flýta kosningum sé sett fram af tærri lýðræðisást. Hann telur að það sé gert til að hindra ný framboð í að kynna sig og undirbúa. Þar skiptir líka máli að þeir hafa mælst háir í skoðanakönnunum og líklegt er að slíkt dragi úr líkum á að Sjálfstæðisflokkurinn verði búin að fara í gegnum allsherjar hundahreinsun eins og Framsóknarflokkurinn.
Almennt tel ég að það sé best til lengdar fyrir lýðræðið að hafa andrými og að kjósa um miðjan maí mánuð. Fram að þeim tíma þurfa Vinstri grænir og Samfylkingin að opna sína flokka fyrir kröfum fólks um lýðræðislegar áherslur en ekki setja stein í götu þeirrar viðleitni. Við þurfum ekki fleiri flokka, en þeir þurfa að vera síkvikt afl nýjunga og góðra hugmynda. Það væru mikil mistök að kljúfa félagshyggjufólk enn á ný í fleiri einingar.
Helsta afurð þess væri að Sjálfstæðisflokkur héldi stöðu sinni sem stærsti flokkurinn, einungis með um 25%. Þeim væri falin stjórnarmyndun og tækist líkt og áður að púsla saman í stjórnarmeirihluta. Stærsta verkefnið er að tryggja að sá flokkur fái hvíldina og að mögulegt reynist að vinna að nauðsynlegri tiltekt í stjórnsýslu og fjármálakerfi landsins.
Fundað um stjórnarmyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 17:13
Minn tími er kominn!
Það er margt sem bendir til að tími Jóhönnu Sigurðardóttur sé kominn. Hún sagði þessi orð eftir að hafa tapað í formannskosningu Alþýðuflokks. Fór síðan fram undir merkjum Þjóðvaka sem setti á oddinn kröfuna um lýðræðisleg vinnubrögð og samvinnu félagshyggjufólks. Hún setti árið 1996 fram hugmyndir um stjórnlagaþing til að breyta kjördæmaskipan og stjórnarskrá.
Svipaðar áherslur eru æskilegar enn í dag og eru endurómaðar í mótmælum og kröfum fólks síðustu vikur. Ef verður af samstarfi VG og Samfó þá vona ég að þar verði ekki tjaldað til einnar nætur. Að þó að mistekist hafi að ná öllu Alþýðubandalaginu inn í Samfylkinguna að þá verði það regla héðan í frá að ef flokkarnir fá góða kosningu þá sé sjálfgefið að þeir leiti samstarfs.
Sem þriðji maður á lista Þjóðvaka á Austurlandi fyrir kosningarnar 1995 þá geri ég ráð fyrir að nú sé líka minn tími kominn, loksins. Þessi tilraun í átt að pólitískum metorðum hefur ekki skilað miklum bitlingum, stöðuveitingum eða öðrum hlunnindum. En nú er verið að raða á básana og trúi ég varla öðru en að mér verði tryggð störf í ráðum og nefndum. Er ekki eitthvað að losna í Seðlabankanum?
Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 21:29
Spegill forsetans
Það er frábært hjá forsetanum að miðla óskum fólksins í landinu til forystumanna flokka og styðja með öllum ráðum þá viðleitni að byltingin leiði til þess að við endurskipuleggjum grunnþætti lýðræðisins þannig að þræðir valdastofnana liggi að og frá grasrótinni.
Réttast væri að mynda utanþingstjórn eða þjóðstjórn án forsætisráðherra, en forsetinn stígi fram sem verkstjóri slíkrar stjórnar sem hefði tvö hlutverk. Að skilgreina neyðaraðgerðir í efnahagsmálum og endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Stórkostlegur misskilningur forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.1.2009 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2009 | 11:19
Að friða snjó
Ég hef aldrei skilið útfærslur og verndarhugsun Vatnajökulsþjóðgarðs. Megináhersla er á hversu svæðið sé stórt. Við stofnun var stemming samfélagsins sú að allt íslenskt væri mest og best. Við urðum að geta flaggað því að hér væri stærsti þjóðgarður í Evrópu.
Ábending Helga Hallgrímssonar um meginþunga á ferðamennsku en ekki náttúruvernd er bæði þörf og brýn. Áherslur hafa verið á ferðamennsku og gildi þjóðgarðs sem aðdráttarafls í markaðssetningu. Úttekt á mikilvægi og sérkennum svæða með tilliti til náttúruverndar hefur verið aukaatriði.
Sagt er að þetta sé allt jafnáhugavert. Ferðaþjónustuaðilar frá Ásbyrgi, út á Seyðisfjörð og að Kirkjubæjarklaustri eiga bara að mæra eitthvert samsafn af snjó, Vatnajökul, daginn inn og út. Þeir séu hluti af einhverju neti og þar með þjóðgarðinum mikla.
Áherslan á ferðaþjónustuna undir merkjum Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið kynnt þannig að í hinum nýstofnaða garði muni heimamenn hafa miklu meiri áhrif, en áður hefur þekkst. En í raun verður það þannig að áherslur á inntak náttúruverndar veikist og breytist í froðusnakk.
Þannig mun hugtakið Vatnajökulsþjóðgarður ekki hafa neina merkingu út frá náttúrufarslegum forsendum nema þá að upp á hásléttunni hefur safnast snjór og út frá jöklinum renna ár með vatnasvið til allra átta. Þjóðgarðurinn er illa afmarkaður landfræðilega.
Fyrir rúmum þrjátíu árum gengust landeigendur Stafafells í Lóni inn á að friðlýsa hluta jarðarinnar sem að síðan var farið að kalla Lónsöræfi. Það hugtak varð að mörgu leyti ofnotað og merkingarlaust líkt og ég trúi að verði með Vatnajökulsþjóðgarð.
Stundum hefur hugtakið Lónsöræfi verið notað yfir allt svæðið sem gengið er á leið úr Snæfelli eða sveitina alla milli Eystra- og Vestra-Horns. Þetta hefur stuðlað að því að gömul örnefni sem notuð hafa verið í árhundruð víkja eins og Stafafell, Kollumúli og Eskifell.
Í Austur-Skaftafellssýslu eru það "fjögur fell" sem ættu að veljast út sem verndar- og útivistarsvæði. Þau eru Skaftafell, Kálfafell, Hoffell og Stafafell. Í þeim tilfellum sem ríkið er ekki eigandi lands þarf að semja við landeigendur um að taka að sér náttúruvernd.
Stafafell í Lóni er sögulega, landfræðilega og útivistarlega vel afmörkuð eining. Vatnaskil og jökulár mynda heild sem að hefur meira náttúruverndargildi heldur en flest önnur. Þessi sérstaða hefur glatast í Vatnajökulsumræðunni.
Náttúrufræðingar, sögumenn og útivistarfólk ég treysti á ykkar liðsinni að draga fram þessa sérstöðu svo við þurfum ekki að eyða orku í merkingarlaust ferðalag sem drifið var af stað vegna samviskubits stjórnvalda í stóriðjumálum.
Ótakmarkað aðgengi varhugavert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2009 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
24.1.2009 | 22:47
Okkar beina Eurovision lýðræði
Undankeppni Eurovision er eini milliliðalausi farvegur lýðræðis sem alþýðunni er boðið upp á. Þjóðin er beðin um að kjósa milli fjögurra lítt spennandi laga, sem að eiga svo að fara í úrslit og þar verður þjóðinni aftur boðið upp á að kjósa sitt framlag. Þetta mikla valfrelsi og kosningagleði um eitt skollans lag verður nokkuð afkáralegt í framhaldi af hinni miklu kröfu um að valdið verði fært til fólks og þjóðar. Þetta er álíka taktlaust og að við upphaf þings eftir allt og allt sem brann á landsmönnum væri dekurmál stuttbuxnadeildar íhaldsins um heimild til sölu áfengis í matvörubúðum eitt fyrsta mál á dagskrá.
Gætum við ekki bara fengið einhverja poppfræðinga til að velja lagið sem að fer út og við notum þetta fullkomna kosningakerfi til að kjósa nýja menn í hinar ýmsu stöður þar sem þarf að skipta út fólki? Mínir fulltrúar í forkeppni væru Þorvaldur Gylfason í Seðlabankann og Vilhjálmur Bjarnason í Fjármálaeftirlitið. En Spaugstofan var alveg stórkostleg og á mikið hrós skilið fyrir sérlega skemmtilegan þátt. Eva María er best í einlægum viðtalsþáttum, sjarmerandi og manneskjuleg, en ómöguleg sem útvarpsþulur. Ragnhildur Steinunn hefði dugað ein sem fínn töffari fyrir Eurovisionþátt. Það er alltof mikið að hafa þær tvær þarna að leika hressar dúkkulísur. Svo er þetta líka óþarflega mikið áreiti að þurfa að horfa á alla þessa fótleggi ! (sjá fyrri færslu mína um skylt efni)
Sjónvarp | Breytt 25.1.2009 kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.1.2009 | 01:02
Meinsemd
Forystumenn stjórnarflokkana glíma báðir við veikindi ofan á alla aðra óvissu. Það er merkilegt að sjá hversu dýrslega eiginleika sumir forvígismenn mótmæla hafa sýnt í umfjöllun sinni um veikindin. Fjölmörg dæmi eru úr sögunni um að blind samsömun við hópsálina hefur gefið af sér hina óæðri eiginleika mannsins. Þegar stríðsmaskínan er komin í gang er ekki svigrúm fyrir samúð. Þegar að menn eru hættir að heyra og sjá. Ég var fyrir miklum vonbrigðum með viðbrögð Harðar Torfasonar yfir veikindum Geirs H Haarde og einnig skrifum Heiðu B Heiðars og fleiri vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar.
Þetta skrifa ég þó hugur minn vilji miklar breytingar og lýðræði. Hreinsa burt alla smákónga og spillingu sem að flokksappiröt hafa komið fyrir í efnahagslífi og stjórnsýslu. Þó Hannes Hólmsteinn skrifi í Fréttablað dagsins úr fílabeinsturni með því að gera lítið úr þunga mótmælana og óánægju almennings, þá er þar einn punktur sem ég er honum sammála um. Það er aðdáun á því hvernig pólitískir andstæðingar í Bandaríkjunum sína hver öðrum virðingu. Þannig faðmaði Obama hinn nýi forseti Bush að sér eftir innsetningu í vikunni. Þetta er þroskamerki lýðræðis.
Því miður fyrir Steingrím J Sigfússon þá held ég að hann verði ekki annað og meira en fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Maður sem samþykkti og studdi eftirlaunafrumvarp, ásamt því að styðja kvótakerfið með ráðum og dáð. Það er því mikilvægt að endurnýjun eigi sér stað í forystu VG eins og verður trúlega hjá flestum öðrum. Vert er að hafa í huga að sterkasta krafan er að láta af flokksveldi og innleiða lýðræði. Þó framkvæmdastjóri VG væri á hliðarlínunni við aðgerðir við Ráðherrabústaðinn og þó að þingkonur VG hafi ákveðið að stilla sér upp með fólki sem sótti að lögreglunni við þingsetningu Alþingis, þá hefur sá flokkur ekki sáð í þannig akur að hann sé verðugur að njóta ríkulegrar uppskeru.
Um þessar mundir treysti ég engum flokki til að leiða landstjórnina og styð hugmyndir Njarðar P Njarðvík, Ólínu Þorvarðar og fleiri undir merkjunum "Nýtt lýðveldi". Við verðum að hafa öfluga stjórn embættismanna næstu mánuðina fram að kosningum og vera þá búin að endurskoða allar okkar lýðræðislegu leikreglur.
Landsfundur VG í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.1.2009 | 01:20
Í vikulokin
Sagt er að þeir séu með mestan siðferðisþroska sem hugsa út frá velferð jarðar og mannkyns. Síðan sorterist menn niður á smækkandi einingar í sinni hagsmunagæslu. Trúarbrögð, þjóðir, sveitir, fótboltaklúbbar, ætt, fjölskylda. Þeir sem að eru sjálflægir og að nokkru frumstæðir, hugsa um að hlaða sem mestu undir sína hagsmuni og sitt fólk. Græðgisvæðingin innleiddi slíka einstaklingshyggju og sjálfselsku hér á landi. Hver næstur sjálfum sér.
Heimsbyggðin bindur miklar vonir við nýjan forseta Bandaríkjanna. Hann er maður sem að stendur ofar kynþáttahyggju og uppfyllir væntingar okkar um að til séu stjórnmálamenn sem að munu taka á hinu stóra samhengi. Endurskoðun á lífstíl mannsins sem er í takt við auðlindir heimsins, jöfnuð og velsæld. Þar er grundvallarbreyting frá framgöngu fyrrverandi forseta, sem virtist einkum vera í því að afla sér óvina á alþjóðavettvangi og var vanhæfur til að taka heildstætt á innanlandsvanda.
Á Íslandi ríkir nú glundroði og ráðleysi. Mikilvægt er að koma þeim öflum frá landstjórninni sem alið hafa af sér sérgæsku og spillingu í stjórnsýslu og fjármálalífi. Mótmælendur hafa þá trú að einhver vatnaskil verði ef að þessari ríkisstjórn verður komið frá völdum. Heilbrigt lýðræði byggir þó ekki á því að velta einhverjum úr sessi. Í þeim skilningi eiga "mótmælin" aldrei að hætta. Flokksræði og fulltrúalýðræði hafa reynst gölluð form, sem uppfylla ekki væntingar einstaklinga um að vera gerendur í eigin tilvist.
Hin íslenska þjóðarsál þarf samhug og sátt með einhverjum hætti. Hagsmunirnir eru stærri en svo að lausnin felist í því að kjósa nýja stjórnmálamenn til Alþingis. Margar góðar hugmyndir hafa komið fram um breytingar á okkar lýðræði. Ef mótmæli almennings gefa af sér heilbrigðari stjórnsýslu og traustari innviði, þá verður litið til þeirra sem merkilegra og árangursríkra aðgerða sem hafi haft jákvæð áhrif á þróun samfélagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2009 | 08:59
"Þjóðin" beitir ofbeldi, slasar og eyðileggur
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)