Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
10.4.2008 | 01:16
Besta vínið
Á kynningarviku í Vínbúðinni í fyrra voru vín frá Chile. Þar kippti ég með einni flösku af rauðvíni sem nefnist TRIO. Þar er vísað til þess að notað eru þrjár gerðir af þrúgum merlot, carmenere og cabernet sauvignon. Fórum síðan nýlega í boði konu minnar á vínsmökkunarnámskeið sem haldið var af Tómstundaskóla Mosfellsbæjar þ.s. Dominique í Vínskólanum var með sérlega skemmtilegt og fræðandi námskeið.
Á námskeiðinu smökkuðum við á fjöldanum öllum af vínum og það var satt að segja erfitt að skirpa út úr sér sumum af dýrari sortunum, eins og átti að gera. Ég ákvað að fara nú út í Vínbúð aftur og finna þetta draumavín frá Chile. Við fengum okkur þetta síðan eitt kvöldið og ég sannfærðist um að þessi tegund er mitt uppáhald. Vínið fær fjórar og hálfa stjörnu af fimm hjá einhverju frönsku matsfyrirtæki. Frakkarnir eru auðvitað það þjóðræknir að þeir hafa ekki þorað að gefa fullt hús og tapa viðskiptum.
Getið þið mælt með einhverju hágæða rauðvíni?
Matur og drykkur | Breytt 11.4.2008 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.4.2008 | 14:50
Fjallmyndarlegar
Í menntaskóla og líffræðinámi hafði ég ekki mikinn áhuga á plöntum. Fannst það hálfgerð forheimskun að læra utanbókar heiti á mismunandi tegundum og ættkvíslum. Síðan hef ég í mörg ár farið með gönguhópa um æskuslóðir að Stafafelli í Lóni. Á þessum ferðum og með aldrinum hef ég fengið meiri áhuga á plöntunum. Það er uppörvandi að sjá útsprungið blóm á leið um mela og móa. Þá vaknar áhugi að vita meira um slíka vini og gleðigjafa.
Til að þekkja plönturnar og líka til að nýta í líffræðikennslu hef ég verið að leika mér að því að taka af þeim myndir. Vélin sem ég hef mest tekið á var stafræn Canon 2.1 sem að fór vel í vasa, en er ekki með mikla upplausn. Í gær ákvað ég að kaupa mér stafræna Canon 400 SLR vél. Þá er komin góð upplausn og möguleikar að skipta um linsur. Einnig er handgrip með aukabatteríi. Slíkt eykur tíma sem hægt er að vera með myndavélina fjarri hleðslu.
Ég er lukkulegur að vera komin með tæki til að taka fleiri plöntumyndir svo ég geti haldið áfram að setja nýjar tegundir á haus síðunnar í hverri viku. Vonandi ykkur og mér til fróðleiks og yndisauka.
Ferðalög | Breytt 11.4.2008 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2008 | 19:34
Gullfoss með glæstum brag
Óskaplega er hægt að teygja lopann um þessa flugferð. Vinstri grænir reyna enn og aftur að nærast á nöldri og óánægju. Ögmundur Jónasson félagi minn fer mikinn. Mesta svigrúm sálartetursins fer í óvitræna dómhörku og vandlætingu út af mun á flugkostnaði, með einni leið eða annarri, upp á 200 þúsund krónur. Á sama tíma hækka húsnæðislán meðalfjölskyldu um hundruði þúsunda vegna gengisfellingar og gefið er upp að hluti ástæðunnar hafi verið meira svigrúm til umræðna og viðbragða við efnahagsástandinu.
Þeir eyða ekki orkunni í að krefjast þess að frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um leiðréttingu á eftirlaunafrumvarpinu gangi í gegn á þessu þingi. Enda voru þeir stuðningsmenn þess, allir sem einn. Þeir kvarta heldur ekki undan því að þiggja laun fyrir að gegna tveimur eða fleiri hlutverkum. Ef þeir væru samkvæmir sjálfum sér í þessari þotuumræðu þá ættu þeir að leggja til að við hverfum aftur ein hundrað ár og ráðamenn tækju vorskipið eða haustskipið. Það skyldi þó ekki vera að þeir væru þátttakendur í "lúxusnum" .
Útþráin eykur mátt, ung verður gömul þrá
G#7 C#m C#7 F#7
syngjum og dönsum dátt, dvelur oss gleðin hjá.
B F#7 B A# B
Lifum vér ljúfan dag, létt eru þessi kjör
G#7 C#m F#7 B
Gullfoss með glæstum brag, greiðir oss heillaför.
B B7 E Em B F#7 B (Hækkun) G7
Gullfoss með glæstum brag, greiðir oss heillaför.
Þotuleigan var 4,2 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.4.2008 | 22:13
Þríhyrningur
Síðasta sunnudag var farið upp í skarðið við Móskarshnjúka eða eins hátt og veður leyfði. Í dag var ekið til móts við sólríkt Suðurland með það að markmiði að fara í Fljótshlíðina og ganga á Þríhyrning (667 m). Byrjað var á kirkjuskoðun að Breiðabólsstað hjá sr. Önundi Björnssyni. Hann er höfðingi heim að sækja og ánægjulegt að sjá myndarskap í margvíslegum framkvæmdum á staðnum.
Keyrðum upp hjá Tumastöðum, en eftir göngu á tindinn héldum við áfram hring fram hjá Keldum á Rangárvöllum. Nokkuð stífur vindstrengur var í fjallinu en ekki snjór til vandræða. Við fengum frábært útsýni til allra átta. Út til Eyja, yfir Eyjafjallajökul, í átt að Hlöðufelli og yfir sunnlenskar sveitir. Ég var með tuttugu kílóa hlunk til að þyngja mig og auka þrekið fyrir göngu á Hvannadalshnjúk. Hann var mjög þakklátur þegar búið var að skila honum niður aftur.
Næsta fjall er Heiðarhorn í Skarðsheiði á sunnudegi eftir viku. Allir eru velkomnir að slást í hópinn. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Krónuna í Mosfellsbæ klukkan tíu að morgni.
____________________________
Farið verður á morgun, laugardag, vegna verri veðurspár á sunnudag.
Lífstíll | Breytt 11.4.2008 kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2008 | 19:18
Offita er hugarástand
Þó birting offitu sé klárlega líkamleg, sem er hægt að staðfesta með því að klípa í bumbuna eða stíga á vigtina, þá er orsökin oftast í lífsmynstrinu. Vesturlandabúar vanmeta áhrif hugans á jafnvægi í efnaskiptum. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn og reyndar við líka ræðum fátt meira en offitukúra með vísan einvörðungu í mataræði og hreyfingu þá breiðist faraldurinn enn sem eldur í sinu. Það sýnir okkur að við þurfum nýja nálgun.
Við stress losnar kortisól sem kallar á skyndibita og kolvetni, í djúpsvefni losna ýmis mikilvæg hormón fyrir efnaskipti, snerting og nudd losa ýmis góð efni svo sem endorfín. Góð líkamsvitund er að kunna að lifa og njóta, takast á við verkefni með áhlaupi en geta losað hugann frá þeim inn í slökun og nærandi svefn. Bókin "Franskar konur fitna ekki" undirstrikar einmitt þessa þverstæðu. Njótum án samviskubits.
Offitufaraldur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 23:07
Helgarlagið Bubamara
Eitt skondnasta lag kvikmyndanna er Bubamara úr mynd Emir Kusturica Svartur köttur, hvítur köttur. Lagið er afurð af samstarfi við lagasmiðinn Goran Bregovic um að semja sígaunatónlist. Þessir menn eru báðir aldir upp í fyrrum Júgóslavíu, kynntust ungir í Sarajevo með háleita drauma um opnara þjóðfélag og lífstíl Vesturlanda. En við fall kommúnismans tók ekki betra við, því sundrungin bjó í þjóðernisvakningunni. Emir er serbi og múslimi. En Goran er af eins margslungnum uppruna og hægt er. Foreldrarnir frá Serbíu og Króatíu. Hann kristinn en kona hans múslimi.
Emir Kusturica er bæði þekktur sem tónlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður. Hljómsveit hans nefnist The No Smoking Orchestra. Goran Bregovic er einn þekktasti lagahöfundur og tónlistarmaður af Balkanskaga. Lagasmíðar hans eru óvenjulegar, mótaðar af straumum úr ýmsum áttum.
Tónlist | Breytt 6.4.2008 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2008 | 14:37
Góður þáttur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 10:08
Brot eða mistök, ásetningur eða óhapp
Hannes Hólmsteinn hefur umbreyst í hinn mannlega og bljúga prófessor, sem horfir fram á að taka upp breytt og betra líf. Það er vel. Mikilvægt að við losnum undan hinum hrokafulla valdstíl íslenskra stjórnmála, sem að Hannes Hólmsteinn og Davíð Oddson hafa verið tákn fyrir. Hann telur sig hafa orðið að liði við að gera íslenskt samfélag opnar og frjálsara. En einmitt með því að taka niður trúboðskennda Friedman frontinn innleiðir hann opnara og frjálsara samskipti. Það voru einmitt slíkir eiginleikar stjórnmálamanns sem þjóðin kunni að meta við Steingrím Hermannsson fyrrum forsætisráðherra. Að vera hreinn og beinn.
Það er þó til umhugsunar hvaða hugtök Hannes Hólmsteinn notar í viðtölum. Hann hamrar á því að hann hafi "gert mistök", að hann muni "læra af mistökunum" Þetta minnir á þingmanninn sem lenti í því óláni að gera "tæknileg mistök". Hann líkir því saman að Halldór Laxnes hafi notað sögusagnir af fólki sem efnivið í frásagnir sínar. Það er vissulega rétt. Man t.d. eftir því að 1985 þegar ég þvældist um slóðir Vestur-Íslendinga að þá var á elliheimilinu Betel á Gimli maður sem hét Eddi Gíslason og vissi um nöfn og atvik öll í smásögunni Nýja Ísland. En á slíkum munnmælasögum ríkir engin höfundarréttur og nóbelskálædið gefur þeim aukið líf og krydd. Umbreytir þeim í skáldsögu.
Hannes Hólmsteinn vann undir formerkjum fræðilegrar úttektar á æviferli Halldórs Laxness, ekki að umbreyta sögum af lífshlaupi hans í skáldsögu. Þarna er mikill munur. Í seinna tilvikinu má það vera öllum ljóst að þegar texti frá fjórtán höfundum er notaður að þá þarf að sundurgreina hvað kemur frá hverjum. Ekki er hægt að mynda út frá því nýja samfellu og láta sem að hún sé eigin sköpun. Það er ritstuldur og lögbrot. Langafi minn skrifaði um herferðir víkinga mikið fræðirit, þar sem að eru tilvitnanir í heimildir á eftir hverri setningu. Þetta var fyrir rúmum hundrað árum. Því halda skýringar Hannesar ekki vatni, að breytingar hafi orðið á lögum eða að um einhverja nýstárlega túlkun Hæstaréttar á höfundarrétti sé að ræða.
Hvort sem að gjörningurinn er ásetningur eða óhapp er hann ekki í anda almennra og alþjóðlegra viðmiða um fræðimennsku. Þar liggur kjarninn í þeim vanda sem málið skapar fyrir Háskóla Íslands og trúverðugleika hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2008 kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2008 | 00:52
Blóm vikunnar Birki
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008 | 00:59
Smáþotu fyrir forseta vorn og ríkisstjórn!
Það er full ástæða til að ræða það í alvöru hvort ekki sé sú stund komin að kaupa beri litla þotu fyrir forseta vorn og ríkisstjórn. Miðað við allt og allt í kostnaði við hin miklu samskipti þjóða er það ekki það vitlausasta að eiga nothæft farartæki til að fljúga yfir sundið. Ekki síst þegar við erum orðin gild og virk í þróun sameinaðrar Evrópu.
Munaði 100-200 þúsund krónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |