Bloggfćrslur mánađarins, júní 2008

Frjálst er í fjallasal

Kom međ fyrsta gönguhóp sumarsins af fjöllum Stafafells í gćr. Fyrsti kennarahópur af ţremur hefur spásserađ um gil, gljúfur, mela, skriđur og skógarbrekkur. Allir sáttir og sćlir, trúi ég. Nćsti leggur af stađ í fyrramáliđ. Enginn tími til ađ vera á netinu, enda ekki ástćđa til yfir hábjargrćđistímann.

                                            Međ góđri kveđju,  G

KÍ-Hópur1

KÍ hópur * Stafafell 21-25. júní * Brenniklettur

STAF-Náttúra

Birkihrísla í skriđu viđ Kambaklofa

KÍ 2

KÍ hópur * Stafafell 27. júní -1. júlí * Hvannagil

KÍ 2 djarfir

"Djarfi" hluti hópsins

Hreindýr í Víđidal

126 hreindýr voru á beit í Víđidal

KÍ 3

KÍ hópur  * Stafafell 6. júlí - 10. júlí * Kambaklofi (tvo vantar á myndina)

Mexíkanskar tortillur

Réttur kvöldsins - Kjúklingabringur í tortillum mađ allskyns annari hollustu

Lambalćri

Lambalćrin krydduđ međ blóđbergi, einiberjum og birkilaufi ađ verđa tilbúin á grilliđ


Kjánar, karlagrobb og krepputal

Kjánagrey međ slagorđum Frjálslynda flokksins trufluđu athöfnina á Austurvelli. Forsćtisráđherrann nýtti tćkifćriđ til ađ upphefja Bjarna Benediktsson, ásamt ţví ađ minna fólk á afleiđingar efnahgsţrenginga.

Fjallkonan er hiđ rómantíska stef dagskrárinnar, en mađur spyr sig hvort ekki sé hćgt ađ sameinast um virđulega og skemmtilega stemmingu á ţjóđhátíđardaginn. Ţar eiga hvorki ađ vera mótmćli né einhver innrćting um mikilleika forustumanns Sjálfstćđisflokksins.

Drögum fram gleđina međ skilvirkari hćtti. Gćtum lćrt af Norđmönnum hvernig blanda má saman virđingu, hátíđleika, gleđi og skemmtun á ţjóđhátíđardaginn. Veđriđ er allavega ekki ađ spilla.

                                    Til hamingju međ daginn - lifum og njótum!


mbl.is Forsćtisráđherra bjartsýnn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjallarúta

FjallarútaNú er ljóst ađ ţessi frćga hálendisrúta verđur í ferđum á Illakamb frá Stafafelli í Lóni í sumar. Samstarfsađili síđustu ár ákvađ ađ hćtta og ţví varđ ađ leita nýrra lausna. Rútan er 24 manna og er ţví hentug stćrđ fyrir hópa til gistingar í skálum í Eskifelli og Kollumúla, en ţađ er um ţađ bil hámarksfjöldi. Einnig hentar hún vel til ferđa yfir Skyndidalsá sem stundum getur veriđ viđsjárverđ.

Jóhannes Ellertsson sem ađ er búin ađ vera í rúturekstri í fimmtíu ár verđur sjötugur eftir tćpa viku og er ađ selja úr flota sínum og á einungis tvćr rútur eftir. Ţađ er vonandi ađ rútan fái veglegt hlutverk í Lóninu og ađ henni verđi viđhaldiđ ţannig ađ hún endist mörg ár til viđbótar.


Fađir vor er himinn

KjuregejAlexandara Kjuregej Argonova er engum lík. Hún hefur búiđ hér á Íslandi í tćp fjörutíu ár og haft litrík og góđ áhrif á íslenskt samfélag. Veriđ virk í leiklist, myndlist og heilsutengdu starfi s.s. nuddi.

Kjuregej kemur frá Jakútíu í Síberíu og stóđ í gćr fyrir vígslu á húsi viđ botn Hvalfjarđar sem byggt er ađ jakútískum stíl. Húsiđ verđur menningarsetur landanna sem ađsetur fyrir skapandi fólk.

Ef einhvern tíma var ástćđa til ađ vera međ myndavél ţá var ţađ í gćr. En hún gleymdist. Húsbyggjandinn var í essinu sínu og í búning frá heimalandinu ásamt fleiri gestum.

Prestar frá sitt hvoru landinu sameinuđu andana. Ţađ var gaman ađ heyra af trúarviđhorfum jakúta. Ţar er jörđin móđir, himininn er fađir, eldurinn afi og vatniđ er amma.

Ţannig ađ ef til vill höfum viđ einhvers stađar villst af leiđ međ ţví ađ halda fram ađ fađir vor sé á himni. Hugsanlega er hann bara himinn og frjóvgar jörđina. Er ţá nokkur ţörf fyrir kvennakirkju?


Á lífi

Tónleikarnir Mús Mos voru í Álafosskvos í dag. Skipuleggjendur voru íbúar í kvosinni og Varmársamtökin međ stuđningi frá Mosfellsbć. Samtökin héldu fyrir rúmu ári stórtónleika međ Sigurrós og fleiri undir slagorđinu "Lifi Álafoss". Ţrátt fyrir ţá skerđingu á ţessari veröld sem ađ er mjög sérstök, međ veglagningunni alrćmdu, ţá var í dag sérlega fagurt og fjölbreytilegt mannlíf undir bláhvítum fána á ţessum sögulega stađ. Stallarnir í brekkunni frá samkomuhaldi fyrr á tíđ nýttust vel og sól var bćđi í sinni og hátt á himni.

Set hér inn myndir frá ţessum degi sem tókst í alla stađi sérlega vel og verđur vonandi ađ hefđ í mannlífi Mosfellsbćjar. Ég ţekkti ekki hluta af ţeim sem eru á myndunum. Hćgt er ađ klikka á myndina til ađ hún stćkki.

MúsMos01MúsMos02MúsMos36

MúsMos03MúsMos04

MúsMos05MúsMos06MúsMos35

MúsMos07MúsMos08

MúsMos09MúsMos10

MúsMos11MúsMos12

MúsMos13MúsMos14

MúsMos15MúsMos18

MúsMos16MúsMos17MúsMos38

MúsMos19MúsMos23MúsMos43

MúsMos24MúsMos31

MúsMos26MúsMos27

MúsMos22MúsMos30

MúsMos25MúsMos28MúsMos29

MúsMos20MúsMos33

MúsMos34MúsMos41

MúsMos40MúsMos38MúsMos45

MúsMos44MúsMos48

MúsMos37MúsMos39

MúsMos49MúsMos56MúsMos50

MúsMos52MúsMos53

MúsMos57MúsMos58

MúsMos54MúsMos42MúsMos55


Gleđidagur Írlands?

Hinn sundurlausi og tiltölulega fámenni kór sem eyđir lífsorku sinni í ađ andmćla samvinnu innan álfunnar okkar, hefur nú fundiđ farveg hamingjunnar undir neikvćđum formerkjum. Ţeir fagna ţví ađ ţjóđaratkvćđi á Írlandi hafi hafnađ Lisabon samningnum. Inntak hans er ađ gera stjórnsýslu sambandsins skilvirkari. Hefur gagnrýni ţeirra sem vilja vera hér einir á skeri og engum tengdir ekki veriđ á ţeim nótum ađ sambandiđ sé ţunglamalegt og óskilvirkt bákn?

Írar eru og hafa alltaf veriđ mjög hlynntir Evrópusambandiu. Vafalítiđ höfđu afskipti franska utanríkisráđherrans af málinu, ţar sem ađ hann hótađi ţví ađ írar myndu hafa verra af höfnuđu ţeir samningnum. Ljóst er ađ 1% íbúa í sambandinu getur ekki komiđ í veg fyrir umbćtur og breytingar. Vandi forsćtisráđherra Írlands í dag er ađ hlusta á vilja ţjóđarinnar og ađ tryggja ađ landiđ verđi áfram međ á Evrópulestinni.

Nei hópurinn á Írlandi náđi upp stemmingu sem dugđi til ađ hafna samningnum. En hann hafnar af sundurleitum ástćđum og ađalatriđiđ er ađ hann veit ekki hvađ hann vill. Fámennur hópur er á móti sambandinu, sumir eru á móti ţví sem ađ haldiđ hefur veriđ fram ađ verđi sambandsríki međ eigin utanríkisstefnu. Írland er friđelskandi ţjóđ í alţjóđasamfélaginu. Sumir höfnuđu samningnum vegna afskipta annara ţjóđa. Eftir stendur ađ vandi íra og ţeirra sem höfnuđu er ekki leystur. Hvernig vilja ţeir sjá framtíđ og samskipti Írlands og Evrópusambandsins?

Ţađ eru ţví merki sjálfseyđingarhvatar sem birtast í fagnađarlátum íslenskra andstćđinga sambandsins ţar sem ţeir fagna niđurstöđunni og vonast til ađ hún leiđi til "sundrungar", "upplausnar" og "minnkađs sjálfstrausts" innan Evrópu.


Fánadagur

 Sigurjón og bláfáninn

Bláhvíti fáninn blakti fagurlega viđ hliđ brjóstmyndar af Sigurjóni Péturssyni í Álafosskvosinni í kvöld. Búiđ er ađ endurvekja ţessa hefđ ađ flagga 12. júni og ţá međ bláhvíta fánanum. Á laugardaginn standa íbúar í Álafosskvos, Varmársamtökin og Mosfellsbćr ađ útitónleikum í Kvosinni -MúsMos-. Ţar munu átta unghljómsveitir stíga á pall.

Sumarhús á leiđ ađ Rangá 

Á leiđinni heim ţá var veriđ ađ flytja sumarhús eftir Reykjaveginum og áfram Hafravatnsleiđina. Ţađ var á leiđinni ađ Rangá. Eigandinn var kátur ţegar húsiđ var komiđ yfir síđustu hrađahindrun og taldi ađ lítiđ yrđi um vandamál viđ flutninginn, eftir ađ komiđ vćri út úr ţéttbýlinu.


Fólk en ekki fénađur

GuantanamoŢađ er međ ólíkindum ađ Bush hafi trúađ ţví ađ hann hefđi rétt til ađ halda föngunum í Guantanamo. Ađ hann kćmist upp međ ţađ heima fyrir og gagnvart alţjóđasamfélaginu ađ flytja flugfarma af fólki milli landa fyrir óljósar sakargiftir.

Ef hann er sannfćrđur um ađ allir fangarnir séu hryđjuverkamenn er samt lágmarkskrafa ađ um forsendur handtöku sé fjallađ fyrir rétti og dćmt eftir framburđi og vitnum. Viđ erum ađ tala um fólk en ekki fé.


mbl.is Bush segist hlíta dómi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vatnadćld

Vatnaskil hafa veriđ og eru klassísk landamerki, milli jarđa, hreppa og sýslna. Jökulsá í Lóni á upptök sín í Vatnadćld, ţar sem ađ eru ţrjú vötn. Ţar eru mörk Stafafells ađ fornu, hreppamörk milli Lóns og Fljótsdals, ásamt sýslumörkum milli Austur-Skaftafellssýslu og Suđur-Múlasýslu.

Yfir Vatnadćld, ţegar horft er til norđurs blasir viđ Snćfell, drottning austfirskra fjalla, á vinstri hönd er Geldingafell, en til hćgri eru Markalda og Leiđaröxl.


Teljarinn

Talning heimsókna er hluti af veruleika bloggsins. Líkt og ađ enginn vildi viđurkenna á sínum tíma ađ vera svo hégómlegur ađ horfa á Dallas, ţá ţykjast flestir vera áhugalausir um fjölda gesta inn á sínar síđur eđa allavega ađ ţeir séu međvitađ ađ eltast viđ teljarann.

Drjúgan hluta vetrar var bloggiđ mitt međal topp 30 mest lesnu síđna á moggabloggi. Viđurkenni fúslega ađ mér ţótti vćnt um ţađ og líka ţá stađreynd ađ á tímabili var útdráttur úr annarri hverri fćrslu sem ég skrifađi birt í Morgunblađinu.

Í vetur kom Herbert Guđmundsson tónlistarmađur og farandsali međ bćkur til sölu. Konan fór til dyra. Hann spyr eftir mér. Hún spyr hvort viđ ţekkjumst og hann er snöggur til svars; "Ja, hann er náttúrulega landsţekktur bloggari". - Ég keypti af honum bćkur fyrir 30 ţúsund!

Nú eru heimsóknartölurnar lćgri síđustu vikurnar og Mogginn hefur ekki birt fćrslu í nokkra mánuđi. Ég held ţó fyllilega ró minni. Hefđi mest gaman af ţví ađ fá oftar -hć og bć- frá ţeim sem koma í heimsókn. Á bak viđ IP tölurnar eru frćndur, vinir, kunningjar, nemendur og ókunnugt fólk viđ tölvur út um allt.

Ţarf ef til vill ađ fá mér MSN eđa Facebook til ađ auka spjall um daginn og veginn. Tek bloggiđ dálítiđ formlega. En sennilega verđur ekki tími í neinar grundvallarbreytingar.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband