22.12.2007 | 23:25
Kćrleikur
Kćrleikurinn er langlyndur, hann er góđviljađur. Kćrleikurinn öfundar ekki. Kćrleikurinn er ekki raup-samur, hreykir sér ekki upp. Hann hegđar sér ekki ósćmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiđist ekki, er ekki langrćkinn. Hann gleđst ekki yfir óréttvísinni, en samgleđst sannleikanum. Hann breiđir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kćrleikurinn fellur aldrei úr gildi.
1. Korintubréf 13:4-8a
Ef ţú lumar á gullkorni í texta sem ţér finnst hafa meitlađan bođskap og inntak, ţá vćri gaman ađ fá ađ sjá og njóta. Beina athyglinni ađ hinu fagra og verđmćta, stóru og smáu, sem lćtur hversdagsleikann verđa ađ ćvintýri.
GLEĐILEG JÓL
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
22.12.2007 | 01:38
Tíminn og tengslin
Finnst ţađ gera máliđ enn verra ađ hinn ungi sonur og fóstursonur skuli valinn til starfa á ţessum degi. Á međan landsmenn undirbúa jólahátíđina á ađ lauma slíkri ráđningu í gegn. Ţann 21. desember er stystur sólargangur og sjálfsagt kjöriđ ađ gera myrkraverk á ţessum degi. Jafnframt vel útreiknađ, ađ svigrúm á umrćđu og svekkelsi er minna en ef ţetta hefđi veriđ tilkynnt í byrjun nýárs.
En höldum ţessu til haga. Ţađ er brýnt mál fyrir almenning ađ tryggja sjálfstćđi dómsvalds frá framkvćmdavaldi. Ćskilegt ađ samstađa um hvađa bakgrunnur hentar best til starfsins og vćntanlega eđlilegt ađ sérfróđir ađilar setji slík viđmiđ. Ţetta snýst um mannréttindi og jafnrétti. Ţađ er ónotatilfinning sem fylgir ţví ţegar tengslin eru nýtt til ađ koma einhverjum fremst í röđina og brjóta ţannig á hinum.
![]() |
Gagnrýna skipun í dómaraembćtti |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2007 | 23:37
Stafafell - Gamli bćrinn 110 ára
Áriđ 1897 byggđi séra Jón Jónsson á Stafafelli nýtt íbúđarhús. Ţađ er eitt af eldri timburhúsum á Austurlandi og á sér merka sögu. Ţađ stendur skammt frá timburkirkjunni sem er enn eldri eđa frá 1868. Oft bjuggu hátt í tuttugu manns í ţessu húsi. Séra Jón lýsir heimilsisfólki ţannig 1911.
Greina tvenn skal gömlu hjónin,
Guđný ţá og Rannveig knáa,
Fríđa og Sigga ţráđaţrúđir,
Ţóra, Möggur tvćr og Dóra.
Enn skal telja af yngismönnum
Einara tvo og ţrenning Jóna,
Sigurđ, búi bezt er hagar,
Bjarna, Vigni, Gunnar, Ragnar.
Međfylgjandi mynd er tekin skömmu eftir ađ húsiđ var byggt. Strákurinn sem stendur í bćjardyrunum međ lambiđ er Sigurđur Jónsson afi minn og er ţarna um ţađ bil 12 ára, en hann var fćddur 1885. Framan viđ hann til sitt hvorrar handar eru foreldrarnir séra Jón Jónsson frá Melum í Hrútafirđi og Margrét Sigurđardóttir frá Hallormsstađ. Sér Jóni á hćgri hönd er Jón Jónsson fađir hans, sem sagt langalangafi minn. Ţađ er fróđlegt ađ sjá ţarna ţrjá forfeđur á ţessari gömlu mynd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.12.2007 kl. 03:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2007 | 23:57
Blóm vikunnar Einir
Einir er reyndar ekki blóm. Frćplöntum er skipt í berfrćvinga, sem eru einkum barrtré og dulfrćvinga sem einnig nefnast blómplöntur. Einir er eina barrtréđ sem vex á Íslandi, en ţađ er oftast sem runni, lágvaxinn og greinar skríđa međfram jörđu. Ţar sem hin dćmigerđu grenitré sem nýtt eru til jólahalds voru ekki til hér á landi fyrr á tíđ, voru heimagerđ tré skreytt međ eini og lyngi. Ţar liggur merkingin í "göngum viđ í kring um einiberjarunn". Eitt slíkt gamalt heimagert tré er til á Stafafelli en ţó var fyrir löngu hćtt ađ skreyta ţađ á gamla vísu, ţegar ég er ađ alast upp. En ţađ hefur veriđ í fullum skrúđa í Gamla bćnum á sínum tíma.
Ţessi einiviđur á myndinni var í Leiđartungum, Kollumúla ţann 6. ágúst 2003 umlukin krćkiberja- og bláberjalyngi. Hann er međ mikla berköngla, sem eru kvenkyns, en karlkönglar eru minni. Einiberin eru mjög gott krydd á villibráđ og lambakjöt. Ţau ţurfa ţó ađ vera orđin ţroskuđ, en ţađ er ekki fyrr en ţau eru tveggja ára og bláleit á litinn. Ţegar ég er međ gönguhópa til fjalla ţá er algengt ađ grillađ sé síđasta kvöldiđ og kryddađ međ einiberjum, söxuđu birkilaufi og blóđbergi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.12.2007 kl. 13:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
20.12.2007 | 01:29
RÚV ohf
Sjónvarpsáhorf á ríkisstöđina á eftir ađ verđa vel ásćttanlegt nćstu árin mćlt međ Edduverđlaunum eđa könnunum. Ţađ er samt eitthvađ viđ ţessa ţróun sem ađ mér líkar ekki viđ. Veit ekki alveg hvađ ţađ er. Ef til vill áherslan á front í stađ inntaks. Ef til vill ađ markađsáherslur verđi fyrsta skref í átt ađ sölu. Hver er sérstađa ţess?. Ţađ eru hinar og ţessar hefđir sem eru látnar víkja fyrir einhverju sem á ađ vera nútíminn. Í fyrra datt út hin gamla hefđ um ávarp útvarpsstjóra, nú verđa settar inn auglýsingar í áramótaskaupiđ. Ţannig dregur smá saman úr ţeirri ímynd sem undirstrikađi hiđ menningarlega hlutverk stofnunarinnar umfram ađra fjölmiđla.
Ţegar ađ spaugstofan verđur búin ađ vera í ţrjátíu ár. Vikulegur ţáttur um eurovisionlög og spurningakeppnir, hvort sem ţćr heita Útsvar eđa Gettu betur, verđa búnir ađ malla í nokkur ár. Kostun og auglýsingar komnar inn á allt efni nema sjö fréttir, er ţá ekki bara komin tími á ađ selja sjoppuna? Auđvitađ horfir mađur á allt ţetta efni meira og minna. En stundum vantar safann, nćringuna, nýjabrumiđ. Nćturvaktin, sem ađ er ferskasta, frumlegasta og skemmtilegasta sköpunarverk í sjónvarpi ţetta haustiđ er sýnt á einkarekinni stöđ.
Ţađ er allt morandi í landinu af einstökum snillingum, áhugaverđum sérvitringum, hetjulegum söngvurum, misskildum listamönnum, barngóđum konum, meiningamiklum trillukörlum, sagnaglöđum göngugörpum, fjađrandi ballerínum, samlímdum elskendum, kraftmiklum íţróttahetjum, sigldum heimsborgurum, gamansömum hestamönnum, innblásnum guđsmönnum, verđlaunuđum kokkum, litaglöđum listmálurum, fjölfróđum bílstjórum, forríkum sćgreifum. Međ ţví ađ virkja ţetta fólk og ađra er hćgt ađ gera RÚV ađ kraumandi potti mannlífs og menningar. RÚV sjónvarp er ađ mörgu leyti ágćtt, en tryggjum ađ ţađ fari ţá leiđ sem réttlćtt getur ađ ţađ verđi áfram í sameiginlegri eigu allra landsmanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2007 | 01:12
Jólafrí og frelsi andans
Ţađ eru fáir sem ađ upplifa árstíđirnar og frídaga hátíđa, jóla og páska, jafn sterkt og nemendur og kennarar. Ég var međ bunka, hátt í 150 lokapróf, fram eftir nóttu. Tölur áttu ađ liggja fyrir á hádegi. Ţetta gekk allt eftir. Nú er ţví ađ slakna ađeins á kvöđum tengdum kennslunni. Útskrift stúdenta úr Borgarholtsskóla á fimmtudag og síđan ađ safna orku fyrir nćstu törn. Ég er allavega ákveđinn ađ láta ekki kaupćđi ná tökum á mér.
Hljómar mjög undarlega, en ég stefni á ađ dansa mikiđ um hátíđirnar. Fór fyrir rúmum mánuđi síđan í kennaranám í Zumba ţolfimi til London. Ţađ var skemmtilegt. Var í pakkađri vél frá Keflavík til Heathrow. Mikiđ af körlum ađ fara á leik Arsenal-West Ham. Létu pelann ganga og sögđu mishrjúfa brandara hver í kapp viđ annann. Ţarna var ég svo einn á leiđinni til London ađ lćra ţolfimi undir suđrćnum takti. Ferlega "emo" gaur. Annars líđur mér vel međ ţađ og helgin ţarna var ótrúleg svita og gleđivíma. Dönsuđum tíu tíma hvorn dag. Síđan stokkiđ út á Heathrow og heim. Best var ţó ađ kostnađur var greiddur úr Vísindasjóđi Kennarasambandsins!
Ţetta verđur líka timi lesturs góđra bóka og ađ lyfta andanum á ögn hćrra plan. Skreppa til kirkju á Ţingvöll, Lágafellskirkju eđa Dómkirkju. Treysta á ađ presturinn verđi ríkur af andagift og sendi mann heim međ einhverja speki sem hreyfir viđ grámyglu hversdagsleikans. Mikilvćgi góđra gilda og hugleiđingar um vegstikur á hinum gullna međalvegi. Án ţess ađ mađur hafi samviskubit beint út af frekar litlu sambandi eđa samskiptum viđ hann í efra, ţá veit ég ađ efling andans gefur lífinu aukiđ inntak. Mađur ţarf ađ finna sinn tón og hlúa ađ honum.
Raungreinakennarinn ég, datt reyndar út af bylgjulengdinni nýlega, ţegar ein andlega ţenkjandi kona vildi sannfćra mig um ađ allir ţyrftu ađ ganga aftur í gegnum sína eigin fćđingu. Nei, mamma mín, ţađ er ekki á ţig leggjandi, hugsađi ég. En sennilega tók ég ţetta bara of bókstaflega. Ég er ennţá svo jarđbundinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2007 | 21:28
Málţóf
Vinstri grćnir hafa ekki fengiđ mikla samúđ eđa stuđning í baráttu fyrir réttinum til málţófs á Alţingi. Finnst allt ađ ţví ađ ţetta sé vandrćđalegt mál fyrir flokkinn. Ţeir hafa ekki náđ ađ útskýra fyrir almenningi afhverju málţóf eigi ađ vera nauđsynlegur hluti af lýđrćđinu. Ţeir hafa sett ţađ fram sem rök ađ um sé ađ rćđa neyđarrétt til ađ vekja athygli á mikilvćgum málum.
Á tímum netmiđla, sjónvarpsstöđva, útvarpsstöđva og dagblađa er ţađ leikur einn ađ ná til mikilvćgustu skynfćra kjósenda, án ţess ađ tefja fyrir störfum löggjafarsamkomunnar og halda henni í gíslingu klukkutímum saman, ef ekki heilu og hálfu sólarhringana. Nei, ţađ á eftir ađ sannfćra mig um ađ ţeir séu ađ berjast ţarna fyrir mikilvćgu máli.
Ţví miđur fer orka ţingmanna VG oftar en ekki í ađ berjast gegn hinu og ţessu án ţess ađ skilgreina eigin framtíđarsýn. Ţađ vćri gott ađ heyra af einhverju öđru mikilvćgara í draumum ţeirra og ţrám en ađ viđhalda málţófi. Reyndar á Atli Gíslason hrós skiliđ ađ leggja fram ţá tillögu ađ kvótakerfiđ verđi afnumiđ međ lögum áriđ 2010. Ný sýn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
16.12.2007 | 11:42
Tímamót

![]() |
Bandaríkin ósátt |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2007 | 01:49
Skógarferđ er byrjun hátíđahalds
Skógrćktarfélag Mosfellsbćjar er áhugamnnafélag sem ađ hefur međal annars stađiđ fyrir umfangsmikilli skógrćkt umhverfis Úlfarsfell. Hamrahlíđ heitir sá hluti sem ađ er komin međ myndarlegustu trén. Ţessi fallegi skógarlundur sést á hćgri hönd ţegar ekiđ er til Mosfellsbćjar. Mín fjölskylda hefur haft ţann siđ um langt skeiđ ađ fara og velja tré ţarna fyrir jólin. Ávallt er búiđ ađ innsigla mikilvćga byrjun á hátíđahaldinu, ţegar tréđ er komiđ undir húsvegg.
Viđ fórum í dag, laugardag og völdum fallegt tré. Gott hljóđ var í skógrćktarfólki. Gaman ađ ganga eftir spćnilögđum stígunum og hugurinn fylltist ţakklćti fyrir ađ ţađ sé nú ekki búiđ ađ malbika yfir allt. Rétt fyrir lokun höfđu selst um 60 tré en á sama degi í fyrra seldust 90 stykki. Ţví ţarf frekar ađ bćta í söluna í Hamrahlíđ. Góđ gönguferđ, styđja viđ íslenskt og starfsemi ţessa ágćta skógrćktarfélags.
ALLIR Í HAMRAHLÍĐ AĐ KAUPA TRÉ !
Myndirnar eru annarsvegar mynd af vef skógrćktarfélagsins og hinsvegar er ég og Orri, sonur sćll, ađ koma heim međ tréđ.
Opnunartími og frekari upplýsingar; www.skog.is/jolatre/mosfellsbaer.html
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 00:35
Blóm vikunnar Blágresi

Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2007 kl. 00:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)