Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Blóm vikunnar Eyrarrós

Blogborder12Blóm vikunnar er Eyrarrós. Hún er algeng um mest allt land og vex einkum á áreyrum eða grýttum jarðvegi. Þessi teygði sig í átt til sólar þann 8. ágúst 2004 í skriðu stutt frá Stórahnausgili í Kollumúla, Stafafelli í Lóni. Að mæta einni slíkri rós í skriðu sem er jafn grófgerð eins og í þessu tilfelli, dregur svo skýrt fram andstæður náttúrunnar. Viðraði þá hugmynd að hún yrði þjóðarblóm við mér plöntufróðari menn, en þeim fannst að þrátt fyrir fegurðina að þá væri hún líka algeng á suðlægari slóðum og því ekki nógu íslenskt einkenni.

Dýrt að vera Íslendingur

GreenspanÞað er ekki lengur bjóðandi að íslenskt bankakerfi geti ekki veitt lánafyrirgreiðlu, nema með margfaldri vaxtatölu helstu samanburðarlanda okkar, sitthvoru megin Atlantshafsins. Þar að auki er hér hið einstaka fyrirkomulag verðtryggingar og okurvextir á skemmri lánum og yfirdrætti.

Á síðasta ári keyptum við hús í Mosfellsbænum og segja má að við séum sérlega heppin með vextakjör á þeim tveimur lánum sem eru á húsinu. Annað færðum við af fyrri eign: Það er KB-lán (Kaupþing) með fasta 4,2% vexti og hinsvegar tókum við erlent myntkörfulán sem er óverðtryggt og með um 4% vexti.

Gengið var mjög lágt þegar myntkörfulánið var tekið. Það hefur því verið óvenjuleg og góð tilfinning í þessu landi verðtryggðra lána að sjá heildartöluna lækka við hverja afborgun. Það er vaninn að sjá  íslensku lánin hækka, hversu lengi sem búið er að greiða af þeim!

Mikilvægasta verkefnið í íslensku samfélagi til að tryggja hag íslenskra heimila er að feta slóðina í átt að hagstæðara lánaumhverfi. Auðvitað liggur ábyrgðin líka hjá hverjum og einum að draga úr þenslu, skuldsetningu og endalusu kaupæði.

Aðhald einstaklinga og lægri vextir eru lykilorðin. Ef samkeppni milli íslensku bankana dugar ekki til að skapa hér eðlilegt vaxtaumhverfi þarf að fá erlenda banka inn á markaðinn.


mbl.is Vextir lækkaðir vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göngum til góðs

Stafur

Illikambur

Stafafell í Lóni er landfræðileg, söguleg og útivistarleg heild í fallegustu sveit landsins. Þar hef ég notið þess að stíga skrefin að sumri til með gönguhópa um langt skeið. Þar að auki hef ég alið þann draum að byggja upp svæðið sem eitt stærsta útivistarsvæðið, þar sem hægt er að dvelja og ganga dögum saman og vera að upplifa ný ævintýri við hvert fótmál.

Mjög vel gengur að selja í gönguferðir sumarsins, sem er vel. Sannast sagna var ég farin að ganga nærri áhættumörkum í því að vinna að þessum draumum um Stafafell sem útivistarsvæði. Því er það mikilvægt að fá einhverjar tekjur til að tryggja grundvöll undir þær áætlanir. Engin ástæða er til að sveigja af þeirri leið þrátt fyrir ásókn fulltrúa þjóðlendna og þjóðgarða, sem eru úr takt við sögu og náttúru.

Í markaðsetningu á gönguferðum fyrir næsta sumar hef ég lagt áherslu á tvenns konar ferðir;

KortAusturA. Vikuferð í tengslum við beint flug til Egilsstaða frá Kaupmannahöfn. 1. d. Ekið í Snæfell og gist þar. 2. d. Ekið yfir brú við Eyjabakkafoss. Gengið meðfram Eyjabökkum í Geldingafell og gist. 3. d. Gengið frá Geldingafelli um Vatnadæld og skoðaðir fossar í Jökulsá og síðan gist í Egilsseli. 4.d. Gengið að brúnum Víðidals og meðfram Tröllakrókum og gist í Kollumúla. 5. d. Farið í gil undir Sauðhamarstindi og gengið á tindinn ef veður og tími leyfir. Aftur gist í Kollumúla. 6. d. Gengið meðfram Jökulsárgljúfri út Kamba og gist í Eskifelli. 7. d. Gengið um Austurskóga og Hvannagil og gist í Gamla húsinu hjá kirkjunni. 8. d. Ekið í veg fyrir flug til Kaupmannahafnar á Egilsstöðum.

KortStafaB. Fimm daga ferð með tvær nætur í Eskifelli og tvær í Kollumúla. 1. d. Gengið um Hvannagil og Austurskóga og gist í Eskifelli. 2. d. Gengið um Hnappadal og á Jökulgilstinda og gist aftur í Eskifelli. 3. d. Gengið inn meðfram Jökulsárgljúfri inn Kamba í Kollumúla og gist þar. 4. d. Gengið í Tröllakróka og að brúnum Víðidals. 5. d. Farið í litskrúðug gil undir Suðhamarstindi og seinni part dags er hópur fluttur frá Illakambi til byggða. Í ferðinni er gengið með dagpoka, farangur trússaður á milli.

Byrjað er að selja í þrjár gönguferðir tengt beina fluginu frá Kaupmannahöfn og þrír hópar búnir að skrá sig inn á fimm daga ferðirnar. Kennarasambandið verður með tvær þeirra og gönguhópur af Álftanesi með eina. Vegna góðra viðbragða hef ég ákveðið að setja upp eina aukaferð fimm daga frá 19. júní til 23. júní.

Myndir:  http://www.gbo.blog.is./blog/gbo/entry/367278/


Blogg er fitandi

FyrirEftirÍ fyrsta skipti á ævinni er ég nokkrum kílóum of þungur. Ég hef alltaf verið 84 kg og ekki þurft að hafa áhyggjur af því þó að ég sletti úr svona hálfum rjómapela yfir morgunkornið. Nú er þetta allt í einu orðið meira. Ég er ákveðinn að láta ekki af rjómadrykkjunni. Það hefur heldur ekkert með það að gera að jólafríið sé nýbúið eða að ég sé kominn á þann aldur að kílóin læðist að manni, án þess að spyrja um leyfi. Búin að finna skýringuna - BLOGGIÐ ER FITANDI.

Frekar en að hætta að skrifa og lesa blogg, hætta í rjómanum, þá þarf bara að auka flæðið og dansinn með hækkandi sól. Já, ein skýringin gæti auðvitað verið að ég sé bara eins og gerist hjá mörgum spendýrum, t.d. hestum, að þeir bæta á sig smá einangrun til að standa af sér köldustu mánuðina. Allavega, til öryggis þá ætla ég að innleiða þá reglu að ég verði að hreyfa mig jafn mikið og ég dvel meðal vina netsins.


Heill og meiri Dagur!

Það er merkilegt að sjá yfirlýsingu VÞV um að það sem að greini nýjan meirihluta frá hinum fyrri sé áherslan á umhverfismál og húsverndun. Hvílíkt sjónarspil hjá manni sem að er nýbúin að lýsa því yfir að hann muni láta verkin tala. Geri ráð fyrir því að það sem átt er við sé Vatnsmýrin og Laugavegur 4-6? Vatnsmýrin þar sem annar flokkurinn fagnar því að megináhersla verði lögð á að flugvöllurinn verði áfram staðsettur þar, en um leið og borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks Gísla Marteini og Hönnu Birnu var leyft að tjá sig, þá eru megináherslur þeirra á byggð í Vatnsmýrinni. Þessi stóra réttlæting fyrir nýjum meirihluta stefnir því bæði út og suður, að vera eða ekki vera.

Rauðar rósirÞað er merkilegt að lesa ritstjórnargreinar Morgunblaðsins um helgina. Maður fær alltaf þennan Prövdu hroll þegar ritstjórnin réttlætir gjörðir Flokksins. Óánægja fólksins með nýjan meirihluta er öll Samfylkingunni að kenna og yfirskrift Staksteina í dag er; "Dagur ei meir!". Þar eru óvenju rætin skrif undir mynd af fyrrum borgarstjóra. Í heimildarmynd Spaugstofunnar sem sýnd var í kvöld getur ritstjórn Moggans séð að hann hefur engan stungið í bakið. Af viðtölum helgarinnar virðist hinn nýji borgarstjóri hafa samviskubit yfir því að hafa gengið fram með óheilindum gagnvart fyrrverandi borgarstjóra og samstarfsmanni sem að hann lýsir vönduðum og heilsteyptum.

Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið munu ekki græða á persónulegri aðför að Degi B. Eggertssyni. Nóg er nú þeirra drullumall þremenninga sem settu upp Daríó Foe leikþáttinn sem birtist eins og þruma úr heiðskýru lofti. Öllu þessu tók fyrrverandi borgarstjóri af einstakri og aðdáunarverðri geðprýði. Afhenti þeim sem sveik hann lyklavöldin á hlýlegan og yfirvegaðan máta. Það sem stendur upp úr í öllu þessu moldviðri er að Dagur B. Eggertsson, einn af fáum, stendur heill og er meiri maður af framgöngu sinni. Margir borgarbúar binda væntingar við að hann muni nýta styrkleika sinn í þeirra þágu með endurnýjuðum krafti.


mbl.is Áhersla á umhverfis- og húsverndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóm vikunnar Geldingahnappur

nullNú er æxlunartímabili suðfjár að mestu lokið í sveitum lands og þorri byrjar á morgun. Næstu helgar verða því sauðfjárafurðir í mismunandi mynd bornar fram í trogum fyrir veislugesti þorrablóta. Vel hér geldingahnapp sem blóm vikunnar en hann er mjög algengur um land allt. Vex einkum á melum og söndum. Þessi var upp á Söndum í Kollumúla, Stafafelli í Lóni á miðju sumri 2004.

Stjórnleysi og stress er eitraður kokteill

VinnuálagÍ grein sem birtist í gær í European Heart Journal er sýnt fram á að vinnutengd streita er sterkur áhættuþáttur hjartasjúkdóma. Um er að ræða langtímarannsókn, The Whitehall Study, þar sem opinberir starfsmenn mættu endurtekið til skoðunar og mælinga. Meðal annars mat á því hvort að þeir hefðu stjórn á vinnuálagi eða væru í vinnu með miklar kröfur og tímapressu.

Samkvæmt rannsókninni eykur vinnuálag líkur á hjartasjúkdómum um tæp sjötíu prósent. En eftir er að sýna betur fram á hvaða þættir eru að verki í þessum tengslum. Tauga- og hormónakerfið, breytingar á lífsmynstri (reykingar, svefnleysi, hreyfingarleysi, óhollt mataræði) eða sem er líklegast að báðir þættir séu að verki.

Þessi rannsókn sýnir með meira afgerandi hætti en áður að streita hefur áhrif á líkamlega þætti og þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Hægt er að nálgast greinina frítt á netinu.


Einmenningskjördæmi

KosningarMargir eru hugsi eftir atburði síðustu daga í pólitíkinni. Flokkafyrirkomulagið og endalaus hrossakaup við smáflokka hafa gefið af sér stjórnarkreppu. Tvær um það bil jafnstórar fylkingar eru strand upp á skeri. Því væri hugsanlega nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking öxluðu ábyrgð og töluðu sig í átt að starfandi borgarstjórn. Að segja svona er mér þvert um geð því að ég hef viljað láta þessa tvo flokka gegna hlutverki andstæðra póla. Sitt hvor aðaltakkinn sem kjósendur hafa til að óska eftir breytingum. 

Hvernig er hægt að gera úrbætur á fyrirkomulagi lýðræðisins þannig að það séu kjósendur sem velja stjórn hverju sinni og við losnum út úr þessari kaupsýslu með völd eftir kosningar? Það verður að gera eitthvað svo fólk missi ekki áhuga á að vera virkir þátttakendur í mótun samfélagsins. Ein leið sem tryggja myndi verulegar úrbætur á kerfi okkar er að flokkar gefi yfirlýsingar fyrirfram um samstarfsaðila. Með þessu væri hægt að koma í veg fyrir að Framsókn, Frjálslyndir eða aðrir smáflokkar hefðu öll völd að lokinni kosninganótt. En sennilega er klisjan um að "allir gangi óbundnir til kosninga" orðin það lífseig að það þyrfti að gera eitthvað róttækara.

Mikið hefur verið rætt um það að gera landið að einu kjördæmi muni tryggja heilbrigðara lýðræði, þar sem einn maður er eitt atkvæði. Hinsvegar hef ég mikið verið að spá í það síðustu ár hvernig sé hægt að kjósa ríkisstjórnir og þá líka borgarstjórnir eða sveitarstjórnir. Hvernig geta kjósendur náð fram afgerandi skilaboðum um breytingar. Víða er kosningafyrirkomulagið fólgið í að kosinn er fulltrúi svæðis með einmenningskjördæmum. Slíkt fyrirkomulag útrýmir smáflokkum og skilaboð kjósenda um breytingar koma oft fram með skýrari hætti. 

Slíkt fyrirkomulag hefur mikla kosti og þegar ég leitaði á netinu fann ég akkúrat grein eftir Jón Steinsson hagfræðing sem rökstyður þessa kosti mjög vel.


Klækjastjórnmál eða íbúalýðræði

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum að eftir tíðindi gærdagsins þá virtist runninn upp tími klækjastjórnmála. Menn þurfa ekkert að gefa upp fyrir kosningar hverjum flokkar ætla að vinna með eftir kosningar. Oftar en ekki komast flokkar með einn eða fáa fulltrúa í oddaaðstöðu og afskræma skilning okkar á því havað sé lýðræði.

Baráttan um völdin og stólana virðist heltaka pólitíkusana svo að þeir velta því ekki fyrir sér hvað sé vilji kjósenda. Fráfarandi meirihluti undir stjórn Dags B. Eggertssonar naut fylgis um 60% kjósenda. Voru þeir spurðir hvort þeir vildu fá þennan nýja meirihluta? Nei, það var ekki gert og eina sem þurfti var að Sjálfstæðisflokkurinn biði dúsur og bitlinga. Keypti borgarfulltrúa til að skipta um lið. Sama eðlis og mútur.

ÁstaMargrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir hafa lýst yfir andstöðu við vinnubrögð Ólafs, sem að allir sjá að eru með eindæmum óheiðarleg. Dagur heyrir í honum sex sinnum í gær og hann neitar. En á næsta hanagali er dúsan orðin nógu stór, borgarstjórastóllinn, til að hann svíki félaga sína og guðföðurhlutverkið.

Í fjórða sæti á F-lista var Ásta Þorleifsdóttir og styður hún Ólaf. Það eru mikil vonbrigði að hún styðji innreið klækjastjórnmála á kostnað hagsmuna Reykvíkinga. Hún hefur verið helsti talsmaður aukins íbúalýðræðis og þátttöku íbúana í allri stefnumótun. Síðan duga dúsur og nefndarstörf til að hún styðji þennan óheillavænlega gjörning.


Sorglegt og sjúklegt

AngistFyrir um hundrað dögum gekk frískleg sveit ungs vel menntaðs og hæfileikaríks fólks með bros á vör fram til valda í Reykjavík. Skoðanakannanir hafa sýnt mikinn stuðning við nýjan meirihluta og Dag B. Eggertsson.

ÞreytaNú gengur hópur fram með örvæntingu í augum og verðandi borgarstjórar ýmist veikindalegir eða vængbrotnir eftir að hafa hrökklast frá fyrir skömmu síðan. Borgarfulltrúarnir komu ekki fram með vind um hárið og bros á vör. Út úr augum allra var þjáning og angist. Gísli Marteinn hinn síkáti var alvarlegri en gengur og gerist í jarðarförum.

Þessi ráðahagur ber allur feigðina með sér. Hann er sorglegur á þann vegAlvara hversu langt er seilst til að endurheimta völdin og snýst ekki um málefni eins og verðandi borgarstjóri heldur fram.


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband