7.8.2008 | 13:13
Snjór er stundarfyrirbćri
Snjór er í eđli sínu stundarfyrirbćri sem kemur og fer eftir hitastigi. Ţađ er ţví hćpiđ ađ tala um verndun hans eđa nýta ytri mörk jökuls á tilteknum tíma sem landamerki í ţjóđlendulínu.
Helgi Björnsson jöklafrćđingur hefur haldiđ ţví fram ađ skriđjöklar og sá hluti Vatnajökuls sem nćr yfir í Lón verđi horfinn á nćstu 30 árum. Međ ţví verđur vatnasviđ Jökulsár í Lóni orđiđ jökullaust.
Af ţeirri ástćđu og fleiri er eđlilegt ađ virđing sé borin fyrir mörkum Stafafells í Lóni sem byggja á fornri hefđ um vatnaskil og ár sem meginviđmiđ. Slík nálgun fylgir venjum og gefur rökrétta heild.
Lögmenn og verndarsinnar hafa fariđ offari međ reglustikuna og dregiđ ný mörk byggđ á snjóalögum eđa fornbókmenntum, legu jökuls og lýsingum Landnámu.
Friđland, ţjóđlenda, einkaafréttur, eignarland sem eru afleiđingar af reitaskiptingu ríkisins verđa hverful stundarfyrirbćri eins og snjórinn. Stafafell í Lóni er afmörkuđ heild út frá sterkum landfrćđilegum og sögulegum forsendum.
![]() |
Langjökull horfinn eftir öld? |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 20:24
Lukkulegur og grannur
Í gćr kom ég úr síđastu gönguferđ sumarsins, ţar sem ég kynni Stafafell í Lóni. Vandleitađ er ađ jafn spennandi og skemmtilegri sumarvinnu.
Hinir frábćru göngufélagar síđustu fimm daga voru af Álftanesi og er hópur sem myndađur var í tengslum viđ meirihluta bćjarstjórnar.
Ţađ er alltaf gaman ađ hafa unga fólkiđ međ í svona ferđum og ţarna voru fimm vaskir sveinar sem létu sig ekki muna um ađ skella sér til sunds eđa í klettaklifur.
Ţessi fjallamennska hefur hreinsađ af mér bloggspik síđasta vetrar. Nú fer ađ styttast í skólahald og nćstu dagar fara í ađ fínslípa texta sem ég hef samiđ fyrir kennslu í líffrćđi.
Jafnframt mun formennska í Varmársamtökunum taka sinn tíma og hef ég metnađ til ađ samtökin gegni skapandi hlutverki; vettvangur mannlífs og farvegur skođanaskipta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.8.2008 kl. 11:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2008 | 18:53
Sameiginlegar stođir til framtíđar
Nú reynir Björn frćndi vor ađ fikra sig af stađ í brúarvinnu. Á nćsta ári er landsfundur Sjálfstćđisflokksins og ţeir eiga alveg eftir heimavinnuna. Almenningur, samtök iđnađar og félag kaupmanna krefjast skilvirkni í stefnumótun um framtíđartengsl og stöđu okkar í álfunni. Björn Bjarnason er nćgilega skynsamur mađur til ađ átta sig á ađ tilburđir flokksins til ađ svćfa málin eru ekki vćnlćgir til árangurs.
Dómsmálaráđherra skynjar ţörfina á ađ brúa biliđ milli viđhorfa almennings og atvinnulífs annarsvegar og einangrađrar forystu Sjálfstćđisflokksins hinsvegar. Nauđsyn ţess ađ skjóta fleiri stođum undir samstarfiđ viđ Evrópusambandiđ. Krafan um upptöku evru er hávćrust og eđlilegt ađ byrja á ađ tefla ţví fram einu og sér. Ţorgerđur Katrín hefur veriđ ein á báti međ ţá yfirlýstu stefnu ađ tímabćrt sé ađ gera ítarlega úttekt á stöđu Íslands gagnvart ESB og útilokar ekki ađild.
Nú hefur ráđherrann áttađ sig á ađ hann er ekki í takt viđ stemminguna međ ţví ađ vísa eingöngu í Evrópuskýrslu sem ađ hann lét taka saman í fyrra eđa hittifyrra. Ţađ ţarf ađ láta verkin tala. Björn vill hafa stöplana undir brúnni ţrjá; EES samninginn, Schengen samstarfiđ og upptöku evru. Opnađ er á frekari umrćđu og nánari tengsl. Ţađ er nýjung og vert fullrar athygli. Dómsmálaráđherra, menntamálaráđherra og fleiri í forystu flokksins munu sjá ađ best er ađ brúin sé öflug og traust, frekar en ađ fariđ sé af stađ af hálfum hug međ skotröftum og skammtímalausnum.
![]() |
Evruleiđ fremur en ađildarleiđ? |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2008 | 14:02
Kennaragöngur
Síđastliđiđ haust samdi ég viđ Kennarasamband Íslands um ađ skipuleggja gönguferđir um Stafafell í Lóni sem er ađ ná fullum ţroska sem eitt stćrsta og fjölbreytilegasta útivistarsvćđi landsins. Eskifell og Kollumúli voru ađalbćkistöđvar okkar eins og tíđkast hefur hjá smalamönnum um langt skeiđ.
Í gćr kom síđasti hópurinn af ţremur til byggđa. Hann var 27 manna, sem er međ allra stćrstu hópum sem ég hef fariđ međ, en auk fararstjórnar var matreiđsla á mínum höndum. Verđ ađ viđurkenna ađ í mér var örlítill beygur ađ vegna fjöldans yrđi erfitt ađ halda utan um verkefniđ.
Nú er fimmtán dögum á fjöllum međ kennurum lokiđ. Ég hef fulla trú á ţessu stefi í orlofsmöguleikum. Svona pakki međ göngu í fimm daga, gistingu í skálum, kvöldmat, trússi og rútuferđ til baka er á svipuđu verđi og sumarhús í viku.
Hópurinn sem kom til byggđa var sá besti og skemmtilegasti sem ég hef fariđ međ til fjalla. Ţađ hefur mér reyndar fundist um flesta hópa áđur, sem fariđ hafa í slíkar lengri gönguferđir. Ţađ er alltaf ánćgjulegt ađ finna ţá sterku samkennd sem yfirleitt myndast í ferđunum.
Hendi hér inn myndum úr KÍ göngum.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
26.6.2008 | 14:33
Frjálst er í fjallasal
Kom međ fyrsta gönguhóp sumarsins af fjöllum Stafafells í gćr. Fyrsti kennarahópur af ţremur hefur spásserađ um gil, gljúfur, mela, skriđur og skógarbrekkur. Allir sáttir og sćlir, trúi ég. Nćsti leggur af stađ í fyrramáliđ. Enginn tími til ađ vera á netinu, enda ekki ástćđa til yfir hábjargrćđistímann.
Međ góđri kveđju, G
KÍ hópur * Stafafell 21-25. júní * Brenniklettur
Birkihrísla í skriđu viđ Kambaklofa
KÍ hópur * Stafafell 27. júní -1. júlí * Hvannagil
"Djarfi" hluti hópsins
126 hreindýr voru á beit í Víđidal
KÍ hópur * Stafafell 6. júlí - 10. júlí * Kambaklofi (tvo vantar á myndina)
Réttur kvöldsins - Kjúklingabringur í tortillum mađ allskyns annari hollustu
Lambalćrin krydduđ međ blóđbergi, einiberjum og birkilaufi ađ verđa tilbúin á grilliđ
Ferđalög | Breytt 11.7.2008 kl. 10:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
17.6.2008 | 11:25
Kjánar, karlagrobb og krepputal
Kjánagrey međ slagorđum Frjálslynda flokksins trufluđu athöfnina á Austurvelli. Forsćtisráđherrann nýtti tćkifćriđ til ađ upphefja Bjarna Benediktsson, ásamt ţví ađ minna fólk á afleiđingar efnahgsţrenginga.
Fjallkonan er hiđ rómantíska stef dagskrárinnar, en mađur spyr sig hvort ekki sé hćgt ađ sameinast um virđulega og skemmtilega stemmingu á ţjóđhátíđardaginn. Ţar eiga hvorki ađ vera mótmćli né einhver innrćting um mikilleika forustumanns Sjálfstćđisflokksins.
Drögum fram gleđina međ skilvirkari hćtti. Gćtum lćrt af Norđmönnum hvernig blanda má saman virđingu, hátíđleika, gleđi og skemmtun á ţjóđhátíđardaginn. Veđriđ er allavega ekki ađ spilla.
Til hamingju međ daginn - lifum og njótum!
![]() |
Forsćtisráđherra bjartsýnn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
17.6.2008 | 01:33
Fjallarúta
Nú er ljóst ađ ţessi frćga hálendisrúta verđur í ferđum á Illakamb frá Stafafelli í Lóni í sumar. Samstarfsađili síđustu ár ákvađ ađ hćtta og ţví varđ ađ leita nýrra lausna. Rútan er 24 manna og er ţví hentug stćrđ fyrir hópa til gistingar í skálum í Eskifelli og Kollumúla, en ţađ er um ţađ bil hámarksfjöldi. Einnig hentar hún vel til ferđa yfir Skyndidalsá sem stundum getur veriđ viđsjárverđ.
Jóhannes Ellertsson sem ađ er búin ađ vera í rúturekstri í fimmtíu ár verđur sjötugur eftir tćpa viku og er ađ selja úr flota sínum og á einungis tvćr rútur eftir. Ţađ er vonandi ađ rútan fái veglegt hlutverk í Lóninu og ađ henni verđi viđhaldiđ ţannig ađ hún endist mörg ár til viđbótar.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2008 | 08:46
Fađir vor er himinn
Alexandara Kjuregej Argonova er engum lík. Hún hefur búiđ hér á Íslandi í tćp fjörutíu ár og haft litrík og góđ áhrif á íslenskt samfélag. Veriđ virk í leiklist, myndlist og heilsutengdu starfi s.s. nuddi.
Kjuregej kemur frá Jakútíu í Síberíu og stóđ í gćr fyrir vígslu á húsi viđ botn Hvalfjarđar sem byggt er ađ jakútískum stíl. Húsiđ verđur menningarsetur landanna sem ađsetur fyrir skapandi fólk.
Ef einhvern tíma var ástćđa til ađ vera međ myndavél ţá var ţađ í gćr. En hún gleymdist. Húsbyggjandinn var í essinu sínu og í búning frá heimalandinu ásamt fleiri gestum.
Prestar frá sitt hvoru landinu sameinuđu andana. Ţađ var gaman ađ heyra af trúarviđhorfum jakúta. Ţar er jörđin móđir, himininn er fađir, eldurinn afi og vatniđ er amma.
Ţannig ađ ef til vill höfum viđ einhvers stađar villst af leiđ međ ţví ađ halda fram ađ fađir vor sé á himni. Hugsanlega er hann bara himinn og frjóvgar jörđina. Er ţá nokkur ţörf fyrir kvennakirkju?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2008 | 01:59
Á lífi
Tónleikarnir Mús Mos voru í Álafosskvos í dag. Skipuleggjendur voru íbúar í kvosinni og Varmársamtökin međ stuđningi frá Mosfellsbć. Samtökin héldu fyrir rúmu ári stórtónleika međ Sigurrós og fleiri undir slagorđinu "Lifi Álafoss". Ţrátt fyrir ţá skerđingu á ţessari veröld sem ađ er mjög sérstök, međ veglagningunni alrćmdu, ţá var í dag sérlega fagurt og fjölbreytilegt mannlíf undir bláhvítum fána á ţessum sögulega stađ. Stallarnir í brekkunni frá samkomuhaldi fyrr á tíđ nýttust vel og sól var bćđi í sinni og hátt á himni.
Set hér inn myndir frá ţessum degi sem tókst í alla stađi sérlega vel og verđur vonandi ađ hefđ í mannlífi Mosfellsbćjar. Ég ţekkti ekki hluta af ţeim sem eru á myndunum. Hćgt er ađ klikka á myndina til ađ hún stćkki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2008 | 11:01
Gleđidagur Írlands?
Hinn sundurlausi og tiltölulega fámenni kór sem eyđir lífsorku sinni í ađ andmćla samvinnu innan álfunnar okkar, hefur nú fundiđ farveg hamingjunnar undir neikvćđum formerkjum. Ţeir fagna ţví ađ ţjóđaratkvćđi á Írlandi hafi hafnađ Lisabon samningnum. Inntak hans er ađ gera stjórnsýslu sambandsins skilvirkari. Hefur gagnrýni ţeirra sem vilja vera hér einir á skeri og engum tengdir ekki veriđ á ţeim nótum ađ sambandiđ sé ţunglamalegt og óskilvirkt bákn?
Írar eru og hafa alltaf veriđ mjög hlynntir Evrópusambandiu. Vafalítiđ höfđu afskipti franska utanríkisráđherrans af málinu, ţar sem ađ hann hótađi ţví ađ írar myndu hafa verra af höfnuđu ţeir samningnum. Ljóst er ađ 1% íbúa í sambandinu getur ekki komiđ í veg fyrir umbćtur og breytingar. Vandi forsćtisráđherra Írlands í dag er ađ hlusta á vilja ţjóđarinnar og ađ tryggja ađ landiđ verđi áfram međ á Evrópulestinni.
Nei hópurinn á Írlandi náđi upp stemmingu sem dugđi til ađ hafna samningnum. En hann hafnar af sundurleitum ástćđum og ađalatriđiđ er ađ hann veit ekki hvađ hann vill. Fámennur hópur er á móti sambandinu, sumir eru á móti ţví sem ađ haldiđ hefur veriđ fram ađ verđi sambandsríki međ eigin utanríkisstefnu. Írland er friđelskandi ţjóđ í alţjóđasamfélaginu. Sumir höfnuđu samningnum vegna afskipta annara ţjóđa. Eftir stendur ađ vandi íra og ţeirra sem höfnuđu er ekki leystur. Hvernig vilja ţeir sjá framtíđ og samskipti Írlands og Evrópusambandsins?
Ţađ eru ţví merki sjálfseyđingarhvatar sem birtast í fagnađarlátum íslenskra andstćđinga sambandsins ţar sem ţeir fagna niđurstöđunni og vonast til ađ hún leiđi til "sundrungar", "upplausnar" og "minnkađs sjálfstrausts" innan Evrópu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.6.2008 kl. 00:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)