Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
4.5.2009 | 10:15
Eðalkrati gætir hagsmuna fármálastofnana
Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein í helgarblað þar sem að hann vegur á drambkenndan hátt að hugmyndum, persónu og starfsheiðri talsmanns neytenda. Þessi fyrrverandi forystumaður í flokki alþýðunnar virðist ekki hafa skynbragð á það hvað brennur á skinni fólksins í landinu. Verðtrygging og gengisbreytingar hafa valdið miklum hækkunum á höfuðstól lána og afborgunum.
Með framgöngu sinni gerir formaðurinn og ráðherrann fyrrverandi lítið úr þeim sem eru á móti því að hækkun á kaffi frá Brasilíu eða ævintýramennska íslenskra fjárfesta erlendis verði til þess að rýra eignarhluta fólks í íbúðarhúsnæði. Hann reifar ekkert vandann eða úrlausnir hans. Hann telur sig ómerkja hugmyndir talsmannsins með því að tengja hann við Framsóknarflokkinn.
En ég er jafnaðarmaður og vil sjá leiðréttingu á húsnæðislánum þannig að hinar miklu eignaskerðingar sem tengjast hruninu gangi ekki í gegn. Íbúðarhúsnæði er það sem fólk hefur lagt harðast að sér við að eignast og tengir við sjálfstæði sitt sem fjölskyldu. Höldum þessari einingu í eðlilegu fjárhagslegu umhverfi og tryggjum að sem flestir komist út úr vanda með sjálfsvirðingu.
Benedikt Sigurðarson skrifar ágæta grein um þetta í Fréttablaðið í dag. Hann titlar sig þar sem "frjálslyndan jafnaðarmann", formaður Hagsmunasamtaka heimilanna er jafnaðarmaður og sveitungi minn hér í Mosfellsbænum. Þannig að ég ráðlegg Sighvati að sortera ekki meiningar í þessu máli eftir flokksklíkum.
Trúlega er formaðurinn fyrrvernadi af kynslóð þar sem lánin gufuðu upp á báli verðbólgu og hann hefur líkt og stór hluti verkalýðshreyfingarinnar meiri áhuga á að tryggja stöðu lífeyrissjóðana heldur en grundvöll heimilisbókhaldsins hjá fjölskyldunum í landinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.5.2009 | 00:14
Kemur þú Evrópa?
Nú reynir á hvort stefnt er á að vera í siðaðra manna samfélagi með frændþjóðum og öðrum lýðræðisríkjum Evrópu. Flestir eru til í slaginn ef samningar nást um varanleg ákvæði í sjávarútvegsmálum. Sumir íslenskir beturvitrungar segja það mögulegt og aðrir segja það ekki mögulegt, sumir fulltrúar ESB segja að hægt sé að taka tillit til sérstöðu Íslands aðrir segja að sjávarútvegurinn verði að fylgja með í fiskveiðistefnu sambandsins.
Úr þessu verður ekki skorið nema með aðildarviðræðum!!! Látum ekki hræða okkur frá lýðræðislegu uppgjöri í þessu máli. Hjörleifur Guttormsson og Jón Baldvin Hannibalsson áttu báðir ágætar greinar í helgarblöðunum. Báðar byggðar á þekkingu og yfirsýn. En á endanum snýst málið fyrst og fremst um að gera upp við sig hverjum við viljum tilheyra. Þar erum við landfræðilega og menningarlega í mestum tengslum við frændþjóðir og önnur lýðræðisríki í álfunni.
Valdið er lagskipt. Við höfum sveitarstjórnina, landstjórnina, Norðurlandaráð og Sameinuðu Þjóðirnar, en vantar að vera fullgild í ákvarðanatöku um sameiginleg málefni álfunnar. Slíkt eykur sóknarfæri og sjálfstæði okkar sem þjóðar.
Ný ríkisstjórn um næstu helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2009 | 00:42
Handboltinn og hesturinn
Ég fór í útreiðatúr upp í Mosfellsdal með vinafólki í fagurri kvöldsól. Sonur sæll bað um far á leikinn. Hann var í stuðningmannaliðinu Rothoggið sem studdi hraustlega við bakið á liðinu. Um 200 manns klæddir rauðu voru berjandi potta, sveiflandi treflum í miðhluta stúkunnar.
Stemmingin var líka góð í Mosfellsdalnum. Mikið af fólki í útreiðum en þó var ekkert sem truflaði kvöldkyrrð og fagurt sólarlag. Fór á tveimur fimm vetra trippum, Sælu og Vilja, sem eru að verða fulltaminn eftir veturinn upp undir Laxnes og hring i dalnum.
Kom heim um miðnættið og skömmu síðar mætir "rotarinn" ánægður með árangurinn. Smellti einni mynd af karlinum. Þar sem að hann var mættur í rauða jakkanum og búin að rústa pottinum í látunum. Það bíður morguns að vita hvort það vekur lukku hjá móðurinni.
Strákurinn er í frjálsum og er mikill áhugamaður um bretti. Nú er klukkan nýorðin miðnætti og þá er komin maí. Kennslan búin hjá mér og prófin fram undan. Í þessum mánuði verður hann sextán ára. Þá eru menn orðnir alvöru .... !
Hin myndin er af gaurnum þ.s. hann er í brettagallanum nýkomin úr skiðareisu frá Akureyri nú rétt fyrir páskana. Ánægður með þennan strák og ég vona að þeir fjölmenni í Garðabæinn.
Afturelding burstaði Stjörnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |