Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Blóm vikunnar Ljónslappi

nullLjónslappi er algengur og útbreiddur um land allt. Það er því ágætt að hugsa til hans og annars gróðurs á göngu okkar næstu vikurnar í gegnum snjóaskafla og klakabönd. Það er ótrúlega fjölbreytt flóra og líf undir skelinni á okkar landi. Þó hrikti í húsum og vetrarvindar gnauði þessa stundina. 

Landsprófið

Hitti nýlega á mann og tókum við spjall saman um ýmislegt. Meðal annars menntun og fyrri störf. Hann hafði hætt allri skólagöngu á sínum tíma, af því að það vantaði einhverjar kommur upp á að hann næði Landsprófi. En það var ákveðin forsenda fyrir frekari skólagöngu allt til ársins 1976.

Viðhorf til framhaldsmenntunar breyttust síðan á skömmum tíma. Flestum var ætlað að fara veg í átt að stúdentsprófi. Ráðgjöf og aðstoð virkjuð til að hjálpa helst öllum yfir lækinn. Þykir ekki tiltökumál þó að nemendur fari 2-3 sinnum í sama áfangann til að ná viðunandi einkunn.

Þó að vissulega sé margt jákvætt við aðgengi unga fólksins í dag að menntunarmöguleikum, þá má ekki gera framhaldsskólana að geymslustöðum fyrir fólk sem veit ekki hvað það vill. Óviðunandi hátt hlutfall nemenda í framhaldsskólum er ekki tilbúið að axla ábyrgð á eðlilegri námsframvindu.

Metnaðarlaus og stefnulítill flækingur um fjölbrautir skólana skilar oft lélegri uppskeru. Á ráðgjöfin ekki oftar að ganga út á hvatningu til leitar að viðfangsefni þar sem einstaklingurinn blómstrar af áhuga, frekar en að draga alla yfir lækinn í átt að stúdentsprófi?

Á endanum eru það ekki prófin sem telja heldur að vera sáttur við hvernig maður hafur þróað hæfileika sína og hvort viðfangsefnin eru spennandi.


VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR -Umræða-

Skoðun Hvað finnst þér um-

 

-stjórnsýslu

-afmörkun

-gestastofur

-byggðaþróun

-nátturuvernd

 

 

 

Mér finnst -

http://www.gbo.blog.is./blog/gbo/entry/370451/

http://www.gbo.blog.is./blog/gbo/entry/366489/

http://www.gbo.blog.is./blog/gbo/entry/364209/

http://www.gbo.blog.is./blog/gbo/entry/367278/


Blóm vikunnar - Bláklukka

 null
    

  Við veginn

Blóðrauð dvaldi hún
í sinnu minni
nótt

og strauk orðfingrum
litdaufa vanga

ég lauk upp augum
leit en sá ekki nóttina
fyrir myrkri.

að morgni reis bláklukka

á vegi einum
og ég dró mig að henni

viðjar álaga bundu
líkama ferðlúinn

ég sat þar og hlustaði á vind
eyðimerkur svartrar
uns jurtin visnaði.

hvíta fjöður bar að
og endaði í opnum
lófa

hvellt gá sjakala
kolsvartur ljár í huga mér

-er komið að því, spurði ég

með fjöðrina
elti ég sjakalann
dauðadjúpt í eyðimörkinni

blóðrauð nótt og bláklukka
bíða mín enn
við veginn.


Þorsteinn Mar
1978

Gönguferðir STAFAFELLI sumarið 2008

Vidagil3Strax fyrir áramót eru gönguhópar farnir að velta fyrir sér ferðum á komandi sumri. Ég fór til Færeyja í haust á VestNorden og kynnti Stafafell í Lóni sem útivistar- og verndarsvæði (Park of recreation and conservation). Svæðið vakti athygli margra sem skipuleggja ferðir til Íslands, en þó má vænta þess að það þurfi að hamra járnið og fylgja kynningu eftir á komandi ferðakaupstefnum. Þó er ljóst að ferðaskrifstofur í Kaupmannahöfn munu selja í gönguferðir tengt beinu flugi til Egilsstaða næsta sumar. En komið er þangað vikulega seinni part laugardags með Iceland Express.

Hópur1Línur eru því nokkuð að skírast og verður boðið upp á fjórar fimm daga gönguferðir næsta sumar. Ferðirnar eru tvenns konar. Tilhögun annarar er að ferðaópurinn safnast saman á Hallormsstað seinni hluta dags. Síðan ekur rúta hópnum meðfram Snæfelli, yfir brú hjá Eyjabakkafossi og eftir nýjum vegi að Sauðárvatni. Þar fer hópurinn inn á hina fornu þjóðleið sem víða er vörðuð yfir og niður í Lón. Gengið er síðan milli skála og náttúruperlur Stafafells skoðaðar á leið til byggðar. Í þessari göngu næst einstaklega fagurt og fjölbreytilegt þversnið af íslenskri náttúru.

BrennikletturHin útfærslan er að hópurinn hittist að morgni dags við Stafafellskirkju og leggur þaðan af stað til fjalla og gengur í nýjan skála við Eskifell. Farangur fluttur með bíl og gist þar tvær nætur og gengið út frá skála. Síðan er gengið inn með Jökulsárgljúfri í skála við Kollumúla. Farangur fluttur þangað og gist þar tvær nætur og gengið út frá skála. Á fimmta degi er hópnum ekið frá Illakambi til byggða yfir Skyndidalsá. Þessi ferð er miðuð á göngur út frá skálum og trúss á farangri, ásamt því að njóta mikillar náttúrufegurðar og merkilegrar sögu Stafafells í Lóni.

Hopur2Þetta eru endurnærandi ævintýraferðir sem ég hef verið að þróa sem skipuleggjandi og leiðsögumaður. Nú þegar eru tveir hópar Íslendinga búnir að sýna áhuga og jafnframt er ég í viðræðum við stéttarfélag um gönguferðir sem hluta af orlofsmöguleikum. Það er án efa kærkomið hjá mörgum að fá tilbúin slíkan pakka með göngu og dvöl í skálum. Ekki síður en að vera úthlutað sumarhúsi og eiga þá eftir að skipuleggja hvað á að gera á svæðinu.

Óbyggðirnar kalla og ég verð að gegna þeim ....

 


Hvernig verndarsvæði?

Ríkið hefur þá stefnu að kaupa ekkert land vegna Vatnajökulsþjóðgarðs, en jafnframt að hafa landeigendur hvergi með í ráðum við undirbúninginn. Þeir eiga engan fulltrúa í stjórn eða svæðisráðum. Þarna er ósamræmi sem ég held að geti leitt til þess að keisarinn verði ekki í neinum fötum. Landeigendur muni almennt ekki ganga að samningum við ríkið á þessum forsendum og það beint í kjölfarið á ruddalegri framgöngu ríkisins í þjóðlendumálum. Það er ekki nóg að segja við landeigendur að þeir muni græða svo mikið á öllum þeim fjölda ferðamanna sem eigi eftir að ferðast um þeirra land, þegar það er komið með þjóðgarðsstimpil.

Aðferðafræðin er sú að fjöldi nefnda og ráða hefur verið á góðu kaupi við að gera plön um eigur annarra. Síðan eru dregnar línur yfir stóran hluta landsins og tiltekið að þær verði mörk þjóðgarðsins með fyrirvara um samþykki landeigenda. Á stundum dettur manni í hug hvort að það sé ekki best að lýsa Ísland allt sem þjóðgarð. Þá næðist klárlega eitt af því sem virðist meginmarkmið, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu og sem trúlega er enn betra, að Ísland gæti orðið stærsti þjóðgarður í heimi. Það ætti að vera mögulegt í ljósi þess hvernig hugmyndavinnan hefur þróast.

Áhersla á landfræðilegar og sögulegar heildir virðist ekki skipta lengur máli og uppbygging þjónustu er ekki í nánum tengslum við útivist eða náttúruvernd. Áherslur hafa færst yfir á að þjóðgarðurinn lúti hinu manngerða umhverfi. Tryggja sjávarútvegsbæ atvinnu og að hleypa álrisa að sem aðalstyrktaraðila. Ekkki virðist lengur þörf á að fylgja leiðbeiningum sérfræðinga um hvaða svæði hafi mest náttúruverndargildi, heldur er þetta mál nú sett fram eins og að hér sé um samfélagsverkefni að ræða sem muni renna traustari stoðum undir búsetu fólks. Tryggja mikla aukningu í fjölda ferðamanna til lands og svæðis.  

Það er óþægilegt að hafa svo blendnar tilfinningar í þessu máli. Hef í fjölda ára farið land Stafafells sem fjallaleiðsögumaður og líffræðingur. Þar liggja mínar rætur en óháð því veit ég að svæðið er einstakt og hef unnið að uppbyggingu þess sem útivistarsvæðis. Eru útfærslur einkareksturs svarið? Er hugsanlegt að leita eftir stórum fjárfestum um stuðning. Það ætti ekki að vera stórmál fyrir t.d. einhvern af stærri bönkum landsins að taka slíkt útivistarsvæði í fóstur. Síðastliðið vor voru lögð drög að stofnun hollvinasamtaka Stafafells í Lóni (ViSt). Til að tryggja rétta blöndu af uppbyggingu og verndun er gott að byggja það á samvinnu við fólk sem að ber hlýjan hug og velvilja til svæðisins.


STAFAFELL; Litir og andstæður

Vestra-HornVötnSmiðjunesGrenisgilGöngubrúEskifellJökulsárgljúfurIllikambur2KollumúliVíðidalur2Tröllakrókar2StórahnausgilSauðhamarstindurVíðagil3DynjandiAVatnadældMarkalda            Stafalogo

Væntingar til náttúrunnar

Í viðtölum við sveitarstjórnarmenn á Höfn kemur fram að þeir hafi miklar væntingar til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Oftar en ekki eru þessar vonir bundnar við aukna atvinnu á Höfn, að fá gestastofu staðsetta hjá bænum, fá framkvæmdastjóra væntanlegs þjóðgarðs staðsettan í bænum og jafnvel hefur heyrst áhugi á að fá náttúruverndarhluta Umhverfisstofnunar í heild staðsettan þar eystra.

Finnst að inn í þessa umræðu vanti þankagang um hvar séu mestir möguleikar til útivistar, hvar sé hægt að vera í lengstum og mestum tengslum við náttúru án manngerðra áhrifa og ekki síst hverjar eru væntingar ferðamanna sem koma til Íslands. Margar kannanir hafa sýnt að yfir 90% erlendra sem leggja á sig ferð yfir Atlantsála gefa þá ástæðu að þeir vilji upplifa tengsl við ósnortna náttúru.

Tel að framan af hafi verið skilningur á því að slík viðhorf ættu að vera ráðandi um Vatnajökulsþjóðgarð. Að byggja upp innviði og þjónustunet í tengslum við ósnortna náttúru. Ekki í þéttbýli og með vegagerð sem spillir verulega upplifun og gæðum náttúrunnar. Persónulega finnst mér það einmitt sterkasta náttúrustemmingin á Höfn að horfa í vestur frá nágrenni heilsugæslunnar. Græni liturinn, fjörðurinn, hólar og eyjar, blámi fjallana og hvítar jökultungur á milli. Þessu má ekki spilla.

ÚtiveraHef ekki trú á að þessar útfærslur séu í samræmi við hugmyndir Hjörleifs Guttormssonar, sem fyrstur lagði drög að þessari vegferð, með þingályktunartillögu á Alþingi. Hef ekki trú á að þetta sé í samræmi við hugmyndir Gísla Gíslasonar landslagsarkitekts og Landmótunar sem unnu að miðhálendisskipulagi. Hef ekki trú á að þessi þróun sé í samræmi við væntingar innlendra og erlendra sem vilja njóta útivistar og tengsla við náttúruna.

Það er ekki bara að Stafafell í Lóni hafi meira bakland og fjölbreytilegra en þekkist annars staðar umhverfis Vatnajökul, heldur hefur verið sagt að í Lóni eigi fólk að upplifa inngang í þjóðgarðinn. Það hefði því verið glæsileg pæling að koma inn í vandaða gestastofu þar og yfirgefa sýsluna eftir að hafa dvalið í Skaftafelli. Gott hefði verið ef hægt hefði verið að sameinast um að þetta væru tveir meginpunktar þjóðgarðsins í sýslunni.

Höfn mun að sjálfsögðu njóta þess ef öflug þjónustumiðstöð, gestastofa rísi á Stafafelli í Lóni og að hinir miklu möguleikar til náttúreutengdrar uppbyggingar eru nýttir. Þar eru yfir hundrað sumarbústaðir og verið skipulagt víðattumikið útivistarsvæði. Spurningin snýst einfaldlega um að uppfylla væntingar útivistarfólks og ferðamanna um tengsl við sérstæða, fjölbeytta og ósnortna náttúru. Það hélt ég að væri megininntak í uppbyggingu þjóðgarða. En útfærslan varð reiptog embættismanna um atvinnuhagsmuni. Síðan á Alcoa að verða aðalstyrktaraðili þjóðgarðsins!

Vitið þér enn eða hvað?


Blóm vikunnar

nullEins og ég gaf fyrirheit um í síðustu viku þá ráðgeri ég að setja inn borða efst á síðuna með nýju blómi í hverri viku. Mitt uppáhaldsblóm er Klettafrú. Það snýr ekki vitlaust, heldur vex það svona hliðægt út úr klettum. Þessi mynd var tekin af sællegu blómi sem óx út úr klettaskoru í Kolahrauni, en í nágrenni þess hef ég væntingar um að rísi gestatofa fyrir útivistarsvæði Stafafelli.

Þjóðgarðurinn Hafnarnesi

Í miðhálendisskipulagi og þingsályktunartillögu um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er gert ráð fyrir að þjónustumiðstöð við ferðamenn verði að Stafafelli í Lóni. Markmið náttúruverndar er að varðveita landfræðilegar og sögulegar heildir. Hinn forni kirkjustaður með sitt víðáttumikla fjalllendi sem afmarkast af jökulám og vatnaskilum uppfyllir öll skilyrði til að verða eitt af helstu útivistarsvæðum landsins. Þar að auki hefur það verið skipulagt sem griðland göngumannsins með tjald- og skálasvæðum, göngubrúm og stígum.

VatnaGardurÞað var því eðlilegt að óskað væri eftir viðræðum við þinglýsta lögaðila hins 400 ferkílómetra lands, sem ríkið sannarlega seldi árið 1913 um möguleika á að Stafafell í Lóni yrði innan hins ótrúlega víðáttumikla þjóðgarðs sem áformaður var umhverfis Vatnajökul. Einn útgangspunktur í undirbúningnum var og er að ríkið áformar ekki að kaupa nein lönd. Því hlítur það að vera eðlilegt að landeigendur geri engu að síður kröfu um að hafa ávinning af samningi um að láta sitt land inn í þjóðgarðinn.

Í því ljósi settu landeigendur fram þrjú skilyrði fyrir þátttöku í frekari viðræðum við ríkið fyrir um tveimur árum. 1. Ein af fimm aðalþjónustumiðstöðvum (gestastofum) Vatnajökulsþjóðgarðs yrði byggð á Stafafelli. 2. Landeigendur héldu öllum tekjum af ferðaþjónustu á svæðinu og 3. Verðgildi jarðarinnar yrði ekki skert með hugsanlegum samningi. Þessi skilyrði fékk ráðuneytisstjóri í vegarnesti inn í ráð og nefndir sem voru að fjalla um þetta mál.

Aldrei kom neitt formlegt svar við þessu eða að farið væri í neinar alvöru viðræður á þessum forsendum. Áhugaleysið eða sinnuleysið gagnvart þessari sögulegu, landfræðilegu og útivistarlegu einingu kom vel fram í stórri skýrslu um Vatnajökulsþjóðgarð sem birt var á síðasta ári. Þar er ekki minnst einu einasta orði á Stafafell í Lóni, þó hundruðir af minni spámönnum allt í kringum jökulinn væru nefndir til sögunnar. Einhverra hluta vegna hafði mikilvægi þessa svæðis ekki ratað inn á síður þessarar skýrslu. Sveitarfélagið hefur heldur ekki dregið fram sérstöðu þess og mikilvægi.

119-1997_IMGNáttúruverndar- og ráðuneytismenn lögðu áherslu á mikilvægi þessa svæðis og vilja sinn til að byggja eina af þessum meginstöðvum í Lóni. Meðal annars var sú hugmynd viðruð að Stafafall frá fjöru til fjalls myndaði einn af þremur fótum þjóðgarðsins ásamt Skaftafelli að viðbættum Skeiðarársandi og Jökulsárgljúfrum alla leið til sjávar að norðan. Ráðuneytismenn viðurkenndu þó að mikill þrýstingur væri frá sveitarstjórn Hornafjarðar að fá meginstöð eða gestastofu staðsetta á Höfn.

Nýlega, þann 10. nóvember á afmæli Kirkjubæjarstofu kemur það fram í máli Þórðar H. Ólafssonar starfsmanns stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs að samkomulag hafi náðst um að staðsetja gestastofu í landi Hafnarnes en það er í eigu sveitarfélagsins. Jafnframt tekur hann fram að stefnt sé að samningi við ferðafélagsdeild um landvarðamiðstöð í Kollumúla, sem þá væntanlega verður útibú frá gestastofunni á Höfn.

Atvinnuhagsmunir sjávarþorps virðast því hafa orðið ofan á, en ekki forsendur þeirra sem koma til að njóta náttúrunnar. Þurfa upplýsingar og þjónustu við upphaf útivistar og gönguferða. Umhverfisráðuneytið hafði lýst því yfir að það kæmi ekki til greina að staðsetja gestastofuna á Höfn. En nú er henni ætlaður staður skammt innan við pípuhliðið, þar sem gera má ráð fyrir að verði hugsanlegt byggingarland Hafnar. Áherslan er á þjónustu við bílaumferð en ekki göngufólk.

HornVegur

 

 

 

 

 

 

 

Það sem gerir málið enn pínlegra fyrir umhverfisráðuneytið og náttúruverndaráherslur er að áformin ganga út á að velja henni stað miðað við að hún verði rétt hjá leið 3 af þremur möguleikum við breytingar á legu þjóðvegar eitt um Hornafjörð. Vegagerðin mælir með leið 1 vegna þess að hún hafi minnst umhverfisrask í för með sér, en leið 3 hefur mest umhverfisáhrif og mun valda verulegu raski á leirum í firðinum. En mikið skal gert til að hugmyndin um aukna atvinnu á Höfn og að tryggja bílarennslið að geststofunni.

Það er álit landeigenda Stafafells í Lóni að þetta bendi til að áherslur útivistar og náttúruverndar ráði ekki för við undirbúning Vatnajökulsþjóðgarðs. Þeir sjá auk þess engan ávinning miðað við núverandi forsendur af þátttöku í þessu ferli og hafa ákveðið að slita öllum viðræðum við ríkið um þetta mál. Þeir munu halda áfram að vinna þeirri hugmynd brautargengi að þarna verði einkarekið útivistarsvæði og leita eftir samstarfi við fjárfesta um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar í hinni fögru sveit.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá gengur ríkinu treglega að ná samningum við landeigendur um að láta land til þjóðgarðsins. Enda verður það að segjast eins og er að ekki er gert ráð fyrir því að þeir gegni neinu hlutverki í öllum þeim stjórnum, nefndum og ráðum sem skipaðar hafa verið til að fara með stjórnsýslu í þjóðgarðinum. Ég tel það vera brýnt fyrir landeigendur sem eiga land umhverfis jökulinn og áætlað er að taka inn í þjóðgarðinn að sameina áherslur sínar og hagsmunagæslu.

Myndirnar sýna staðsetningu gestastofa og landvarðamiðstöðva, þegar enn var gert ráð fyrir að þjónustumiðstöðin verði á Stafafelli í Lóni, göngubrú sem vígð var 2003 og gerði land Stafafells að samfelldu útivistarsvæði og neðst eru sýndar þrjár möglegar útfærslur á tilfærslu hringvegar við Hornafjörð og gestastofa áætluð við Hafnarnes, hjá þeirri leið sem hefur hinar alvarlegu afleiðingar á fjörðinn og leirurnar. Hefði ekki bara verið betra fyrir Hafnarmenn að leggja áherslu á menningu, veitingahús, sundlaug og  konur með hatta, frekar en að ræna atvinnutækifærum frá sveitunum, sem felast í uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband