28.10.2008 | 09:06
Áfram Þorgerður, Valgerður og Ingibjörg!
Nú reynir á að skynsamar konur taki af skarið og komi hinum sterka þjóðarvilja í skýran farveg. Losum Sjálfstæðisflokk undan stefnu Davíðs Oddssonar, losum Framsóknarflokkinn undan stefnu Guðna Ágústssonar og Vinstri græna undan stefnu Ragnars Arnalds. Látum lýðræðisleg vinnubrögð ráða ríkjum í íslenskri pólitík, jafnvel þó að smákónga- og karlaveldi hrynji hér og þar.
![]() |
Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2008 | 01:05
Að elska og treysta
Njörður P. Njarðvík veltir upp áhugaverðri spurningu í greinarkorni í sunnudagsblaði Fréttablaðsins. "Hverjum getum við treyst?" Bókmenntaprófessorinn ætti að vita að meginþráður í íslenskri þjóðarsál og þessvegna bókmenntum er tengdur kaldlyndi og margvíslegu undirferli.
En spurningin er réttmæt því degi síðar kemur í ljós að fjórði hver maður í landinu treystir ekki neinum stjórnmálaflokki. Flestir bera mest traust til Samfylkingarinnar samkvæmt könnuninni. Það er í þriðja skipti sem flokkurinn mælist í þeirri stöðu.
Traust er afurð samskipta. Virkt og heilbrigt lýðræði er besti farvegur þeirra í stjórnmálum. Þarna finnst mér Samfylkingin, þrátt fyrir góðan ásetning um slík vinnubrögð, hafa brugðist á síðustu vikum. Að mynda ekki öflugri vettvang fyrir samskipti almennings og stjórnmálamanna.
Málin hefði mátt ræða með opnari hætti heldur en verið hefur raunin. Afhverju þarf flest að vera sett upp sem laumuspil. Síðast í dag var forsætisráðherra okkar á fundi með kollegum af hinum Norðurlöndunum. Hann gat ekki "á þessu stigi" sagt frá efni fundarins.
Að frumkvæði eins manns var í kvöld settur upp slíkur opinn vettvangur í Iðnó. Sumir brugðust við af reiði. Þeir hinir sömu geta haft það hugfast, eftir að reiðinni hefur verið leyft að fá útrás, að ástin eyðir óttanum. Kærleiksrík og heiðarleg samskipti gefa af sér traust.
Ef minn flokkur eflir lýðræðisvitund meðal þjóðarinnar og tilfinningu um að verið sé að vinna málin af ástríðu, af fólki og fyrir fólk, þá er hann kominn með hreinan meirihluta í næstu kosningum.
![]() |
Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 15:39
Aldrei rétti tíminn
Andmælendur fullrar þátttöku Íslands í samvinnu innan Evrópu nota iðulega orðalag á þeim nótum að það sé ekki mögulegt við "núverandi aðstæður". Í fyrra var bent á mikilvægi þess að halda úti sjálfstæðri peningamálastefnu svo hægt sé að redda þjóðarskútunni frá því að sigla upp á sker. Áherslan var á mikilvægi þess að geta stýrt gengi og vöxtum miðað við innlendar forsendur.
Nú eru allir karlar sem vetlingi geta valdið uppteknir á strandstðað við að ausa vatni úr bátnum eða hét það að verið væri að brjóta ísinn af skipinu áður en það sekkur? Örsök skipskaðans liggur að stórum hluta í rangri peningamálastefnu og litlu myntsvæði. En umræða um ESB gæti truflað einbeitingu björgunarsveitarinnar og er sagt seinni tíma umræðuefni.
Síðan er haft eftir hinum finnska stækkunarstjóra sambandsins að ferlið taki innan við eitt ár. Þá má ekki ræða málið af því að það er sagt í stjórnarsáttmálanum að það sé ekki á dagskrá! Samkvæmt könnun Fréttablaðsins er 70% þjóðarinnar hlynntur aðild og evru. Stærstur hluti Íslendinga er því "lýðskrumarar" og "óróamenn". Kall dagsins er því að Þorgerður Katrín, Valgerður og Ingibjörg Sólrún sameinist um að hrinda þessum þjóðarvilja í framkvæmd.
Það verður að hafa það þó að fámennur áhugahópur karla um skútusiglingar og björgunaraðgerðir missi svefn yfi málinu. Það er gott að sækja um aðild í "veikleika" okkar og tryggja lýðrættindi, sjálfstæði og "styrkleika" fyrir komandi kynslóðir. Það er betra að Ísland sé virkt í samruna Evrópu áður að stór hluti Íslendinga flytur til Evrópu.
![]() |
Ísland endurskoði ESB-afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 22:11
Nornaveiðar
Björgvin G. Sigurðsson fær á sig gusu frá Agnesi Bragadóttur og Björgólfi Guðmundssyni í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Viðskiptaráðherra hefur með háttvísi hvatt fjármálamenn til að selja eignir erlendis og koma með fjármagn til landsins til að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í fjármálakerfinu. Hann hefur sérstaklega og réttilega bent á Björgólfsfeðga í tengslum við gífurlegar ábyrgðir vegna svonefndra IceSave reikninga.
Agnes segir; "... hvað finnst mönnum um það að ráðherra bankamála virðist með orðum sínum og æði í fjölmiðlum vera farinn að ganga út frá því sem gefnu að fyrrum eigendur og stjórnendur viðskiptabankanna þriggja séu bara ótíndir glæpamenn sem hann ætlar að hirða allar eignir af?! Hefur ráðherrann enga dómgreind?" Þarna virðist hinn oft á tíðum ferski blaðamaður hafa misst sig í því að verja auðmennina og reynir nornaveiðar á vettvangi stjórnmála. Það má víst ekki enn styggja eða stíga á tærnar á þeim sem voru hálfguðir hér á landi fyrir um mánuði síðan.
Björgólfur er á svipuðu róli í viðtali við Agnesi þar sem hann talar til viðskiptaráðherra; "Það er mikilvægt fyrir mann í hans stöðu að gæta tungu sinnar og vera varfærinn og samkvæmur sjálfum sér í öllum sínum gjörðum... Það er líka mikilvægt að menn notfæri sér ekki í fjölmiðlum jafn grafalvarlegt mál í pólitískum tilgangi". Í ljósi samsetningar og hruns á þeirri spilaborg sem Björgólfur Guðmundsson tilheyrði þá fer honum ekki að áminna um varfærni. Áhættusækni varð honum að falli í Hafskipsmálinu og slíkt endurtekur sig í umsvifum tengdum Landsbankanum.
Á meðan Björgólfsfeðgar tjá ekki vilja sinn í að selja t.d. fótboltafélag í Englandi eða síma í Búlgaríu til að borga skuldir vegna persónulegra umsvifa í IceSave þá eiga þeir ekki mína samúð. Á meðan að þeir sjá ekki að þeir hafi gert mistök og farið offari eiga þeir ekki mína samúð. Á meðan viðskiptaráðherra talar því máli að þessir aðilar eigi að bera ábyrgð á gjörðum sínum sýnir hann mikla dómgreind og varfærni. Hann stendur varðstöðu fyrir almenning í landinu. Að við séum ekki að ósekju látin greiða fyrir veisluhöld og timburmenn stóreignamanna.
Birgir Ármannsson alþingismaður ver nýlega stóreignamennina undir formerkjum eignarréttar og það virðist Morgunblaðið gera í sunnudagsblaðinu. Þarna liggur skoðanamunur og eðlismunur. Ef hægt er að sækja tap sem myndast við hrun viðskiptaveldis í vasa skattgreiðenda og skuldsetja þjóðina, þá hlítur að vera eðlileg krafa að fyrst sé gengið á eigur þeirra sem voru aðalleikarar og veisluhaldarar. Það eru ekki nornaveiðar heldur sanngirnismál. Ef þeir bregðast ekki við kurteislegri hvatningu þarf að skoða leiðir til að frysta eignir og lagasetningu sem hæfir eðli máls.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.10.2008 kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.10.2008 | 00:34
Sumir hafa það betra en aðrir
Sumir hafa náð að haga málum sínum þannig að þeir eru undirbúnir undir erfiða tíma framundan. Ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá hverjum og einum. Það þýðir ekki að treysta á neina félagslega aðstoð. Ná að innbirgða nógu mikið af kaloríum til að lifa snjóþungu vikurnar í janúar og febrúar.
Þeir voru ánægðir og búsældarlegir skógarþrestirnir sem fundið hafa veisluborð allsnægtanna í berjum koparreynisins fyrir framan stofugluggann hér í Mosfellsbænum. Það var gaman að fylgjast með þeim. Settust á greinar trésins og átu ein 4-6 ber og fóru burtu aftur í hærri tré.
Því miður missti ég af fuglaskoðunar og ljósmyndunarnámskeiði fyrir raungreinakennara í fyrra. Ég er með 200 mm linsu, sem þykir lítið hjá fuglaljósmyndurum. Svo er ég ekki búin að læra nóg á stillingar á vélinni til að nýta breytilegan hraða og ljósop. Prófa aftur á morgun.
Hér kemur allavega sýnishorn af þessum indælu og velkomnu gestum í garðinum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2008 | 01:18
Kysstu mig, kysstu mig mikið - Helgarlagið
Hin mexikanska Consuelo Velazques samdi árið 1940 eitt þekktasta lag allra tíma Besame mucho áður en hún varð sextán ára og áður en hún hafði verið kysst. Margir þekktir tónlistarmenn hafa síðan glímt við lagið. Þó allar þessar útgáfur hafi sinn áhugaverða karakter þá finnst mér sérstaklega hugljúf stemming yfir flutningi hins blinda ítalska stórsöngvara Andrea Bocelli. Hann var hér í Egilshöll fyrir ári síðan með tónleika.
Tónlist | Breytt 25.10.2008 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2008 | 23:17
Sókn inn á við og út á við
1. Efla samhug þjóðar. Við þurfum að snúa af leið einstaklingshyggju sem klofið hefur og sundrað þjóðarvitund undir merkjum græðgi og sjálfselsku. Næra einstaklingshyggju sem byggir á sjálfsvirðingu og mannrækt. Að það verði áhugavert að setja sig inn í aðstæður annara, veita og þiggja stuðning, fá og gefa samkennd. Tryggja öflugt og skapandi mannlíf undir merkjum frelsis, jafnréttis og kærleika. ----> Traustir innviðir
2. Full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóða. Á einni öld hafa samgöngur gert fjarlægðir afstæðar. Vegalengd að Selfossi álíka og til Kaupmannahafnar núna, ferð til Rómar álíka og til Akureyrar áður. Tækifæri okkar og réttindi liggja í samstrfi þjóða í álfunni. Þar liggur sjálfstæði okkar sem einstaklinga. Sjálfstæði okkar sem þjóðar skerðist ekki meira en nemur þeim kvöðum sem felast í að tryggja hin einstaklingsbundnu réttindi og frelsi. ----> Traustar brýr milli landa
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2008 | 00:14
Raunveruleikinn er í kálinu
Síðustu tvær helgar hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að hjálpa til við kálskurð hjá Helga garðyrkjubónda á Reykjum í Mosfellsbæ. Akurinn er stór spilda fyrir framan húsið hjá mér og þar er mikil ræktun. Ég vona að þessu landi verði ekki breytt í byggingarland. Það er nóg til af hæðum, melum og hólum til að staðsetja byggð. Varðveita það sem er eftir af ræktanlegu landi á höfuðborgarsvæðinu.
Á vorin og haustin fer dráttarvélin rólega framhjá. Minnir mann á að grunnur samfélagsins liggur í fæðuframleiðslu. Reynt er að lámarka þann tíma sem kálið er í geymslu og því er stór hluti þess hafður óskorinn á akrinum eins lengi og hægt er út af veðri. Nú um þessa helgi var spáin orðin þannig að frost og vetur yrðu ríkjandi út vikuna. Því var nú farið í mikla törn og stór hluti af því sem eftir var skorið. Það hafa margir hausar verið látnir fjúka í gær og dag.
Vanalega er týnt upp og flutt í geymslu jafnóðum og skorið er. Nú voru kálhausarnir skornir og snúið við til að verja þá frostskemmdum. Hver röðin afgreidd á eftir annari. Til að halda góðri vinnustemingu er tilvalið að hafa tónhlöðuna með og slatta af orkuríkri suðrænnri músik. Eftir törn gærdagsins brá ég mér á Hvolsvöll og hitti á hluta þeirra pilta og stúlkna sem hittust fyrst í menntaskólanum á Laugarvatni á haustdögum fyrir 30 árum.
Þrátt fyrir að hafa verið í góðri sveiflu inn í nóttina á grundum Suðurlands, þá var ég mættur á kálakurinn upp úr klukkan níu í morgun. Raunveruleikinn er í kálinu og það þýðir ekki að vera með neitt kæruleysi um hábjargræðistímann. Strengir í skrokknum eru hluti af uppskeru dagsins. Við tókum þetta með krafti, svo frostavetur kom þú sæll, ef þú vilt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.10.2008 | 22:45
Róum álfíklana!
Skjótt skipast veður í lofti. Í lok júní gerðu spár á Wall Street ráð fyrir að framundan væri yfir 30% hækkun á álverði í heiminum. Meginástæðan væri hátt verð á raforku og erfiðleikar við að finna svæði með nógu áreiðanlegt framboð á raforku. Athygli áliðnaðarins var af þessum sökum á Íslandi. Nú hefur verð á áli hinsvegar fallið um 37% síðan í júlí.
Áframhald uppbyggingar í áliðnaði þarf að fara fram af mikilli yfirvegun. Helguvík, Bakki og stækkun í Straumsvík er alltof djarflega teflt miðað við stöðu á fjármálamörkuðum. Andstaða við slíkar hugmyndir á ekki að hafa meginstoð í umhverfisvernd heldur fyrirhyggju í fjármálum. Það er ekkert vit í því að skuldbinda orkufyrirtæki með opinbert eignarhald meira á þessum sveiflukennda markaði.
Ef þið hittið á Kristján Þór Júlíusson og hans líka, sem heimta að fá nú stærri skammt en nokkru sinni fyrr, innspýtingu, til að viðhalda veislunni, veitið honum hugarró. Segið honum að það sé allt í lagi að ljúka heildstæðu umhverfismati á Bakka og fáið hann til að draga nokkrum sinnum djúpt andann. Felum síðan einhverju ígildi Þjóðhagsstofnunar að gera kalt mat á áhættu okkar.
Afrakstur orkufyrirtækja ríkis og borgar er tengdur álverði. Svo er komið að við getum ekki sett öll eggin í þessa körfu. Við getum ekki haft ríkistryggðan hallarekstur orkuframleiðslu til áliðnaðar í heiminum. Þá fyrst yrði Ísland gjaldþrota
![]() |
Höldum ótrauð áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.10.2008 | 00:21
My other car is a Unimog
Þá kom að því að ég keypti sparíbauk, en það er Fiat Panda. Hann er með sparneytnustu bílum á markaðnum. Síðan mun ég eiga fyrir fjallamennskuna Benz Unimog, sem ég keypti í vor. Þetta eru ólíkir bílar en miklir karakterar. Það er aðalmálið.
Við Magnús sonur sæll, vorum að skoða "nýja bílinn" í kvöld og hann tók með sér nýju byssuna, sem er sko alvöru því hún er úr ekta málmi en ekki plasti eða einhverju drasli. Hann sat alvopnaður á toppnum og miðaði inn í garð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)