12.3.2009 | 17:48
Viltu hringja í mig?
Netkosning í prófkjöri Samfylkingarinnar byrjaði á miðnætti og líkur kosningu á laugardag. Flokksfélagar og stuðningsmenn verða fyrir miklu áreiti. SMS sendingar, tölvupóstar og hringingar frambjóðenda. Ákveðið var að hafa auglýsingabann, fundi með frambjóðendum og miðlæga dreifingu kynnigarefnis. Þátttaka í þessu prófkjöri hefur verið mjög ánægjuleg. Það er gaman að sjá hópinn slípast til og kynna sig með sterkari hætti með hverjum fundi.
En ég fer eftir mottóinu "komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig". Af þeim sökum fer ég ekki fram með persónulegar hringingar eða smölun. Hinsvegar er öllum velkomið að hafa samband við mig. Ég hef haft mjög gaman af að ræða við fólk á fundunum. En persónulega vildi ég ekki vera í sporum skráðra félaga í flokknum og fá hringingar frá fimmtán frambjóðendum á nokkrum dögum. Enda skilst mér að kvörtunum rigni yfir flokksskrifstofuna.
En ég er til staðar og oftast viðræðugóður, finnst jafn mikilvægt að heyra skoðanir annarra eins og að eiga möguleika á að tjá mínar, síminn er 699-6684.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009 | 12:58
Lausnir strax
Myntkörfulán ---> Nýjan gjaldmiðil. -Skoða einhliða upptöku evru samhliða ósk um aðildarviðræður við bandalag lýðræðisríkja í Evrópu.
Verðtryggð húsnæðislán ---> Afnema verðtryggingu frá 01.08.08 -Stöndum vörð um mikilvægustu veraldlegu verðmætin og dýmætustu svitadropa fólksins í landinu, látum húseignir ekki fuðra upp á báli verðtryggingar.
Almenningur er ekki að biðja um hjálp, hann vill sanngirni og réttlæti í fjarhagslegt umhverfi heimilana.
Fjölmargir standa vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 09:10
Forsetaframboð?
Engu er líkara en frambjóðandinn á þessu myndbandi sé að bjóða sig fram í forsetakosningum. Hann er svo settlegur og formlegur. Þetta var tekið niður á Skjá einum. Eftir að hafa farið í förðun fékk hver og einn tvær og hálfa mínútu fyrir framan myndavél. Eitt rennsli, ekkert klippt til. Finnst fátt mikilvægra en að Samfylkingin bjóði upp á frjóa og málefanalega umræðu. Verði öflugasti vettvangur lýðræðis í landinu. Því hafði ég áform um að þetta innlegg væri fullt af málefnum, inntaki og ríkulegum boðskap, en þá sagði leikstýran "þú hefur svo falleg augu og sjarmerandi bros, notaðu það!". Svona eru prófkjör.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 00:18
Ég er og vil
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2009 | 08:28
Óréttlætið liggur í verðtryggingunni
Það hefur löngum verið siður Framsóknar að kaupa sér fylgi. Málefnin lenda þá ekki í forgrunni heldur að lofa fólki því að tryggja því pening. Stjórnmálaflokkur sem vill setja plástra á neysluhyggjuna. Tillaga um flata "niðurfærslu allra skulda" hljómar gott slagorð en er óábyrg stefna á tímum þar sem rætt er um hvort íslenskur efnahagur sé nélægt þjóðargjaldþroti.
Þeir sem að eru með mikil neyslulán þurfa að hagræða. Selja eitthvað af því sem keypt var í góðærinu. Sitthvað af slíku góssi er nú aftur selt úr landi. Brýnast er að vernda heimilin og tryggja að eignarhlutur fólks í húsnæði brenni ekki upp á báli verðtryggingar. Þar liggja dýrmætustu svitadroparnir.
Afnema þarf hækkanir verðtryggingar á húsnæðislánum frá því fyrir hrun. Lífeyrissjóðir þurfa líkt og lántakendur að taka á sig hluta af áhættu vegna vísitölubreytinga. Sparifjáreigendur, sem að var tryggður óskertur hlutur út úr hruninu, verða að sætta sig við að fjármagnstekjur verði skattlagðar til jafns við launatekjur.
Ríkið á ekki að afskrifa skuldir fólks sem getur borgað eða voru tilkomnar af ofneyslu góðæris. Því er greiðsluaðlögun, vaxtabætur og afskrift verðtryggingar besta lausnin. Leið jöfnuðar og réttlætis.
Lífeyrissjóðir ekki stikkfrí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
9.3.2009 | 18:24
Ekki hanna atburðarás!
Finnst að þetta eigi ekki að verða með þessum hætti. Össur hefur ekkert meira um það að segja en hver annar í flokknum, hver á að vera næsti formaður Samfylkingarinnar. Össur kom Ingibjörgu Sólrúnu í vandræði á sínum tíma með fljótfærnislegum yfirlýsingum um þátttöku hennar í starfi Samfylkingarinnar. Það varð til þess að hún þurfti að gefa eftir borgarstjórastólinn. Síðan vildi hann nýta vinsældir hennar með því að tilnefna hana sem forsætisráðherraefni, en kannaðist svo ekkert við forustuhlutverk hennar í yfirlýsingum daginn eftir. Fór svo í framboð gegn konunni sem hann hafði áður lýst sem hinum útvalda foringja.
Þó að ég hafi nýlega í mótmælum á Austurvelli gengið fram undir spjaldi sem á var ritað "Áfram Jóhanna", þá vil ég nú sjá algjöra endurnýjun og ferskleika í forustunni. Veit vel að Dagur B. Eggertsson hefur fengið mikla hvatningu í að gefa kost á sér til formanns. Það liggur fyrir að Jóhanna segist ekki ætla að gefa kost á sér í það embætti. Sú ákvörðun er skiljanleg. Höfum hreinar línur. Það leggst illa í mig að það séu örfáir einstaklingar að hanna einhverja atburðarás. Sporin hræða varðandi hugsanlegt hlutverk Össurar Skarphéðinssonar í þeim hrókeringum. Engin þörf er á að einhver taki að sér að vera yfirsiðameistari flokksins.
Dagur taktu slaginn og skelltu þér til sunds. Lýstu yfir framboði áður en vatnið verður gruggugt.
Össur biðlar til Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2009 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2009 | 19:35
Bestu þakkir og óskir
Manneskjan sem sýndi að félaghyggjuöflin geta sigrað í kosningum, aftur og aftur, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá starfi í stjórnmálum. Hún hlýtur líka að hafa verið góð fyrirmynd fyrir konur. Að þær geti gegnt forystu og sigrað. Sama hversu margir nýir foringjar voru kallaðir til í liði mótherjanna, þeir höfðu ætíð of stutt sverð. Enginn sigraði snerpu og rökvísi hennar í sjónvarpskappræðum. Snerpuna sem hún finnur nú að er horfinn. Tankurinn sem var ætíð fullur af baráttuþreki er nú tómur.
Formannskjör er nú verkefni landsfundar. Ég hvet Dag B. Eggertsson að gefa kost á sér. Hann er ferskur og hugmyndaríkur, glaðbeittur og drenglyndur. Vissulega eru það sérstæðar aðstæður að hann sé ekki í prófkjörsslagnum í Reykjavík. Hann hefur sjálfsagt ætlað að landa fyrst afgerandi sigri í borginni. Hinsvegar teldi ég eðlilegt við þessar breyttu aðstæður að honum sé opnuð leið inn til að vera á lista flokksins. Hugsanlega getur kjörstjórn og frambjóðendur í prófkjörinu fundið ásættanlegar leiðir.
Þó Jóhanna Sigurðardóttir sé vinsæl og njóti mikils trausts, þá hefur hún lýst því að hún hafi ráðgert að hætta í stjórnmálum eftir þetta þing. Þó ekki væri nema vegna aldurs er ákvörðun hennar skiljanleg um að gefa ekki kost á sér til formennsku. Engar forsendur eru til staðar að fara að beita hana þrýstingi til að breyta þeirri ákvörðun. Flokkurinn býr yfir miklu mannavali og þar er Dagur fremstur meðal jafningja.
Þakklæti og góðar óskir um bata til Ingibjargar.
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.3.2009 | 21:24
Borgó sigrar
Það var gaman að sjá hina miklu sómapilta úr Borgarholtsskóla ná að sigra Menntaskólann í Kópavogi. Óska þeim til hamingju. Skólinn virðist endurtekið síðustu ár vera með í toppbaráttunni. Sigur náðist gegn MA í undanúrslitum árið 2005. Í keppninni í kvöld var mikil spenna eins og oft á lokasprettinum.
7.3.2009 | 15:18
68,2 % stuðningur við Ingibjörgu
Það er eðlilegt að stuðningur við formann sé eingöngu mældur meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Þar fær Ingibjörg stuðning tæplega sjötíu prósent kjósenda. Það er fyllilega ásættanlegt fyrir hana í ljósi óvinsælda með fyrri ríkisstjórn og vegna mótframboðs til formanns.
Eins og ég hef áður skrifað þá væri hyggilegt fyrir Jón Baldvin að draga til baka framboð sitt til formanns svo hefndin verði ekki bæði óverðug útkoma í því kjöri og valinu á lista í Reykjavík. Jón væri sem þingmaður með yfirburðaþekkingu á Evrópumálumi.
Tæp 46% vilja hvorugan frambjóðandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2009 | 08:41
Kærleikar í Hafnarfirði
Í gærkvöldi var opið hús í Hafnarfirði með vonbiðlum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum. Þetta var mjög notaleg stund, sem undirstrikaði að stemming liðsheildarinnar er mikilvægari, en hvort tiltekinn kandidat raðast í fyrsta eða annað sæti.
Mér finnst Hafnfirðingar ríkir að eiga notalegan miðbæ og hlýlegan bæjarbrag. Þetta var sólríkur og fagur dagur. Frambjóðendur áttu að koma með veitingar. Mætti með mitt uppáhalds rauðvínið og konfekt frá okkar alþjóðlega sukkulaðimeistara Hafliða Ragnarssyni í Mosfellsbakaríi..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)