Heill og meiri Dagur!

Það er merkilegt að sjá yfirlýsingu VÞV um að það sem að greini nýjan meirihluta frá hinum fyrri sé áherslan á umhverfismál og húsverndun. Hvílíkt sjónarspil hjá manni sem að er nýbúin að lýsa því yfir að hann muni láta verkin tala. Geri ráð fyrir því að það sem átt er við sé Vatnsmýrin og Laugavegur 4-6? Vatnsmýrin þar sem annar flokkurinn fagnar því að megináhersla verði lögð á að flugvöllurinn verði áfram staðsettur þar, en um leið og borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks Gísla Marteini og Hönnu Birnu var leyft að tjá sig, þá eru megináherslur þeirra á byggð í Vatnsmýrinni. Þessi stóra réttlæting fyrir nýjum meirihluta stefnir því bæði út og suður, að vera eða ekki vera.

Rauðar rósirÞað er merkilegt að lesa ritstjórnargreinar Morgunblaðsins um helgina. Maður fær alltaf þennan Prövdu hroll þegar ritstjórnin réttlætir gjörðir Flokksins. Óánægja fólksins með nýjan meirihluta er öll Samfylkingunni að kenna og yfirskrift Staksteina í dag er; "Dagur ei meir!". Þar eru óvenju rætin skrif undir mynd af fyrrum borgarstjóra. Í heimildarmynd Spaugstofunnar sem sýnd var í kvöld getur ritstjórn Moggans séð að hann hefur engan stungið í bakið. Af viðtölum helgarinnar virðist hinn nýji borgarstjóri hafa samviskubit yfir því að hafa gengið fram með óheilindum gagnvart fyrrverandi borgarstjóra og samstarfsmanni sem að hann lýsir vönduðum og heilsteyptum.

Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið munu ekki græða á persónulegri aðför að Degi B. Eggertssyni. Nóg er nú þeirra drullumall þremenninga sem settu upp Daríó Foe leikþáttinn sem birtist eins og þruma úr heiðskýru lofti. Öllu þessu tók fyrrverandi borgarstjóri af einstakri og aðdáunarverðri geðprýði. Afhenti þeim sem sveik hann lyklavöldin á hlýlegan og yfirvegaðan máta. Það sem stendur upp úr í öllu þessu moldviðri er að Dagur B. Eggertsson, einn af fáum, stendur heill og er meiri maður af framgöngu sinni. Margir borgarbúar binda væntingar við að hann muni nýta styrkleika sinn í þeirra þágu með endurnýjuðum krafti.


mbl.is Áhersla á umhverfis- og húsverndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóm vikunnar Geldingahnappur

nullNú er æxlunartímabili suðfjár að mestu lokið í sveitum lands og þorri byrjar á morgun. Næstu helgar verða því sauðfjárafurðir í mismunandi mynd bornar fram í trogum fyrir veislugesti þorrablóta. Vel hér geldingahnapp sem blóm vikunnar en hann er mjög algengur um land allt. Vex einkum á melum og söndum. Þessi var upp á Söndum í Kollumúla, Stafafelli í Lóni á miðju sumri 2004.

Stjórnleysi og stress er eitraður kokteill

VinnuálagÍ grein sem birtist í gær í European Heart Journal er sýnt fram á að vinnutengd streita er sterkur áhættuþáttur hjartasjúkdóma. Um er að ræða langtímarannsókn, The Whitehall Study, þar sem opinberir starfsmenn mættu endurtekið til skoðunar og mælinga. Meðal annars mat á því hvort að þeir hefðu stjórn á vinnuálagi eða væru í vinnu með miklar kröfur og tímapressu.

Samkvæmt rannsókninni eykur vinnuálag líkur á hjartasjúkdómum um tæp sjötíu prósent. En eftir er að sýna betur fram á hvaða þættir eru að verki í þessum tengslum. Tauga- og hormónakerfið, breytingar á lífsmynstri (reykingar, svefnleysi, hreyfingarleysi, óhollt mataræði) eða sem er líklegast að báðir þættir séu að verki.

Þessi rannsókn sýnir með meira afgerandi hætti en áður að streita hefur áhrif á líkamlega þætti og þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Hægt er að nálgast greinina frítt á netinu.


Einmenningskjördæmi

KosningarMargir eru hugsi eftir atburði síðustu daga í pólitíkinni. Flokkafyrirkomulagið og endalaus hrossakaup við smáflokka hafa gefið af sér stjórnarkreppu. Tvær um það bil jafnstórar fylkingar eru strand upp á skeri. Því væri hugsanlega nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking öxluðu ábyrgð og töluðu sig í átt að starfandi borgarstjórn. Að segja svona er mér þvert um geð því að ég hef viljað láta þessa tvo flokka gegna hlutverki andstæðra póla. Sitt hvor aðaltakkinn sem kjósendur hafa til að óska eftir breytingum. 

Hvernig er hægt að gera úrbætur á fyrirkomulagi lýðræðisins þannig að það séu kjósendur sem velja stjórn hverju sinni og við losnum út úr þessari kaupsýslu með völd eftir kosningar? Það verður að gera eitthvað svo fólk missi ekki áhuga á að vera virkir þátttakendur í mótun samfélagsins. Ein leið sem tryggja myndi verulegar úrbætur á kerfi okkar er að flokkar gefi yfirlýsingar fyrirfram um samstarfsaðila. Með þessu væri hægt að koma í veg fyrir að Framsókn, Frjálslyndir eða aðrir smáflokkar hefðu öll völd að lokinni kosninganótt. En sennilega er klisjan um að "allir gangi óbundnir til kosninga" orðin það lífseig að það þyrfti að gera eitthvað róttækara.

Mikið hefur verið rætt um það að gera landið að einu kjördæmi muni tryggja heilbrigðara lýðræði, þar sem einn maður er eitt atkvæði. Hinsvegar hef ég mikið verið að spá í það síðustu ár hvernig sé hægt að kjósa ríkisstjórnir og þá líka borgarstjórnir eða sveitarstjórnir. Hvernig geta kjósendur náð fram afgerandi skilaboðum um breytingar. Víða er kosningafyrirkomulagið fólgið í að kosinn er fulltrúi svæðis með einmenningskjördæmum. Slíkt fyrirkomulag útrýmir smáflokkum og skilaboð kjósenda um breytingar koma oft fram með skýrari hætti. 

Slíkt fyrirkomulag hefur mikla kosti og þegar ég leitaði á netinu fann ég akkúrat grein eftir Jón Steinsson hagfræðing sem rökstyður þessa kosti mjög vel.


Klækjastjórnmál eða íbúalýðræði

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum að eftir tíðindi gærdagsins þá virtist runninn upp tími klækjastjórnmála. Menn þurfa ekkert að gefa upp fyrir kosningar hverjum flokkar ætla að vinna með eftir kosningar. Oftar en ekki komast flokkar með einn eða fáa fulltrúa í oddaaðstöðu og afskræma skilning okkar á því havað sé lýðræði.

Baráttan um völdin og stólana virðist heltaka pólitíkusana svo að þeir velta því ekki fyrir sér hvað sé vilji kjósenda. Fráfarandi meirihluti undir stjórn Dags B. Eggertssonar naut fylgis um 60% kjósenda. Voru þeir spurðir hvort þeir vildu fá þennan nýja meirihluta? Nei, það var ekki gert og eina sem þurfti var að Sjálfstæðisflokkurinn biði dúsur og bitlinga. Keypti borgarfulltrúa til að skipta um lið. Sama eðlis og mútur.

ÁstaMargrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir hafa lýst yfir andstöðu við vinnubrögð Ólafs, sem að allir sjá að eru með eindæmum óheiðarleg. Dagur heyrir í honum sex sinnum í gær og hann neitar. En á næsta hanagali er dúsan orðin nógu stór, borgarstjórastóllinn, til að hann svíki félaga sína og guðföðurhlutverkið.

Í fjórða sæti á F-lista var Ásta Þorleifsdóttir og styður hún Ólaf. Það eru mikil vonbrigði að hún styðji innreið klækjastjórnmála á kostnað hagsmuna Reykvíkinga. Hún hefur verið helsti talsmaður aukins íbúalýðræðis og þátttöku íbúana í allri stefnumótun. Síðan duga dúsur og nefndarstörf til að hún styðji þennan óheillavænlega gjörning.


Sorglegt og sjúklegt

AngistFyrir um hundrað dögum gekk frískleg sveit ungs vel menntaðs og hæfileikaríks fólks með bros á vör fram til valda í Reykjavík. Skoðanakannanir hafa sýnt mikinn stuðning við nýjan meirihluta og Dag B. Eggertsson.

ÞreytaNú gengur hópur fram með örvæntingu í augum og verðandi borgarstjórar ýmist veikindalegir eða vængbrotnir eftir að hafa hrökklast frá fyrir skömmu síðan. Borgarfulltrúarnir komu ekki fram með vind um hárið og bros á vör. Út úr augum allra var þjáning og angist. Gísli Marteinn hinn síkáti var alvarlegri en gengur og gerist í jarðarförum.

Þessi ráðahagur ber allur feigðina með sér. Hann er sorglegur á þann vegAlvara hversu langt er seilst til að endurheimta völdin og snýst ekki um málefni eins og verðandi borgarstjóri heldur fram.


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinnumenn allra landa sameinist

Co-opMér sýnist það borðleggjandi að skipta þurfi upp þrotabúi Framsóknarflokksins og nokkuð augljóst að svigrúm er fyrir einlæga samvinnu- og jafnaðarmenn með áherslur á sköpun og frumkvæði einstaklingsins í Samfylkingunni. Þar er fjölbreytileiki í skoðunum jafnframt styrkur flokks og lýðræðis.

Held að flokkurinn geti helst skapað sér serstöðu í dreifbýli, en þó mun lítill hluti kjósenda aðhyllast þjóðrækna bændapólitík. Flestir slíkir framsóknarmenn eru orðnir vinstri grænir. Samfylkingin er því valkostur þeirra sem vilja komast í húsaskjól undir merkjum "frjálslynds félagshyggjuflokks" eins og Steingrímur Hermannsson hefur skilgreint flokk sonarins, ásamt því að bæta við að Framsóknarflokkurinn hafi verið slíkur flokkur.


mbl.is Með mörg hnífasett í bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins!

SunnudagurÞað eru orðnir mánuðir síðan maður hefur á sunnudagsmorgni litið út um gluggann og fær þessa hríslandi tilfinningu um leið og stírurnar eru nuddaðar úr augunum - "Yesss, þetta verður fallegur dagur". Mikil tilbreyting af snjónum eftir einhverja mestu vætutíð sem gengið hefur yfir landið. Blái himininn og stillan koma svo til að fullkomna sköpunarverkið.

Tók þessa mynd í morgun út um gluggann þar semSunnudagskvöld sólargeislarnir voru búnir að lýsa upp Úlfarsfellið. Verið að fara með eldri gaurinn í Bláfjöll og síðan bregður maður sér á hestbak. Þetta virðist rétti dagurinn til útiveru.

---------------------------------------

Komið að kveldi og allir orðnir rjóðir í kinnum. Ljómi tekur framförum í töltinu. Keypti á hann svonefndar amerískar stangir og virðast þær henta honum vel. Þá myndast vogarafl sem lætur hann safna sér betur saman. Kröftugur karl sem að er gaman að sjá bæta sig.


Gildi mannúðar

FischerÞað að bjarga Bobby Fischer frá því að enda ævidagana í japönsku eða bandarísku fangelsi er helsta tákn þess hvers við erum megnug í mannúðarmálum. Það hversu smá þjóð getur metið og brugðist við með sneggri hætti en aðrar þjóðir. Þar á Davíð Oddsson hrós skilið fyrir sinn hlut. Annað helsta dæmið um slíkt sjálfstæði í utanríkismálum var í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna.

Nú eru líkur á að Fischer verði jarðaður á Íslandi. Mikil er skömm hins bandaríska herveldis í meðhöndlun sinni á einmana veikgeðja persónu, sem var þó einn þeirra helsti snillingur. Ef honum verður fylgt til grafar hér á landi á það að vera á þessum sömu fögru forsendum mannúðar sem að hann kom til landsins. Það á ekki að vera á forsendum persónudýrkunar eða að setja hann á stall. Þingvellir skipta ekki máli í þessu samhengi.


mbl.is Fischer hvíli í íslenskri mold
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush Clinton Bush Clinton

 41-georgebush_142_clinton-143_georgewbush-1

44_clinton-2

Línur fara að skýrast með líkur frambjóðenda og flokka, þó margt eigi eftir að gerast fram að kjördegi. Margt bendir til að kjósendur vilji fá blöndu af ferskleika og breytingum. Republikanar virðast ekki hafa þau tromp á hendi sem líkleg eru til kjörfylgis. McCain og Huckabee virðast báðir eiga miklu meira af fortíð heldur en framtíð. Þó hugsa Bandaríkjamenn ólíkt Íslendingum. Ræddi nýlega við bandaríska konu sem aðspurð sagðist styðja Huckabee. Ástæðan - Hann væri harðasti andstæðingur fóstureyðinga!

Mikil gerjun er hjá demókrötum og þó Obama hafi dregið verulega á forskot Hillary, þá slagar það enn hátt í tug prósenta. Í ljósi þess að hún hefur ekkert síður en Obama staðið sig vel í baráttuni, þá verður að telja það ólíklegt að demókratar hafni henni þegar á reynir. Spennandi er að sjá þau tvö bjóða sig fram sem forseta og varaforsetaefni flokksins. Ef Obama vinnur þá er ólíklegt að hún gefi kost á sér sem frambjóðandi til varaforseta. Hinsvegar er Obama nýr og ferskur á sviðinu og gæti vel sætt sig við varaforseta framboð.

Það er merkilegt til þess að röð forseta Bandaríkjanna gæti orðið Bush, Clinton, Bush, Clinton. Annarsvegar feðgar og hinsvegar hjón.


mbl.is Clinton og McCain líklegust samkvæmt skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband