Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 18:13
La vida es un carnaval - Helgarlagið
Celia Cruz var kölluð "Queen of Salsa" í Bandaríkjunum, en þangað flutti hún frá Kúbu. Hún vann til margra Grammy verðlauna og var heiðruð æðstu orðu listamanna af Bill Clinton forseta. Hún var fædd 1925 en dó árið 2003. Hún varð goð spænskumælandi Bandaríkjamanna og fólks af kúbverskum uppruna. Þegar hún dó fylgdust hundruðir þúsunda með minningarathöfn á Miami og útför í New York. Meðal þekktustu laga hennar eru La vida es un carnaval, Yo viviere, Rie y ilora. Eftirfarandi myndbönd sína hana taka lagið á Miami, Florida, vera heiðraða af fjölda söngvara á tónleikum og Victor Manuelle söngvara flytja henni hinstu kveðju við útförina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 23:15
Vinstri sveifla
Ránfuglinn missir flugið. Hann hefur ekki skilað æti í búið og trausta fylgið virðist týnast af flokknum. Hannes Hólmsteinn og fleiri sem breyttu landinu í tilraunastöð frjálshyggju og Thatcherisma eru ekki lengur fengnir til fyrirlestra um vel heppnaða markaðshyggju og fiskveiðistjórnarkerfi. Traustið á flokknum gekk að stærstum hluta út á að hann væri líklegastur flokka til að halda veislunni áfram. Ganga lengra í neysluhyggju og efnishyggju. Nú virðast plástrarnir búnir, spilaborgin hrunin. Fuglinn og flokkurinn sem áttu að vera tákn staðfestu og ábyrgðar er allt í einu tákn kaldra og ómanneskjulegra gilda.
Um langt skeið hef ég átt þann draum að hér væru tveir nokkuð stórir vinstri flokkar, sem ljóst væri að vildu vinna saman. Líkt og verið hefur raunin á hinum Norðurlöndunum og hefur gefið af sér kjölfestu sem að stendur nú mun fastari fótum en sú kjölfesta sem okkur var talin trú um að væri mest og best en birtist okkur í klæðalítilli afurð langrar stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Það er þó visst áhyggjuefni að forysta VG virðist ekki vera í takt við kjósendur sína í Evrópumálum. Mikið er um reiði og óróa í landinu. Fylgisaukning VG tengist slíkri stemmingu. En þar er ábyrgðin mikil að bjóða upp á huggun, mannúð og lausnir. Ekki að kynda undir eldi óróleika og óvissu.
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2008 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.10.2008 | 01:32
Ólafur Ragnar og Evrópusambandið
Á síðustu árum hefur Ólafur Ragnar Grímsson forseti talað gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Talið að styrkur Íslands byggi á þeim sveigjanleika sem felist í fullu sjálfstæði. Nýta EES samninginn til aðgangs að innri markaði Evrópu, en jafnframt að nýta sér tækifæri sem felast í beinum fríverslunarsamningum við önnur ríki.
Eftirfarandi frétt er í Morgunblaðinu 6. maí 2005
Ekki ESB- aðild í fyrirsjáanlegri framtíð
Efnahagslífið á Íslandi mun ekki hafa hag af aðild að Evrópusambandinu og það er engin pólitísk ástæða fyrir aðild Íslands að sambandinu, að því er fram kom hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í ræðu í Lundúnum og sagt er frá í dagblaðinu Financial Times.
Blaðið hefur eftir Ólafi að hann sjái ekki að Ísland muni sækja um aðild að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Það sé engin pólitísk ástæða fyrir aðild Íslands. Það gæti gerst einhvern tíma í framtíðinni og gæti þá byggst á því hvað gerist varðandi evruna og hver afstaða Noregs verður.
Ólafur bendir ennfremur á að í aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu séu fólgnir kostir aðildar að Evrópusambandinu, auk frelsis til að eiga í samskiptum við önnur ríki á eigin forsendum, eins og við Kína og Indland.
Í frétt Financial Times er einnig haft eftir honum að á síðustu árum hafi Ísland sýnt hvernig lítið ríki geti brugðist við hnattvæðingunni með skipulögðum og árangursríkum hætti hvað efnahagslífið snerti. "Sérhvert fyrirtæki í landinu hefur nú einstakt tækifæri til að koma sér á framfæri. Ný fyrirtæki geta nú farið inn á heimsmarkaðinn án tillits til þess hvar þau eru staðsett og fljótlega haft allan heiminn sem sitt markaðssvæði," segir Ólafur einnig í frétt Financial Times. "
Í ljósi þessarar afstöðu forsetans nýtti ég tækifærið og spurði hann þegar hann kom á mánudag í heimsókn í skólann minn hvort hann muni beita sér gegn þjóðarvilja í þessu máli miðað við stuðning við aðildarviðræður og upptöku evru. Forsetinn sagði að það hafi verið skoðun sín að í möguleikum til beinna viðskiptatangsla við önnur lönd lægju mikil tækifæri, hinsvegar væri vissulega þörf á að endurmeta og ræða mál útfrá þeim miklu sviptingum sem verið hafa síðustu vikurnar. Tiltók hann í því sambandi sérstaklega vandamál tengd sjálfstæðri peningamálastefnu og gjaldmiðli.
Það væri verðugt hlutverk forseta Íslands að krefjast þess fyrir hönd þjóðarinnar að hún fái að taka lýðræðislega afstöðu til framtíðarstöðu sinnar innan Evrópu. Embætti hans gæti verið rétti aðilinn til að stuðla að upplýstri umræðu og málstofum um þetta efni. Framtíð Íslands liggur ekki í sjálfstæði landsins heldur miklu fremur tækifærum og sjálfstæði einstaklinga sem byggja landið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.10.2008 | 21:05
Draumaland sveitarinnar í borginni
Varmársvæðið frá upptökum að ósum er lífæð Mosfellsbæjar. Fyrir íbúana sem vilja næra sig með heilsusamlegum lífstíl og upplifa hin fjölbreytilegu tengsl við náttúruna. Góðærisglíja og græðgi blinduðu sýn bæjaryfirvalda og verktaka á mikilvægi þessara verðmæta. Tákn Mosfellsbæjar Álafoss var niðurlægður með ósmekklegri og groddalegri stígagerð. Kvosin er enn sundurskorin og óljóst hvernig vegtengingu við hana verður háttað. Varðstaða um þessi gildi tapaðist.
Næsta stórframkvæmd sem mun verulega spilla Varmársvæðinu er lagning Tunguvegar um árósasvæðið. Varmársamtökin héldu nýlega opinn málfund um lagningu þessarar tengibrautar frá Leirvogstungu að Skeiðholti. Frummælendur voru Valdimar Kristinsson blaða- og hestamaður og Ólafur Arnalds prófessor í umhverfisfræði. Mikil ánægja var með innlegg þeirra og fundarmenn hvöttu þá til að koma máli sínu á prent.
Ólafur Arnalds birti þann 20. október grein í Morgunblaðinu, sem nefnist Tunguvegur: Skipbrot umhverfisstefnu. Þar rekur hann óvandaðan samanburð á valkostum í umhverfisskýrslu. Þar sem mikilvægi svæðisins og framtíðarlandnýting fá ekkert vægi. En umhverfisskýrsla tengd Helgafellsvegi var sama marki brennd. Einungis horft til áhrifa af malbikuðum vegi hér eða þar. Ekkert um gildi útivistarsvæða fyrir bæjarbúa.
Í niðurlagi greinarinnar segir Ólafur: "Umhverfisslys í Mosfellsbæ hafa verið mörg og stór að undanförnu. Satt best að segja skil ég ekki lengur hvaða hlutverki grænn flokkur gegnir í þessari bæjarstjórn. Hann var örugglega ekki kosinn til þessara verka! Ég skora á bæjarstjórn að endurskoða hug sinn varðandi Tunguveg og líta til annarra kosta en þeir eru sannarlega fyrir hendi!".
Það er ýmislegt hægt að gera fyrir áætlaðan kostnað vegna Tunguvegar, sem er metinn 300-500 milljónir. Tengibrautin er óþörf að margra mati ef hið nýja hverfi nýtir Vesturlandsveg, en í besta falli afskaplega illa ígrunduð. Hægt er að leggja hana eins og Ólafur bendir á mun nær Vesturlandsvegi og með þeim hætti er svæðið ekki skorið í sundur og samnýtist vegtengingu við fyrirhugaðan ævintýragarð. Ávinningur íbúa í Leirvogstungu er mestur af því að hafa náttúruparadís við túnfótinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2008 | 09:06
Áfram Þorgerður, Valgerður og Ingibjörg!
Nú reynir á að skynsamar konur taki af skarið og komi hinum sterka þjóðarvilja í skýran farveg. Losum Sjálfstæðisflokk undan stefnu Davíðs Oddssonar, losum Framsóknarflokkinn undan stefnu Guðna Ágústssonar og Vinstri græna undan stefnu Ragnars Arnalds. Látum lýðræðisleg vinnubrögð ráða ríkjum í íslenskri pólitík, jafnvel þó að smákónga- og karlaveldi hrynji hér og þar.
Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2008 | 01:05
Að elska og treysta
Njörður P. Njarðvík veltir upp áhugaverðri spurningu í greinarkorni í sunnudagsblaði Fréttablaðsins. "Hverjum getum við treyst?" Bókmenntaprófessorinn ætti að vita að meginþráður í íslenskri þjóðarsál og þessvegna bókmenntum er tengdur kaldlyndi og margvíslegu undirferli.
En spurningin er réttmæt því degi síðar kemur í ljós að fjórði hver maður í landinu treystir ekki neinum stjórnmálaflokki. Flestir bera mest traust til Samfylkingarinnar samkvæmt könnuninni. Það er í þriðja skipti sem flokkurinn mælist í þeirri stöðu.
Traust er afurð samskipta. Virkt og heilbrigt lýðræði er besti farvegur þeirra í stjórnmálum. Þarna finnst mér Samfylkingin, þrátt fyrir góðan ásetning um slík vinnubrögð, hafa brugðist á síðustu vikum. Að mynda ekki öflugri vettvang fyrir samskipti almennings og stjórnmálamanna.
Málin hefði mátt ræða með opnari hætti heldur en verið hefur raunin. Afhverju þarf flest að vera sett upp sem laumuspil. Síðast í dag var forsætisráðherra okkar á fundi með kollegum af hinum Norðurlöndunum. Hann gat ekki "á þessu stigi" sagt frá efni fundarins.
Að frumkvæði eins manns var í kvöld settur upp slíkur opinn vettvangur í Iðnó. Sumir brugðust við af reiði. Þeir hinir sömu geta haft það hugfast, eftir að reiðinni hefur verið leyft að fá útrás, að ástin eyðir óttanum. Kærleiksrík og heiðarleg samskipti gefa af sér traust.
Ef minn flokkur eflir lýðræðisvitund meðal þjóðarinnar og tilfinningu um að verið sé að vinna málin af ástríðu, af fólki og fyrir fólk, þá er hann kominn með hreinan meirihluta í næstu kosningum.
Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 15:39
Aldrei rétti tíminn
Andmælendur fullrar þátttöku Íslands í samvinnu innan Evrópu nota iðulega orðalag á þeim nótum að það sé ekki mögulegt við "núverandi aðstæður". Í fyrra var bent á mikilvægi þess að halda úti sjálfstæðri peningamálastefnu svo hægt sé að redda þjóðarskútunni frá því að sigla upp á sker. Áherslan var á mikilvægi þess að geta stýrt gengi og vöxtum miðað við innlendar forsendur.
Nú eru allir karlar sem vetlingi geta valdið uppteknir á strandstðað við að ausa vatni úr bátnum eða hét það að verið væri að brjóta ísinn af skipinu áður en það sekkur? Örsök skipskaðans liggur að stórum hluta í rangri peningamálastefnu og litlu myntsvæði. En umræða um ESB gæti truflað einbeitingu björgunarsveitarinnar og er sagt seinni tíma umræðuefni.
Síðan er haft eftir hinum finnska stækkunarstjóra sambandsins að ferlið taki innan við eitt ár. Þá má ekki ræða málið af því að það er sagt í stjórnarsáttmálanum að það sé ekki á dagskrá! Samkvæmt könnun Fréttablaðsins er 70% þjóðarinnar hlynntur aðild og evru. Stærstur hluti Íslendinga er því "lýðskrumarar" og "óróamenn". Kall dagsins er því að Þorgerður Katrín, Valgerður og Ingibjörg Sólrún sameinist um að hrinda þessum þjóðarvilja í framkvæmd.
Það verður að hafa það þó að fámennur áhugahópur karla um skútusiglingar og björgunaraðgerðir missi svefn yfi málinu. Það er gott að sækja um aðild í "veikleika" okkar og tryggja lýðrættindi, sjálfstæði og "styrkleika" fyrir komandi kynslóðir. Það er betra að Ísland sé virkt í samruna Evrópu áður að stór hluti Íslendinga flytur til Evrópu.
Ísland endurskoði ESB-afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 22:11
Nornaveiðar
Björgvin G. Sigurðsson fær á sig gusu frá Agnesi Bragadóttur og Björgólfi Guðmundssyni í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Viðskiptaráðherra hefur með háttvísi hvatt fjármálamenn til að selja eignir erlendis og koma með fjármagn til landsins til að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í fjármálakerfinu. Hann hefur sérstaklega og réttilega bent á Björgólfsfeðga í tengslum við gífurlegar ábyrgðir vegna svonefndra IceSave reikninga.
Agnes segir; "... hvað finnst mönnum um það að ráðherra bankamála virðist með orðum sínum og æði í fjölmiðlum vera farinn að ganga út frá því sem gefnu að fyrrum eigendur og stjórnendur viðskiptabankanna þriggja séu bara ótíndir glæpamenn sem hann ætlar að hirða allar eignir af?! Hefur ráðherrann enga dómgreind?" Þarna virðist hinn oft á tíðum ferski blaðamaður hafa misst sig í því að verja auðmennina og reynir nornaveiðar á vettvangi stjórnmála. Það má víst ekki enn styggja eða stíga á tærnar á þeim sem voru hálfguðir hér á landi fyrir um mánuði síðan.
Björgólfur er á svipuðu róli í viðtali við Agnesi þar sem hann talar til viðskiptaráðherra; "Það er mikilvægt fyrir mann í hans stöðu að gæta tungu sinnar og vera varfærinn og samkvæmur sjálfum sér í öllum sínum gjörðum... Það er líka mikilvægt að menn notfæri sér ekki í fjölmiðlum jafn grafalvarlegt mál í pólitískum tilgangi". Í ljósi samsetningar og hruns á þeirri spilaborg sem Björgólfur Guðmundsson tilheyrði þá fer honum ekki að áminna um varfærni. Áhættusækni varð honum að falli í Hafskipsmálinu og slíkt endurtekur sig í umsvifum tengdum Landsbankanum.
Á meðan Björgólfsfeðgar tjá ekki vilja sinn í að selja t.d. fótboltafélag í Englandi eða síma í Búlgaríu til að borga skuldir vegna persónulegra umsvifa í IceSave þá eiga þeir ekki mína samúð. Á meðan að þeir sjá ekki að þeir hafi gert mistök og farið offari eiga þeir ekki mína samúð. Á meðan viðskiptaráðherra talar því máli að þessir aðilar eigi að bera ábyrgð á gjörðum sínum sýnir hann mikla dómgreind og varfærni. Hann stendur varðstöðu fyrir almenning í landinu. Að við séum ekki að ósekju látin greiða fyrir veisluhöld og timburmenn stóreignamanna.
Birgir Ármannsson alþingismaður ver nýlega stóreignamennina undir formerkjum eignarréttar og það virðist Morgunblaðið gera í sunnudagsblaðinu. Þarna liggur skoðanamunur og eðlismunur. Ef hægt er að sækja tap sem myndast við hrun viðskiptaveldis í vasa skattgreiðenda og skuldsetja þjóðina, þá hlítur að vera eðlileg krafa að fyrst sé gengið á eigur þeirra sem voru aðalleikarar og veisluhaldarar. Það eru ekki nornaveiðar heldur sanngirnismál. Ef þeir bregðast ekki við kurteislegri hvatningu þarf að skoða leiðir til að frysta eignir og lagasetningu sem hæfir eðli máls.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.10.2008 kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.10.2008 | 00:34
Sumir hafa það betra en aðrir
Sumir hafa náð að haga málum sínum þannig að þeir eru undirbúnir undir erfiða tíma framundan. Ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá hverjum og einum. Það þýðir ekki að treysta á neina félagslega aðstoð. Ná að innbirgða nógu mikið af kaloríum til að lifa snjóþungu vikurnar í janúar og febrúar.
Þeir voru ánægðir og búsældarlegir skógarþrestirnir sem fundið hafa veisluborð allsnægtanna í berjum koparreynisins fyrir framan stofugluggann hér í Mosfellsbænum. Það var gaman að fylgjast með þeim. Settust á greinar trésins og átu ein 4-6 ber og fóru burtu aftur í hærri tré.
Því miður missti ég af fuglaskoðunar og ljósmyndunarnámskeiði fyrir raungreinakennara í fyrra. Ég er með 200 mm linsu, sem þykir lítið hjá fuglaljósmyndurum. Svo er ég ekki búin að læra nóg á stillingar á vélinni til að nýta breytilegan hraða og ljósop. Prófa aftur á morgun.
Hér kemur allavega sýnishorn af þessum indælu og velkomnu gestum í garðinum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2008 | 01:18
Kysstu mig, kysstu mig mikið - Helgarlagið
Hin mexikanska Consuelo Velazques samdi árið 1940 eitt þekktasta lag allra tíma Besame mucho áður en hún varð sextán ára og áður en hún hafði verið kysst. Margir þekktir tónlistarmenn hafa síðan glímt við lagið. Þó allar þessar útgáfur hafi sinn áhugaverða karakter þá finnst mér sérstaklega hugljúf stemming yfir flutningi hins blinda ítalska stórsöngvara Andrea Bocelli. Hann var hér í Egilshöll fyrir ári síðan með tónleika.
Tónlist | Breytt 25.10.2008 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)