Gljúfrasteinn-Grótta

ATORKA mannrækt skipuleggur Úr sveit til sjávar; Gljúfrasteinn - Grótta á sumardaginn fyrsta. Þetta er í laxnes_hus_skaldsinsannað skiptið sem er hlaupið, skautað eða hjólað vegalengdina frá safni skáldsins að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, framhjá Íþróttamiðstöðinni að Varmá, meðfram ströndinni og eftir stíg á móts við Gufunesbæinn, um Elliðaárdal framhjá Víkingsheimili, út í Nauthólsvík og hópurinn kemur saman við fræðslumiðstöðina og vitann í Gróttu. Leiðin er tæplega 40 km, góður malbikaður stígur. Möguleiki er að kaupa orkudrykki á leiðinni og grill verður í Gróttu. Spáin er góð fyrir sumardaginn fyrsta; "Hæg vestlæg átt og víða bjart veður.".
grotta2Mæting er kl. 10:00 að Gljúfrasteini, þar sem að er kynning á safninu og síðan lagt af stað klukkan 10:30
Upplýsingar gefur Gunnlaugur í síma 699-6684 og á www.man.is
                                                            Allir eru velkomnir

Leiðtogar, konur og einstaklingar

Upphaf landsfundar Samfylkingarinnar einkenndist af sérlega góðri stemmingu. Ræða formannsHalle var góð eins og við var að búast. En manneskjulegir og norrænir tónar kölluðu fram bros og hlýju í brjóstum fundargesta. Diddú söng með tilþrifum og síðan komu beint úr flugvél Mona Sahlin og Helle Thorning-Schmidt formenn sænskra og danskra jafnaðarmanna. Það var gaman að sjá hversu ólíkir þessir þrír formenn norrænna jafnaðarmannaflokka eru, en samt allir svo frambærilegir á sinn hátt.

Þarna voru konur sem þorðu bara að vera þær sjálfar sem einstaklingar. Ingibjörg rökföst og sköruleg, Mona róleg og kankvís, Halle einlæg og uppörvandi. Þær eiga eftir að verða hver á sinn hátt fyrirmyndir kvenna sem vilja hasla sér völl í stjórnmálum framtíðarinnar. Heimsókn formannana tveggja undirstrikar að meðal jafnaðarmanna monageta konur sótt fram á eigin verðleikum og að við viljum tilheyra hinu norræna samfélagi. Hún undirstrikar líka mikilvægi  samstarfs Norðurlanda, verðmæti þess sem vettvangs í sameinaðri, mannlegri og fjölbreyttri Evrópu.


Hann Kalli

Uppgötvaði að Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ hafði tileinkað mér  blogg á síðu sinni. Fagna því hreint og innilega að vera komin í gott samband við hann og vonast eftir að við getum náð að tala okkur saman inn í Fagurt Ísland og Græna framtíð. Set hér inn hluta af því sem ég beindi til forsetans.

Hafði farið á mis við þann heiður sem þú sýnir mér og mínum skoðunum með því að tileinka þeim heilt blogg. Takk fyrir það. Finnst hinsvegar miður að þú efist um einlægni mína og heilindi í starfi fyrir Varmársamtökin. Finnst líka miður að þú takir undir þráhyggju Hjördísar Kvaran um að samtökin séu einhverjar búðir gerðar út af Samfylkingu og Framsóknarflokki. Í þessari færslu þinni ertu bæði að halla réttu máli og gera lítið úr lýðræðislegu og opnu félagsstarfi. Þú varst á stofnfundi samtakanna, þar sem voru um 70-80 manns. Þar gátu allir gefið kost á sér eða verið tilnefndir í stjórn. Fyrst gaf kost á sér Ásta Björg sem er í stjórn sjálfstæðisfélags Mosó. Næst stakk Ragnheiður Ríkharðsdóttir upp á mér í stjórn. Síðan voru kosnar í stjórn Sigrún og Berglind sem höfðu unnið að undirbúningi stofnunar samtakanna.

Eftir stendur að þú, Bryndís og Jóhanna sögðuð í greinum og viðtölum í Sveitunga-blaði VG að það yrði meiriháttar umhverfisslys ef tengibrautin yrði lögð um Álafosskvos. Varmársamtöki álitu því að VG væri þeirra helsti samstarfsaðili í baráttunni, fyrir kosningar. Nú, þú segist hafa verið snöggur að átta þig á því, eftir kosningar, að fyrirhuguð tengibraut væri besti kosturinn fyrir nýja hverfið í Helgafelli. Hefði ekki verið hægðarleikur fyrir ykkur hjá VG að óska eftir fundi með Varmársamtökunum til að fá þau inn á ykkar nýju línu og sýn í málinu? Þó ekki væri nema að fulltrúar ykkar í bæjarstjórn og nefndum hefðu komið á einhvern af þeim opnu og almennu fundum sem Varmársamtökin hafa boðað um þetta mál.

Lopi3Vandinn við VG í Mosó er að þau virðast ekki vera samstíga megintóni í allri stefnumörkun VG á landsvísu. Það að samtökin krefjist þess að þið séuð menn orða ykkar og fylgið yfirlýstri stefnu flokksins verður að teljast eðlilegt. Þú verður að hafa nógu breitt bak í pólitík til að þola það og taka ekki persónulega. Eftirfarandi er úr landsfundarplaggi VG Græn framtíð; "Efling umhverfisráðuneytisins og stofnana á þess vegum þarf að haldast í hendur við nýja og framsýna stefnumörkun og nauðsyn samvinnu við frjáls samtök almennings. Slíkt samstarf grundvallast á Árósarsamningnum sem tryggir almenningi aðgang að upplýsingum, þátttöku í ákvörðunum og réttláta málsmeðferð í öllu er lítur að umhverfismálum".

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ tapaði kosningunum fyrir rúmum áratug (1994) af því að hann hafði tekið hagsmuni eins verktakafyrirtækis fram yfir allt annað í uppbyggingu bæjarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði bæjarstjórnarkosningunum í fyrra út af óánægju með ólýðræðisleg vinnubrögð við sundlaugarmálið. Um helmingur kosningabærra bæjarbúa hafði skorað á bæjaryfirvöld að setja í forgang uppbyggingu vandaðrar almenningslaugar (inni- útilaug, pottar, rennibrautir) á Varmársvæði, því það hefði margvísleg samlegðaráhrif með göngustígum, útiaðstöðu, íþróttasölum, ásamt því að vera miðlægt í bæjarfélaginu þegar tekið er tillit til nýju hverfanna sem eru að byggjast upp núna.

Það sem er verst, er að þið VG fólk gangið inn í þennan þumbarahátt og þvergirðing í vinnubrögðum. Tortryggja aðila sem vilja hafa meiningar um framvindu bæjarfélagsins, mæta ekki á fundi þar sem þessi mál eru rædd o.s. frv. Það var sannleikskorn í því hjá Jóni Baldvin sem hann sagði í upphafi sinnar ræðu í Þrúðvangi á baráttufundi Varmársamtakanna, með um 130 fundargestum. "Þetta mál snýst fyrst og fremst um mannasiði". Að fólk tali saman skiptist á skoðunum og vinni sig að sátt þegar ágreiningur verður í skipulagsmálum.

Það eru mikil vonbrigði að VG í Mosó skuli ganga hagsmuna fjarmagns og verktaka umfram viðleitni að hlusta og taka tillit til fólksins í bænum og félagasamtaka. Því hlítur það að vera eðlileg fyrirspurn til þín í lokin; Hvernig vilja VG í Mosó útfæra samstarf við "frjáls samtök almennings" í skipulagsmálum? Það þýðir ekki að kokka lengur til grautinn um samsæri og aðför. Þið getið verið leiðarvísirinn hvernig góð samskipti, upplýsingaflæði og heilbrigði í ákvarðanatöku á að vera.

        Með kærri kveðju og ósk um samstarf


Frábær páskapredikun

Páskapredikun Hr. Karls Sigurbjörnssonar var full af inntaki og vegarnesti til að hugsa og melta. Talar fyrst um hið trúarlega samhengi kærleika og trausts. En hann hefur líka þor til þess að tengja trúna við okkar tíma og þjóðfélag. Leyfi mér að setja hér inn kafla úr ræðu hans;

"Upprisa hins krossfesta er yfirlýsing Guðs um helgi lífsins og eilíft gildi. Við þurfum að hlusta eftir því og taka mark á, þegar sífellt fleiri upplýsingar benda til að framtíð lífs á jörðu sé ógnað af manna völdum. Við göngum freklega gegn lífríki jarðar með græðgi okkar og yfirgangi og rányrkju. Við erum að uppskera ávexti blindrar og guðlMichelangiloausrar tæknihyggju og manndýrkunar. Engin algild gildi né lögmál virðast lengur virt, allt er falt, rétt og rangt er einungis álitið afstætt. Eða öllu heldur, aðeins aflsmunur. Hinn auðugi og sterki hefur rétt fyrir sér. Þetta er skelfileg lygi sem leiðir til glötunar, upplausnar samfélags og menningar. Boðskapur fagnaðerindisins er köllun til iðrunar og afturhvarfs. Biblían talar um fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfaoflæti sem er frá heiminum. „Og,“ segir Jóhannes postuli:„heimurinn ferst og fýsn hans, en sá sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“

Til að hamla gegn aðsteðjandi umhverfisvá þarf samstillt átak hinna mörgu. En umfram allt þurfum við öll að horfa í eigin barm og endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar og temja okkur lífsstíl hófsemi og hógværðar. Við verðum að fara að horfast í augu við að draumar okkar og framtíðarsýnir séu ef til vill byggðar á kolröngum forsendum. Að áherslan á endalausar framfarir, sívaxandi auð og velsæld, mátt hins hrausta, sterka og stælta, er tál. Á móti kröfum hátækni og háhraða og hámörkun afkasta og ágóða, þarf að koma vægi alúðar og umhyggju fyrir lífinu, landinu, náunganum, ungviðinu veika og brothætta. Meistarinn, sem dó á krossi og reis af gröf, er frelsari heimsins, frelsari þinn."

Fannst hinsvegar tímasetning á kæru átta þjóðkirkjupresta á hendur fríkirkjupresti óheppileg. Magni hefur réttilega bent á mismunun kirkjudeilda og trúlega gripið til sterkrar samlíkingar með tilvísun í að trúin á stofnunina sé orðin sterkari trúnni á Guð. En ef til vill er upphrópun hans skiljanleg. Aðskilnaður ríkis og kirkju mun eiga sér stað fyrr eða síðar, en hinsvegar er engin ástæða fyrir okkur að gefa öllum trúarbrögðum jafnt svigrúm í umræðu og uppbyggingu. Við erum með okkar sögu sem að er samofin kristinni trú og þróum okkar trúmál út frá þeim viðmiðum. 


Göngum til góðs; Skálabygging og Keilir

Brunaði í fyrri hluta vikunnar austur að Stafafelli í Lóni. Nánar tiltekið inn í næstfremsta hluta af þriggja stafa fjallasal jarðarinnar. Í Ásum við Eskifell byggi ég gönguskála. Gert er ráð fyEskifellsskálirir að hann komist í notkun í byrjun júlí og taki um 25 manns. Fyrir þremur árum var byggð glæsileg 95m göngubrú yfir Jökulsá í Lóni. Miklir möguleikar eru til útivistar á þessu svæði og er það eitt af fáum þar sem hægt er að rölta út frá þjóðvegi #1 og hafa 7-10 daga verkefni. Vera alltaf að sjá eitthvað nýtt og spennandi. Litadýrð og andstæður. Stórskorinn gljúfur, háa tinda, birkiskóg og grasbala. Eftir að uppbyggingu á tjald- og skálasvæði í Eskifelli er lokið, þarf að vinna að uppbyggingu veglegrar þjónustumiðstöðvar og tjaldstæða í byggð. Áætlað er að byggja þjónustuhús úr gabbrói í útveggjum og líparíti í tónum litrófsins á gólfum. Gert er ráð fyrir að húsið minni á vörðu að forminu til. Síðan er bara eftir að finna nokkra tugi milljóna í verkefnið.

Keyrði til baka á Skírdag því ákveðið hafði verið að ganga á Keili í gær, á föstudaginnGKeilir langa. Fjallið er eitt mest áberandi kennileiti í nágrenni Reykjavíkur, stendur eins og píramíti upp úr eyðimörkinni. Töluverður spotti er frá bílastæðinu að fjallinu. Við fórum fjögur fjölskyldan og nágrannar okkar, önnur fjögurra manna fjölskylda kom með. Ég bar Magnús Má 3ja ára og hátt í 20 kíló á bakinu alla leiðina. Það var fínt að fá aukna líkamsrækt og púl út úr þessu. Við ræddum málin feðgarnir alla leiðina og hann kvartaði ekkert, en fékk sér smá blund á leiðinni til baka. Nú, fer að koma betri tíð til gönguferða. Hef merkt gönguleiðir á fellin umhverfis Mosó og skipulagt göngur á hvert þeirra á vorin síðustu þrjú árin. Í fyrra byrjaði einnig ný hefð á sumardaginn fyrsta, Úr sveit til sjávar, sem felst í því að skauta, hjóla eða trimma leiðina frá Gljúfrasteini að Gróttu, sem er um 40 kílómetrar. Allir eru velkomnir að taka þátt í þeim gjörningi og marka þannig þáttaskilin í átt að þróttmeira mannlífi með sumri og sól. 

Myndirnar sýna Eskifellsskála í byggingu og greinarhöfundur í einhverri "krossleikfimi" á hæðarlínupunkti á Keili.


Allt er betra en íhaldið

Ekki góð tíðindi með 40% stuðning við Sjálfstæðisflokkinn. Trúi ekki öðru en að þegar á reynir þá muni fólk fara út í vorið með tilbreytingu í huga. Nóg er komið af spilltum embættisfærslum, ef þú stríkur mér þá skal ég strjúka þér. Nóg er komið af sérvöldum flokksgæðingum í Hæstarétt, Ríkisútvarp og fleiri stofnanir.. Nóg er komið af ójöfnuði með eðlisbreytingum á skattkerfinu, sm léttir birgðarnar á hinum efnameiri. Nóg er komið af Menningarhúss-, Þjóðleikhúss-, Landssíma fulltrúum sem gerast sekir um að vera of sjálflægir og gráðugir til að fara með umboð sem fulltrúar almennings. Nóg er komið af aðför Sjálfstæðisflokks að forsetaembættinu, misnotkun handhafa forsetavalds fyrir Árna Johnsen og við boðun ríkisráðsfundar, ásamt tilraunum til að afnema ákvæði um þjóðaratkvæði úr stjórnarskrá. Nóg af innvígðum og innmúruðum sem skipuleggja aðför að sumum fyrirtækjum en ekki öðrum. Nóg af stjórnmálamönnum sem halda að þeir geti einir og sjálfir flækt þjóðina í stríðsrekstur í fjarlægum löndum.

DelacroixÞað er ótrúlegt ef að framboð Íslandshreyfingarinnar dugir til að ríkisstjórnin haldi velli. Þar tapast heil fjögur prósent. Það var ekki að ástæðulausu að fjölda fólks dreymdi um að stilla saman strengi á vinstri væng stjórnmálanna til að koma sameinaðir og sterkir fram gegn Sjálfstæðisflokknum. Er alinn upp á Austurlandi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji minnsti flokkurinn. Þar og þá gilti og gildir hér og nú að "Allt er betra en íhaldið". Glæðum nýjar vonir í stað hinnar ferköntuðu neysluhyggju.


Lýðræðið, bloggið og vináttan

Hafði verið tæpar tvær vikur vinalaus í bloggheimum. Þar að auki lent nokkrum sinnum í beinskeyttu orðaskaki. Einkum tengt virkni minni í Varmársamtökunum. Eins og þeir hafa séð sem komið hafa í Mosfellsbæ nýlega, þá finnst varla sá hóll eða þúfa í bænum sem ekki hefur verið reynt að velta við með stórvirkum vinnuvélum. Um framkvæmdir og þróun byggðar hafa myndast ólíkar meiningar og sumir gripið til democracy2hvatvísi og dómhörku í samskiptum. Sonur minn var farin að hafa áhyggjur af málinu og sagði; "Pabbi, mér lýst ekkert á þetta blogg, þú ert að eignast óvini". Þetta horfir nú allt til betri vegar. Búin að eignast nokkra nýja bloggvini, sem vekur mér mikla gleði og þakklæti í hjarta. Síðan er margt sem bendir til að stuðningur við áherslur samtakanna hér í Mosfellsbæ um íbúalýðræði og heildræna sýn í skipulagsmálum muni vaxa fiskur um hrygg. Krafan um aðkomu íbúa fer vaxandi. Kosningarnar í Hafnarfirði voru áhugavert skref, þó þær væru ekki gallalausar.

Hitti í dag ágætan félaga, Sjálfstæðismann, sem sagðist ekki sjá fram á annað en hann þyrfti að ganga í þessi "hippasamtök". Hann er óánægður með fyrirhugaða tengibraut úr nýju hverfi í Leirvogstungu, sem leggja á nálægt hesthúsahverfi, skóla- og íþróttasvæði, en mikil andstaða er við þau áform meðal hestamanna og skólafólks. En áður hafði myndast mikil andstaða við lagningu tengibrautar við Helgafellshverfi, um Álafosskvos. Því sé ég ekki annað en að hippar og hestamenn, listaspírur og lungnasjúklingar, fasistar og kommúnistar muni sameinast í þeirri kröfu að geta haft mótandi áhrif á sitt nánasta umhverfi. Ef til vill geta íbúarnir fengið að kjósa um mismunandi leiðir. Stóran hluta af þessum vanda er hægt að leysa með mislægum gatnamótum á Vesturlandsvegi, sem myndu þjóna nýju hverfunum tveimur og Þingvallaafleggjara. Unnið er að sáttatillögu á vegum Varmársamtakanna sem vonast er til að verði kynnt innan nokkurra daga. Vonandi opnar bæjarstjórn umræður um þessi mál. Það er engin ástæða til að vera með þumbarahátt og þvergirðing. Ræðum lausnir og finnum farveg svo íbúar geti verið virkir og vinalegir við stefnumótun í bæjarfélaginu.


Ást og friður eða tortryggni og hernaður

Var að velta því fyrir mér afhverju maður fær nettan hroll þegar Björn Bjarnason byrjar að viðra hugmyndir sínar um íslenskan her. Reyndar heitir það á pappírnum bætt öryggisgæsla eða varalið lögreglu. Björn virðist hKonunglegi herinnafa ungur fest sig í einhverri þráhyggju kaldastríðsáranna og kemst ekki þaðan yfir á akra ástar og friðar, þó flestar ógnanir sem steðja að Íslandi séu horfnar (nema e.t.v. þátttakan í Írakshernaði). Benjamín Eiríksson sagði um föður hans (Bjarna Benediktsson), sem eflaust var mörgum góðum gáfum gefin, að hann hafi verið afskaplega tortrygginn maður. Hef trú á að þetta eigi einnig við um Björn Bjarnason. Þetta samhengi sem almenningur skynjar gerir hugmyndir hans fráhrindandi.

Það er ekkert að því að hugsa út og meta viðbrögð við mismunandi ógnunum og helst að slíkt mat sé unnið í ljósi alþjóðasamninga og af hlutaðeigandi stofnunum en ekki bara pólitísku umboði stjórnmálamanns. Við höfum ekkert að gera við hernaðarhyggju Björns Bjarnasonar. Hann verður að eiga það í sínum villtustu draumum að sá dagur komi að hann skoði heiðursvörð með Georg Lárusson og Harald Jóhannessen úniformaða sitthvoru megin. Þetta er bara framtíðarsýn sem að á ekki samleið með þjóðinni. Íhaldssömum stjórnmálamönnum finnst hugmyndin um her vera samtvinnuð væntingum um einhvers konar festu í skipan þjóðmála. Vandinn er bara sá að ógnanirnar á þessum tímapunkti eru þess eðlis að rétt er að taka þessum hugmyndum með húmor. Líka spurning hvort tortryggni og hernaðarhyggja sé einhver lausn eða hvort hún gefi ekki bara af sér frekari þróun í átt að ofbeldiskenndu samfélagi.


Hangir allt á sömu spítunni?

Sennilega er frelsið, það að vera úthlutað valdinu að eiga val, stærsta gjöf Guðs. Það sem meira er að hann virðist ætla okkur að fara vel með þetta vald, þannig að afleiðingarnar af gjörðum okkar verði til góðs fyrir sál, líkama og lífríkið í heild. Á hvaða forsendum tökum við ákvarðanir? Bara af því að ég vil verða meiri í dag en í gær, þá hegg ég skóginn eða stífla lækinn. Hugsa ég eitthvað um lífsskilyrði komandi kynslóða eða hvernig mitt framlag getur haft áhrif á umhverfi og samfélag? Á Íslandi eru lífskjör þannig að við eigum alveg að geta leyft okkur að hafa hefðir, menningu, siðferði og mannlíf sem að er skemmtilegt og skapandi. Að við þorum að lifa fyrir fleira en framleiðslu á kjöti, fiski og áli. paradise

Við óttumst skortinn, en miðað við alla neysluna þá getum við sett hluta af veltunni í að bæta innviði samfélagsins. Að færa okkur frá því að meginafl þjóðarinnar og efnahagsstjórn snúist um hráfrumframleiðslu á matvælum og málmum í átt að hugviti og sköpun. Þar getum við lært af frændum vorum Finnum, sem nýttu vel markaðstækifæri og menntunarmöguleika sem opnuðust með inngöngu í Evrópusambandið. Íslendingar virðast vera fastir á einhverri "síldarvertið". Hvað tryggir okkur gjaldeyrir fram að næstu jólum? Hvaða álver þarf að vera komið í byggingu þegar hægir á framkvæmdum við Kárahnjúka?

Eiga menningarsjúkdómar heimsins og umhverfisvandamál eitthvað sameiginlegt? Má rekja ójafnvægi í mannslíkama og náttúru til sama vandans, að græðgin sé sterkara afl en kærleikurinn? Að við öxlum ekki þá ábyrgð sem okkur hefur verið úthlutuð, að lifa lífinu á gjöfulan og nærandi hátt, í stað þess að vera sjálflæg í leit að stundargróða? Í gegnum aldir var það ríkjandi viðhorf að Guð tryggði jafnvægi í náttúrunni og tilvist allra tegunda. Nú lifum við í heimi þar sem ójafnvægi vistkerfa stuðlar að örum útdauða tegunda og minnkandi líffræðilegum fjölbreytileika. Guð ætlar ekki að sjá um þetta, heldur leggur ábyrgðina hjá þér og mér, að nýta frelsið til að skapa framtíð í sátt við eðli manns og náttúru. Það er ánægjulegt verkefni. 


Senn fer vorið á vængjum ...

Er að leika mér lítillega í hrossarækt. Rækta vindótt og álótt, með "sebralínum" á fótunum. Grásprengt fax og tagl. Dökkur áll eftir baki og dekkri litur á fótum og á höfði. Þetta er í þremur útgáfum í grunnlit. Ljósrautt, bleikt og móálótt. Í fyrra seldi ég stóðhest, Lokk frá Gullberastöðum til Austurríkis. Nú, eins og gengur þá hefur maður áhuga á að frétta af hvernig þessum vinum manns gengur að spjara sig sem heimsborgarar á erlendri grundu. Því pikkaði ég nafnið hans inn á leitarvél og rakst þá á meðfylgjandi mynd þar sem að hann virðist bara nokkuð montinn í Austria.

Ég á einn ógeltan undan honum og  meri sem að er líka vindótt. Hann heitir Toppur frá Stafafelli. Sá gæti verið arfhreinn vindóttur. Síðan á ég meri sem að heitir Hæra frlokkur1á Stafafelli, sú er líka vindótt báðum megin frá og gæti verið arfhrein. Til að auka enn líkurnar á að eignast arfhreinan vindóttan stóðhest ætla ég að leyfa þessum tveimur að hoppa saman einhverja vornótt upp í Víðinesi, þar sem þau dvelja um þessar mundir. Þá væri Mendel ánægður með mig.

Það er mikil speki í því að liturinn einn dugi ekki til að búa til gæðing. En Lokkur er með fyrstu verðlaun fyrir byggingu og allt til fyrirmyndar í hæfileikum, nema að það vantar skeið. Liturinn gerir mikið fyrir hestinn, þannig að hann vekur athygli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband