Miðbær Mosfellsbæjar

Á næstu mánuðum bíða Mosfellinga spennandi tækifæri við stefnumótun um miðbæ. Tilfinning margra er að þar þurfi að trysta undirstöður gróskumikils mannlífs. Þó að mörg þjónustufyrirtæki í miðbænum hafi átt erfitt uppdráttar, þá hlítur það að vera metnaðarmál að gera bæjarfélagið að miklu meira en svefnbæ. Að í stækkandi bæjarfélagi geti íbúar sótt menningu og þjónustu í heimabæ.

Grundvöllur að því að vel takist til við að láta miðbæjarskipulag verða grundvöll mannlífs er að hafa málið eins opið og mögulegt er. Íbúarnir komi að hugmyndavinnu. Þar á bæjarfélagið hrós skilið að hafa leitað eftir áliti fólks með vinnu svonefndra rýnihópa. Mjög mikilvægt er að halda áfram á svipuðum nótum, að bæjarbúar geti tekið afstöðu til mismunandi hugmynda.

miðbaerSlík opin vinnubrögð þurfa hinsvegar leiðsögn og aðkomu fagfólks. Skipulagsfræðingar þurfa að meitla væntingar og óskir fólks inn í skynsamlegan farveg. Ef farið er út í deilur um kirkju hér eða þar, framhaldsskóla hér eða þar, þá getur það leitt til minnkandi trúar á lýðræðið.

Staðsetning framhaldsskóla og kirkju eru brýnustu úrlausnarefni miðbæjarskipulags. Hugsanlega dugir að festa fyrst staðsetningu þeirra niður. Síðan þarf að velta fyrir sér möguleikum varðandi verslunar- og þjónustusvæði. Eru menn alveg hættir við kardimommubæinn í Háholti eða væri æskilegt að byggja hliðstæða lengju á móti sem færi að gefa heildstæða götumynd?

skipulagEf til vill þarf að hugsa málin á djarfan og nýstárlegan hátt. Flestir vilja orðið versla inni, en þó held ég að menn vilji ekki fá annað Krónuhús í stækkaðri mynd. Ef til vill er hægt að gera eitthvað spes. Byggja upp verslunarhús með rómantískri ásýnd og umgjörð. Staðsetja það í fallegum garði eða að láta það forma einhverja Versali með garði og útiaðstöðu í miðjunni.

Setjum fram hugmyndir! Sköpun og þátttaka íbúa er forsenda þess að vel takist til. Annars munu hagsmunir byggingaraðila og aðila með lóðaréttindi ráða för. Þá þarf eftir nokkur ár aftur að fara af stað með nýja leit að miðbæjarskipulagi með sál og hjarta.

Hvað finnst þér?


Nýting og verndun

UtselurTveir veiðihópar fóru til sjós og lands til veiða í dag á Stafafelli. Frændi minn Guðlaugur Birgisson á Djúpavogi fór í selveiði í Vigur. Þar er útselurinn nýbúin að kæpa í kringum fyrsta vetrardag. Undarlegt hjá þeim að velja þennan tíma árs til að eiga afkvæmi. Skilst að þeir hafi fengið um 30 kópa og einhverja fullorðna. Hef nokkrum sinnum farið í útsel í Vigrina á haustin. Finnst það að aflífa kópana ekkert tiltökumál. Þeir snúa sér að veiðimanni hvæsandi, sem auðveldar málið. Þó ég sé uppalin á sveitabæ með sauðfjárbúskap þá gæti ég vart hugsað mér að aflífa lamb og hef ekki gert. Heimalingarnir voru svo miklar persónur og vinir manns sem barn.

rjúpaÍ dag var einnig að byrja rjúpnaveiðitímabilið og eru seld veiðileyfi fyrir Stafafell. Snorri Hreggviðsson félagi minn og nágranni hér úr Mosfellsbænum fór austur með tveimur öðrum rjúpnaveiðimönnum. Þeir gengu upp´úr Hvannagili og í átt að Austurskógum. Þeir sáu einungis þrjár rjúpur og eru tvær þeirra fallnar í valinn. Vona þó að það sé ekki svo slæmt að einungis sé ein eftir á svæðinu. Þeir gera ráð fyrir að fara á morgun í Hellisskóg og Hnappadal sem er lengra inn til landsins og nær snjólínu. Þar er líklegra að fuglinn sé að halda sig. Einnig framanvert í Kjarrdalsheiði.

Þetta er annað haustið sem leyfi eru seld til veiða á Stafafelli og vonandi er það fyrirkomulag öllum til hagsbóta. Veiðimennirnir fá upplýsingar um ferðir annarra, landeigendur fá einhverjar tekjur og vonandi verður líka nýtingin skynsamlegri, heldur en þegar veiðimenn ganga í stofninn algjörlega eftirlitslaust. Nú ef það er raunin að lítið sé af fugli þá verða landeigendur jafnt sem veiðimenn og aðrir að axla þá siðferðilegu ábyrgð að hlífa stofninum með því að taka aftur upp veiðibann næsta haust. 


Feðgaafmæli og kálskurður

Ég og yngri sonurinn, Magnús Már, áttum afmæli nú um helgina. Hann varð fjögurra ára á laugardag og ég varð hálfníræður í gær, sunnudag. Afmælishald er krydd í hversdagsleikann og svo varð mér að ósk minni að fá einhvern fjölbreytileika í veðurfarið. Daga með bláum himni, stjörnum og tunglsljósi í stað eilífrar rigningar. En bláum himni á þessum tíma árs fylgir kuldi. Ég fór í gær á afmælisdaginn að hjálpa Helga bónda sem að er með mikinn kálakur á Sólvallatúni fyrir framan stofugluggann í Mosfellsbæ. Þetta minnti á heyskaparstemmingu í lokin því verið var að að ná sem mestu af rauðkáli og hvítkáli í hús fyrir frost. Komið rökkur og fullt tungl færðist upp fyrir Helgafellið og yfir Reykjalund. Nú er trúlega eitthvað skemmt af því káli sem varð eftir og hætta á því að þrengist að í búskap hagamúsana sem voru að skjótast um undir kálblöðunum.

100_1258Við feðgar vorum sáttir við helgina þegar við fórum að sofa í gærkvöldi. Hann hafði meðal annars fengið mikið þyrlusett með hermönnum úr TOYSAREUS. Ég sagði við hann, hvort að honum hafi ekkert dottið í hug að gefa pabba sínum eitthvað. Hann hafi nú fengið þessa flottu gjöf frá okkur. Piltur gerðist íhugull smástund og fór svo og náði í Bubbi byggir karlinn sinn, sem að er búin að vera í uppáhaldi og gaf mér hann. Þetta var höfðingleg gjöf sem að sýndi líka að karlarnir í felulitum hefðu færst skörina hærra á vinsældalistanum heldur en hinn framkvæmdaglaði og geðþekki karl, sem ég hef nú eignast með gögnum öllum og gæðum.


Rigningin er óréttlát

NoaArkStundum er sagt að það rigni jafnt á réttláta og rangláta. Það vísar til að hún fer ekki í manngreiningarálit. Hinsvegar fer nú að hellast yfir mig depurð og svartnætti ef ekki koma fljótlega 2-3 bjartir dagar með bláum himni. Fyrir þá sem að trúa á syndaflóðsskýringar þá held ég að það fari að verða kominn tími á að gera skipið klárt. Hinsvegar tel ég nokkuð glöggt að við séum búin að taka út næga refsingu á þessari eyju úti við ysta sæ. Tveir mánuðir af linnulítilli rigningu hlítur að vera komið út fyrir öll viðmið sanngirni og réttlætis.

Hið frjálsa vín

SKáriHún er alltaf svolítið skondinn þessi umræða sem fer árlega af stað um hvort fólk vilji heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Það sem er merkilegt í þessu er að helstu talsmenn tillögunnar halda greinilega að þeir séu að sýna einhverja staðfestu og styrk með því að vinna gömlum trúarsetningum úr Heimdalli eða SUS brautargengi. Sigurður Kári og Guðlaugur Þór hafa verið þarna forystumenn. Satt best að segja man ég ekki eftir að þeir hafi séð ástæðu til að taka upp hanskann fyrir nein brýnni þjóðfélagsmál. Það sem gerir líka málið snúnara fyrir þá að vinna að þessum frelsisdraumum sínum er að annar missti ökuréttindi vegna áfengisneyslu og hinn er heilbrigðisráðherra sem meðal annars ber ábyrgð á forvarnarmálum í landinu.GÞór

Það er sjálfsagt og nauðsynlegt að endurskoða sölu áfengis í takt við tíðaranda. Auðvitað hefur margt breyst síðan menn stóðu í biðröð við afgreiðsluborð og mest seldist af brennivíni og vodka. Margt breyst frá því að þeim var veitt sérstök athygli sem að sóttu áfengið á pósthúsið út á landsbyggðinni. Nú er fjölbreytnin mikil og þjónustan vönduð. Búið er að taka niður ÁTVR merkin og það stendur Vínbúð og reksturinn er einkarekin að verulegu leyti. Finnst fyrirkomulag á rekstri vínbúða megi alveg ræða, þó að ég sé í aðalatriðum ánægður með núverandi fyrirkomulag. Sé ekki fyrir mér að hægt sé að setja áfengi í matvöruverslanir þar sem vinnuaflið er að stærstum hluta undir lögaldri til áfengiskaupa.

Frelsið er ágætt, sérstaklega ef það fær fylgd skynseminnar ...


Móðir jörð og Samfylkingin

Það er Samfylkingunni nauðsyn að að vera betur "jarðtengd" en Alþýðuflokkurinn var. Þó vissulega sé mikilvægt að tryggja neytendum sem ódýrasta vöru þá verðum við að stefna að því að vera sem mest sjálfbær í landbúnaði. Um leið og við opnum fyrir innflutning þá þarf að innleiða neytendavakningu með áherslu á hreinleika og heilnæmi íslensku vörunnar.

Líkt og að neytendur eru nú tilbúnir að borga meira fyrir lífrænt ræktaðar afurðir að þá verði með réttum áherslum hægt að breyta ímynd landbúnaðar að fólki sé hann kær og nákominn. Það verður ávallt eðlilegast að vera hluti af fæðukeðjunni í því vistkerfi sem að maður lifir í. Neytendur hafa áhuga á að komast á markað og kaupa ferska vöru.MonkeyCoke

Það sem veldur mér áhyggjum þessa dagana hversu frjálslega við förum með ræktanlegt land í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar sem flestir munnar eru til að metta. Á Suðurlandi breyta menn hiklaust túnum í sumarbústaðalönd, nema upp í Hreppum hafa þeir hugrekki til að skilgreina svæðið sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.

Höfuðborgin teygir sig hratt upp um hóla og hæðir, yfir tún og engi. Hratt er gengið á ræktanlegt land. Í Mosfellsdal eru sífellt stærri svæði lögð undir byggð og tún stórjarða seld undir íbúðabyggð eins og á Blikastöðum, Sólvöllum, Helgafelli, Leirvogstungu og Varmadal. Ræktanlegt land í nágrenni Reykjavíkur hefur snarminnkað. Moldinni sem var hringrás fæðukeðju í þúsund ár hefur verið ekið út og suður og nýtist ekki til ræktunar eða manneldis.

Með fyrirhyggju hefði verið hægt að taka frá og vernda túnin til ræktunar og láta tengslin við landbúnað vera part af kúltúr borgarskipulags. Hraun og holt eru oft í jaðrinum, bæði í sumarhúsabyggðinni á Suðurlandi og húsalóðunum á fyrrum bújörðum í nágrenni Reykjavíkur. Þar eru líka oft fjölbreytileiki í landslagi sem gerir lóðirnar áhugaverðar eins og í nýja Krikahverfinu í Mosfellsbæ.

Umhverfismál eru fleira en barátta gegn virkjun fallvatna. Þau snúast um grundvöll að velferð fólks. Í því samhengi má ekki gleymast að fæðuöflun er grunnforsenda lífs. Samfylkingin er lýðræðislegur farvegur samfélagslegrar ábyrgðar og einstaklingsframtaks. Flokkurinn er að feta slóðina að skerpa stefnu og sýn í umhverfismálum. Í því samhengi má ekki gleyma að móðir jörð er uppspretta fæðu og því nauðsynleg forsenda áætlana um landnýtingu.

Íslenskur landbúnaður verður aldrei gamaldags, en hann þolir alveg gróskumikla endurskoðun og uppstokkun. Þar getur Samfylkingin komið inn með ferskar áherslur, þar sem að hún á ekki hagsmuna að gæta við að framlengja úreltu og þvingandi landbúnaðarkerfi.


Austurstræti

Næsta sumar er ráðgert að Iceland Express fljúgi tvisvar í viku frá Kaupmannahöfn til Egilsstaða. Gongubru-yfir-Jokulsa-i-LonÉg trúi því að miklir möguleikar geti legið í slíku flugi. Það er allavega 10% styttra í vegalengd yfir til meginlandsins og því full ástæða til að athuga hvort ekki sé eðlilegt að Egilsstaðir verði höfuðborg landsins í sameinaðri Evrópu. Allavega finnst mér líklegt að að túristar verði ekki óánægðir með að lenda í gróðursælum austfirskum fjallasal í stað þess að lenda í hinu tunglgerða umhverfi Keflavíkur.

Einn af möguleikum Austurlands er að bjóða upp á lengri gönguferðir með upphaf á Egilsstöðum. Þar er ég einkum að hugsa um gönguferðir úr Fljótsdal niður í Lón og um Víknaslóðir á Borgarfirði eystra. Það eru ekki nema 5-6 svæði á landinu sem að hafa verið byggð upp sem útivistarsvæði með hæfilegri vegalengd milli svæða. Þar er þekktust leiðin Þórmörk - Landmannalaugar, sem stundum er nefnd "Laugavegurinn".

Miklir möguleikar eru til útivistar í landi Stafafells í Lóni sem afmarkast af vatnaskilum við Fljótsdal og spannar um 40 km leið niður með vatnasviði Jökulsár í Lóni. Það gefur einstæðan þverskurð af fjölbreytileika íslenskrar náttúru. Úr auðn grýttra mela á vatnaskilum niður með stórskornum gljúfrum og snarbröttum litskrúðugum skriðum, um birkivaxnar hlíðar í átt að söndum og votlendi.Eskifellsskáli

Núna um helgina fór ég eina af mínum ótal ferðum á slóðir forfeðranna til að vinna að uppbyggingu aðstöðu til útivistar. Verið er að byggja skála í Ásum við Eskifell. Mjög mikið vatn var í ám og talið íllfært einbíla yfir Skyndidalsá, þannig að við gengum þrír yfir göngubrúna við Einstigi og þaðan í Ása. Skálinn tekur framförum í hvert sinn sem farið er í vinnuferð en enn er mikið óunnið.

Það var gaman að rifja það upp þegar ég gekk yfir göngubrúna að ég stakk upp á byggingu hennar á skipulagsfundi sem var haldin á Hótel Höfn árið 1993. Síðan tók Hjörleifur Guttormsson málið upp í þingmannahópi Austurlands sem tryggði fjármagn til verksins. Brúin var fullgerð 2003, þannig að hugmyndin var tíu ár að komast í framkvæmd. Lengsta göngubrú hér á landi.

Nú eru þrjú ár síðan ég byrjaði að vinna að uppbyggingu gönguskála við Eskifell og trúi ég að hann verði fullbúin eftir tvö ár. Tími og fjármagn er af skornum skammti og miðast frmkvæmdahraði við þær forsendur. Hinsvegar verður skálinn glæsilegur þegar hann verður fullbúinn. Hann mun geta tekið um 25 manns í gistingu.

Næsta sumar verður boðið upp á 5 daga göngur úr Flótsdal til byggða að Stafafelli. Hægt er að keyra inn að Sauðárvatni sem að er ekki svo langt frá vatnaskilum við Lón. Síðan er hægt að fara það sem til forna kallaðist Norðlingaleið eða Víðidalsleið en mætti svona í takt við samhengið kalla líka "Austurstræti".


Hollt fyrir samfélagið

Hef mikla trú á að nýr borgarstjóri eigi eftir að standa sig vel. Einhver gæti haldið að samvinna margra flokka gæti gefið af sér sundurlitan hóp. En Dagur, Sigrún Elsa, Björn Ingi, Svandís og aðrir verða örugglega kröftugri og meira skapandi heild en borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins.

                           Til hamingju með Daginn


mbl.is Dagur boðar til blaðamannafundar við Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður á jörðu því .....

Finnst uppsetning friðarsúlunnar í Viðey alveg yndislegt framtak. Þessi skemmtilega blanda af gjörningi, fegurð og skynsemi myndar frábæra heild. Gjörningurinn er afurð frá John og Yoko sem voru ætíð óútreiknanleg og leitandi að kryddi í tilveruna. John & YokoFegurðin er stórkostleg með þennan beina geisla eins og leiser sem tekur breytingum í takt við síbreytilegan íslenskan himinn og hafið með mjúkum línum og náttúru Viðeyjar. Skynsemin liggur í öllum þeim óskum sem súlunni fylgja á fjölda tungumála. Allt stuðlar að því að einfaldar óskir um frið og fegurð mannlífs fá athygli og farveg. Friðarsúlan er því einskonar kirkja eða bænastaður. Það vex og dafnar sem við beinum athyglinni að og því á þetta eftir að skapa marga fallega stund að líta út yfir sund. Sem rómantískur jafnaðarmaður þá fagna ég friðarsúlunni innilega og vil að hún sjáist sem oftast héðan úr Mosfellsbænum og allir nái að tileinka sér þann kærleika sem henni fylgir.


ATORKA - Rope Yoga er heildræn hug- og heilsurækt

rope yogaRúsína pylsuendans í haustdagskrá ATORKU er rope yoga. Um er að ræða hug og heilsræktarkerfi þar sem áhersla er lögð á að næra sjálfan sig í núinu. Með næmni, góðri öndun og innlifun í æfingarnar, náum við að fljúga út úr og yfir smápirring hverdagsleikans og sjálfsins. Rope Yoga styrkir miðjuna, kvið og bak, kjarna líkamans. Í æfingakerfinu er blandað saman brennslu og úthaldi með djúpri slökun. Ég, Gunnlaugur B. Ólafsson kenni rope yoga á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Einnig er verið að leita að kennara til að kenna morguntíma kl. 10:00 á sömu dögum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband