Lýðskrumarar og málþófsmenn munu þagna

Þjóðaratkvæði í þessu máli mun leiða til að við losnum við lýðskrumarana og málþófsmennina sem eru til í að gera hvað sem er til að spilla fyrir árangri fyrstu tveggja flokka vinstri stjórnarinnar. Meira að segja talsmaður InDefence segir að það þurfi að standa við skuldbindingar og endurgreiða lágmarkstryggingu vegna Icesave reikningana.

Ef við neitum gildistöku laga þá taka formlega við fyrri lögin. En þau eru ekki samþykkt af Bretum og Hollendingum. Munurinn milli þessara laga liggur í því að þeir féllust ekki á tvo fyrirvara í fyrri samningi. Fyrirvara um að greiðslur miðuðust við hagvöxt og fyrirvara um að éftirstöðvar láns muni afskrifast að vissum tíma liðnum.

Nú verður hver og einn að gera upp við sig hvort að munurinn á fyrirvörunum á greiðslutilhögun sé nægjanleg ástæða til að halda hagsmunum þjóðarinnar í áframhaldandi óvissu.


mbl.is Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í minningu Lhasa de Sela

Við skötuhjúin vorum lukkuleg með að fá miða á seinni tónleikana söngkonunnar Lhasa de Sela á listahátíð, síðastliðið vor. Hún hélt tvenna tónleika og við fengum miða á seinni tónleikana. Hún hafði dásamlega rödd og spilaði á marga strengi í litrófi tilfinningalífsins. Við stóðum á miðju gólfinu á Nasa og vorum djúpt snortin af hæfileikum hennar og tjáningu.

Það hvarflaði ekki að okkur að hún stæði í erfiðri baráttu við brjóstakrabba og að með þessum tónleikum væri hún að syngja sitt síðasta vers opinberlega. Það var mikil innlifun í klappinu eftir síðasta lagið og aukalög. Ég er þakklátur fyrir að hafa haft tækifæri til að fara á þessa tónleika. Hún hafði allt sem prýða má listamann í tónlist. Frumleg, óvænt, skapandi og hæfileikarík.

Hún dó í upphafi ársins - http://www.lhasadesela.com/lhasa_de_sela/menu.php?lang=en

Vel hér þrjú angurvær lög af nýjustu plötu hennar sem kom út á síðasta ári. Hin ljúfsára stemming sem þar birtist fær nú aðra og dýpri merkingu.


Óskir um áramót

Í Peningagjá á Þingvöllum var vatnið spegilslétt í dag. Daginn fer smátt og smátt að lengja. Sólin fer hækkandi og áður en varir verður komið vor. Nýtt ár og hækkandi sól beina athyglinni að framtíðinni. Eftir argaþras og leiðindi leitar hin taugaveiklaða íslenska þjóðarsál að friði. Eftir skemmtilega útivist og göngu færði kvöldsólin roða yfir hinn mikla helgidóm sögu og náttúru sem við eigum hér rétt utan við borgarmörkin.

Fátt er mér kærara en virðingin fyrir lýðræði. Fátt er mikilvægara en að þróa leiðir til að tryggja það að fólkið í landinu geti verið mótandi um eigið samfélag og umhverfi. Að geta verið þátttakendur í mikilvægum ákvörðunum. En mál þurfa að vera lögð fram í þjóðaratkvæði með þeim hætti að við vitum hvert við erum að fara. Hver er hinn valkosturinn ef að við segjum okkur frá þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem við höfum gengist undir. Erum við tilbúin í áframhaldandi óvissu um þetta mál.

Veit Sturla Jónsson, sem kotroskin birtist á skjánum í gær undir merkjum ICESLAVE með blóðið lekandi af stöfunum, hver er annar og betri kostur í stöðunni? Erum við bara sjálfstæð og engum háð um nokkurn hlut? Hann er maðurinn sem barðist gegn því að íslenskir atvinnubílstjórar þyrftu að virða lögbundin hvíldartíma, samkvæmt EES samningnum. Við áttum að vera eina þjóðin í álfunni þar sem að ekki var þörf á að huga að sameiginlegum stöðlum er settir höfðu verið til að tryggja öryggi í umferðinni.

Margt bendir til þess að sama hvatvísin, skammsýnin og sjálflæga hagsmunamatið sé ráðandi nú hjá þeim sem að leggja hart að forsetanum um að hafna undirskrift laga um að ríkið beri ábyrgð á greiðslu til Hollendinga og Breta vegna útgjalda þeirra vegna tryggingasjóðs innistæðueigenda við fall íslensks banka. Við erum víst sjálfstæð og engum háð. Þurfum ekki að virða umferðarreglur eða öryggisviðmið. Þessi íslenski banki var ekki á okkar vegum.

Verið er að undirbúa löggjöf um þjóðaratkvæði. Það er brýnt og þarft verkefni. Það er ánægjulegt að höfundar hrunsins og flokkarnir sem kokgleyptu það að einn eða tveir menn gætu vélað þjóðina í það hlutskipti að teljast aðilar að stríði, hafi skyndilega fengið áhuga á beinu lýðræði. Vonandi nýtist þessi áhugi þeirra til að löggjöfin fái verðskuldaða athygli allra flokka. Enginn formaður flokkana taldi í Kryddsíld á Stöð 2 að æskilegt væri að senda fjárlög ríkisins í þjóðaratkvæði.

Þannig er það ljóst að sum mál henta ekki til meðferðar og leitar að niðurstöðu með þjóðaratkvæði. Þar er rétt að horfa til reynslu annarra þjóða sem að hafa betri lýðræðisvitund en hefur ríkt á Íslandi. Í raun er ég viss um að 100% þjóðarinnar eru á móti því að borga ICESAVE skuldbindingarnar.Gjarnan vildi ég fá slembiúrtak úr símaskránni til að ákvarða hvort mér beri að borga reikningana mína eða ekki.  En enginn stjórnmálaflokkur neitar því að það þurfi að ná sátt við alþjóðasamfélagið í þessu máli. InDefence viðurkennir skuldbindinguna en ekki fyrirliggjandi lagasetningu.

Frá miðjum nóvember í fyrra, með undirskriftum Árna, Geirs og Davíðs, hafa íslensk stjórnvöld gengist við því að þau ætli að endurgreiða Hollendingum og Bretum tilbaka lágmarkstryggingu innistæðna vegna hins fallna íslenska banka. Í tæpt ár höfum við eytt ómældri orku, samningaumleitan og gagnavinnslu í að fá niðurstöðu varðandi greiðslutilhögun lánsins. Þar hafa náðst miklar umbætur frá fyrstu samningsdrögum. Á einhverjum tímapunkti þarf að kveða upp úr um niðurstöðuna og hún liggur fyrir. Það er síðan alltaf auðvelt að gerast bestur riddara og segjast geta náð betri samningi.

Sonur sæll bað um krónu við Peningagjánna á Þingvöllum í dag. Hann óskaði sér um leið og hann kastaði henni ofan á spegilsléttan vatnsflötinn. Peningurinn tók snúninga, sveiflur og dívur. þar til hann lenti á botninum. Ég veit að óskin hans var jákvæð og uppbyggjandi. Veit að hann á það skilið að sú kyrrð og fegurð sem ríktu í þjóðgarðinum í dag verði sterkari einkenni íslensks mannlífis á komandi misserum. Að við látum ekki sundurlyndi og sjálfseyðingarhvöt gefa af sér óþarfa áframhald á óvissu í málefni sem búið er að ná samningum um á alþjóðlegum vettvangi og búið er að samþykkja með lagasetningu frá Alþingi.

ÓSKA ÖLLUM GÆFU, FRIÐAR OG ÁNÆGJU Á NÝJU ÁRI

 

Tvíklikkið á myndirnar til að stækka þær

Þingvellir 2Þingvellir 3

 

 

 

 

 

 

Þingvellir 4Þingvellir 5

 

 

 

 

 

 

Þingvellir 6Þingvellir 7

 

 

 

 

 

 

Þingvellir 9Þingvellir 12


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldsettu og svefnlausu litlu börnin okkar

Soafanfi barn

Helstu höfundar hrunsins vilja ekki axla neina siðferðilega eða fjárhagslega ábyrgð á því að hópur manna fóru með orðspor Íslands sem vörumerki út um alla Evrópu og skildi eftir sig sviðna jörð. Í stað þess að eyða orkunni í að ná lögum yfir sökudólgana og ránsfenginn er öllu snúið upp á björgunarsveitina og reynt að spilla störfum hennar. Jafnvel þó að allir viðurkenni að núverandi björgunaráætlun se´mun betri heldur en sú sem var tilbúin af fyrrverandi fjármálaráðherra, forsætisráðherra og seðlabankastjóra.

Þeir sem að eltust mest við gullkálfinn og trúðu á að hér væri hægt að láta smjör drjúpa af hverju strái með verðbréfaprangi, viðskiptahalla og erlendum lántökum stíga nú á stokk og strngja fögur heit. Þeir skuli berjast gegn því að komandi kynslóðir, synir þeirra og dætur verði bundin í skuldafjötra til framtíðar. Blessuð börnin. Þeir sem að hafa fylgt vaktaplani málþófsins mánuðum saman, spillt fyrir ímynd og störfum Alþingis koma nú fram fullir af móðurlegri umhyggju og segja að það sé ekki boðlegt Alþingi sem vinnustað að börn þingmanna verði svefnlaus vegna vinnutíma foreldra. Blessuð börnin.

Það virðist vera mikil barnaumhyggja sem streymir frá Valhöll þessa dagana. Menn verða að prófa ný hljóðfæri til að spila á þegar helstu tónar og strengir íhaldsins á liðnum árum hafa reynst svikulir eða falskir.


mbl.is Lokaumræða um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja Ísland

Rauðar rósirSiðareglur fyrir kjörna fulltrúa er mikilvægt skref til að bæta og styrkja lýðræðið í landinu. Þetta er mál sem að öll önnur sveitarfélög eiga að taka upp. Það er ekki hægt að una því að alþingismenn eða sveitarstjórnarmenn beiti sér fyrir sérhagsmunum á kostnað heildarinnar. Að þeir misnoti aðstöðu sína. Beiti sér skipulagt fyrir eða gegn einstaklingum, fyrirtækjum eða félögum.


mbl.is Siðareglur borgarfulltrúa staðfestar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunana himpigimpi

ÞG & GHIceSave málið var í aðalatriðum afgreitt um miðjan nóvember í fyrra með yfirlýsingu þáverandi fjármálaráðherra Árna Matt og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að Ísland bæri ábyrgð og myndi standa við greiðslu á erlendum tryggingum sparifjáreigenda Landsbankans.

Vegna sérstæðra aðstæðna á Íslandi gáfu Bretar og Hollendingar svigrúm á að ræða greiðslutilhögun. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í þann þátt. Meðal annars gott innlegg úr vinnu Alþingis. Hinsvegar var ekki hægt að búast við því að mótaðilar gætu samþykkt sumt t.d að skuldin gufaði upp eitthvað tiltekið ár.

Nú er niðurstaða fengin. Því geta allir fagnað. Ekki síst sjálfstæðismenn sem voru búnir að gefa loforð um slíkt bæði úr stjórnarráði og seðlabanka. Kristinn H Gunnarsson, Spaugstofan og fleiri hafa dregið vel fram hversu ótrúverðugt það er að skipta um afstöðu í grundvallarmálum eftir því hvort flokkur er í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Ég berjast skal á móti Bandaríkjaher,

en bara ef það hentar mér.
  
Svo þvæ ég mínar hendur og þvílíkt af mér sver,

ef það er það sem hentar mér.


 Þannig sungu Stuðmenn. Þetta er hrunadans Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þeir axla enga ábyrgð en reyna að fiska í hinu grugguga vatni. Hvað geti skilað flokknum stundarvinsældum óháð hagsmunum landsins og stöðu þess í alþjóðasamfélaginu.


mbl.is Víða greint frá samkomulaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumar og þrár

draumarVar að vakna. Beint úr draumi og þá er helst að maður muni eftir þræðinum. En hann var svona;

Byrjunin sem ég man er að ég kem að einhverju fjalli þar sem að fjöldi manns er að fara upp þverhníptan snjóvegg.

Það eru kaðlar sem að liggja niður skaflinn og fólk á að nýta til að toga sig upp. Ég geng að einum kaðlinum og byrja að toga mig upp, en spyr einhvern ókunnugan við hliðina á mér hvort að það sé ekki í lagi að fara á fjallið í kínaskóm. Ég hafi verið svo seinn fyrir að ég hafi ekki náð að græja mig almennilega.

Hann telur að það hljóti að sleppa enda mjúkur snjór og eftirgefanlegur. Við horfum upp eftir skaflinum og þar eru á undan fjórir karlar í rauðum göllum sem hafa "gripklær" sem þeir festa á kaðalinn sitt á hvað og eru mjög faglegir. Maðurinn segir við mig; "Þeir eru seigir Norðmennirnir".

Þegar komið var upp á stall tók einhver leiðangursmaður á móti göngufólki. Hann er að velja og hjálpa fólki í öryggisbelti fyrir línu (kallað "stóll" að mig minnir). Hann spáir í breidd á miðju og mjöðmum og segir svo; "Er einhver álíka grannur karlmaður og þú á leiðinni upp". Ég verð hissa á spurningunni og svara; "Hef ekki hugmynd um það, horfði ekki einu sinni á "botninn" á konunum á leiðinni upp".

Síðan vaknaði ég.

Í vikunni var ég að kenna um heilann. Þá fór af stað umræða um drauma. Sagði nemendum frá því að ein kenning um eðli þeirra gengi út á að þá væri að eiga sér stað tiltekt í huganum. Það væri verið að taka til í minninu og hugsunum.

Veit ekki hvort að þetta er rétt, en þessi draumur styður kenninguna, því ég er á leiðinni á Skessuhorn núna klukkan tíu og var að lesa mig til um leiðina áður en ég fór að sofa.


Fjöll og fell - Í nágrenni Reykjavíkur

island 

Fátt er skemmtilegra en yfirgefa ys og þys, as og þras borgarinnar og fara út í sveit. Finna þar eitt gott fjall til að ganga á og keyra síðan aftur til baka. Leyfa sigurtilfinningunni hríslast út um kroppinn og lífskrafti fjallaloftsins næra hverja frumu.

Síðasta mánuð hef ég sett mér markmið í fjallamennskunni. Ganga á fjöll innan hundrað kílómetra radíus frá Reykjavík. Fara um helgar á tvö fjöll. Laugardaga á Suðurland og sunnudaga á Vesturland. Nú er ég búin að gera þetta fjórar helgar.

Fyrstu helgina fór ég á Bláfell upp við Kjalveg og Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli. Næstu á Stóru Jarlhettu við Hagavatn og Strút við Kalmanstungu. Síðan var stefnan þessa helgina sett á Heklu út af Dómadalsleið og Ljósufjöll á Snæfellsnesi.

Því miður komumst við ekki á Heklu í gær vegna þess að það var hávaðarok og vegurinn illfær að fjallinu. En hvað gerir maður í roki. Leitar eftir skjólsælli útivist. Áttum þessa frábæru göngu um svæði skógræktarinnar í Þjórsárdal. Algjör náttúruperla.

Í dag var farið af stað í sól og góðu veðri að Borg sunnanvert á Snfellsnesi, með fyrirheit um göngu á Ljósufjöll. Hitti þar óvænt á frændfólk mitt. Gengið var á fjallið í sérlega góðu skyggni, þó það væri komið mistur í átt til sjávar af toppnum.

Þjórsárdalur

Ljósufjöll2 

 


Stuðningur við hvað?

Ögmundur Jónasson stóð sig ágætlega sem heilbrigðisráðherra. Hann innleiddi verklag í niðurskurði í heilbrigðismálum sem var skynsamlegt. Að tilkynna almennar forsendur samdráttar, hvaða töluleg markmið yrðu að nást. Síðan var það vald, frelsi og ábyrgð stofnunarinnar að útfæra fyrirkomulag. Hann var ekki maður drottnunar heldur samstarfs.

Hinsvegar er framganga Ögmundar í Icesave málinu algjört lýðskrum. Að það sé ennþá allt opið til efnislegrar meðferðar og túlkunar á því hvort við berum ábyrgð. Tilskipunin frá 1999 innleidd af Alþingi  kveður skýrt á um ábyrgðina og yfirlýsingar Davíðs, Geirs og Árna frá því um miðjan nóvember í fyrra taka af vafa um að Ísland standi við skuldbindingar í málinu.

Síðan getum við hugsanlega tekið væntanlegt samkomulag upp síðar. Bretar og Hollendingar urðu fyrir miklu tjóni af hálfu íslenskrar bankastarfsemi. Stjórnvöld þar hafa nú þegar greitt ábyrgðir landsins, en hafa ekkert pólitískt svigrúm heima fyrir að velta þessum lágmarks ábyrgðum yfir á sína skattgreiðendur.


mbl.is Þykir vænt um stuðninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn á leið til Katar

MúslimarFréttst hefur að framsóknarmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson séu nú á leið til fundar við Sheikh Hamad bin Khalifa al-Thani, Emír í Katar. Hann hefur að sögn framkvæmdastjóra flokksins boðið þeim tveimur prívat og persónulega 500 milljarða kúlulán.

Á ferð þeirra um Noreg í síðustu viku kom í ljós að norðurlandaþjóðirnar gera sömu kröfur til okkar Íslendinga og aðrar lýðræðisþjóðir álfunnar. Að við stöndum við samninga og ársgömul fyrirheit Davíðs Oddssonar, Geirs Haarde og Árna Mathiesen.

Framsóknarmennirnir gera sér þó vonir um að í arabaheiminum séu ekki slík óáþreifanleg siðferðisviðmið að þvælast fyrir. Hinsvegar er talið að þeir verði að tileinka sér siði innfæddra til að ná árangri. Því hafa þeir nú farið í litgreiningu varðandi val á réttum slæðum til klæðnaðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband